Enski boltinn

McFadden og Murphy á leið til Birmingham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McFadden í báráttu við John Obi Mikel, leikmann Chelsea.
McFadden í báráttu við John Obi Mikel, leikmann Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC eru skosku knattspyrnumennirnir James McFadden og David Murphy á leið til Birmingham.

Alex McLeish, fyrrum þjálfari skoska landsliðsins og Glasgow Rangers, er knattspyrnustjóri Birmingham og þekkir því vel til leikmannanna.

Murphy leikur með Hibernian í Skotlandi og hafa félögin komist að samkomulagi um kaupverð.

McFadden er á mála hjá Everton og fer félagið fram á 5,7 milljónir punda fyrir leikmanninn. En samkvæmt BBC gæti verið gengið frá kaupunum nú um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×