Fleiri fréttir Makaay farinn til Feyenoord Framherjinn Roy Makaay er farinn frá Bayern Munchen í Þýskalandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Feyenoord í heimalandi sínu. Bayern keypti Makaay fyrir metfé, 18,75 milljónir evra, árið 2003. Hann var ekki inni í framtíðarplönum þýska félagsins fyrir næstu leiktíð og snýr nú aftur til félagsins sem hann lék með í heimalandinu fyrir áratug. 28.6.2007 14:24 Coleman tekinn við Sociedad Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni var í dag ráðinn þjálfari Real Sociedad í spænsku 2. deildinni. Sociedad féll úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum og vildi forsetinn að sögn reyna að fá mann með nýjar hugmyndir til að taka við liðinu. 28.6.2007 14:21 Stefán á leið til Bröndby? Ekstra blaðið í Danmörku heldur því fram í dag að Bröndby sé við það að ganga frá kaupum á landsliðsmanninum Stefáni Gíslasyni frá Lyn í Noregi. Kaupverðið er sagt vera um 100 milljónir króna og ef af viðskiptunum verður - yrði Stefán dýrasti leikmaður í sögu félagsins. 28.6.2007 12:42 Kópavogsliðin mætast í bikarnum Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Visa bikarsins í knattspyrnu. Nokkrir athyglisverðir leikir verða á dagskrá í umferðinni þar sem Kópavogsliðin Breiðablik og HK lentu saman og þá eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur. Bikarmeistarar Keflavíkur sækja Þrótt heim og FH mætir ÍBV í Eyjum. 28.6.2007 12:34 Capello rekinn Real Madrid rak í dag þjálfarann Fabio Capello frá störfum sem þjálfara þrátt fyrir að hann stýrði liðinu til Spánarmeistaratitilsins í fyrsta skipti í fjögur ár á dögunum. "Þetta var erfið ákvörðun en stjórnin var sammála um að Capello væri ekki rétti maðurinn til að leiða félagið inn í framtíðina," sagði Predrag Mijatovic yfirmaður knattspyrnumála. 28.6.2007 11:57 Ljungberg vill vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg ætlar ekki að fara frá Arsenal að sögn umboðsmanns leikmannsins. Ljungberg er þrítugur og hefur vakið áhuga liða víða á Englandi en hann átti við meiðsli að stríða síðasta vetur. "Freddie er samningsbundinn Arsenal til 2009 og hefur ekki áhuga á að fara frá félaginu," sagði umboðsmaðurinn. 28.6.2007 11:24 Trezeguet neitaði United og Liverpool Franski markaskorarinn David Trezeguet hjá Juventus framlengdi samning sinn við ítalska félagið til ársins 2011 á dögunum en hann hefur nú gefið upp að hann hafi neitað tilboðum bæði Manchester United og Liverpool á Englandi og Barcelona á Spáni. 28.6.2007 11:19 Framtíð Capello ræðst í dag Útvarpsstöð Marca á Spáni greindi frá því í gærkvöld að Fabio Capello yrði ekki þjálfari Real Madrid áfram, en sagt er að framtíð hans ráðist á stjórnarfundi félagsins í dag. Marca segir fundinn aðeins formsatriði til að reka Capello sem á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Capello landaði meistaratitli í hús á dögunum, en spurningamerki hafa verið sett við leikaðferðir hans sem þykja ekki hæfa sóknarhefð félagsins. 28.6.2007 11:14 Tottenham nálægt samkomulagi um Darren Bent Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að nú styttist í að Tottenham muni landa framherjanum Darren Bent frá Charlton. Kaupverðið er sagt um 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla landsliðsmann og sagt er að félögin hafi komist að málamiðlun um kaupverðið í gær. Charlton vildi fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Liverpool hefur einnig verið orðað við Bent en hefur beint sjónum sínum að Fernando Torres. 28.6.2007 11:08 Mexíkó lagði Brasilíu Óvænt úrslit urðu í B-riðli Copa America í nótt þegar Mexíkóar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Brasilíumenn 2-0 í síðari leik kvöldsins. Nery Castillo kom Mexíkó á bragðið með fallegu marki eftir 24 mínútur og Ramón Morales skoraði síðara markið beint úr aukaspyrnu fimm mínútum síðar. Þá vann Chile dramatískan sigur á Ekvador 3-2 eftir að lenda tvisvar undir í leiknum. 28.6.2007 11:00 Capello sagður á förum frá Real Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að þjálfari Spánarmeistara Real Madrid, Ítalinn Fabio Capello, hafi verið rekinn úr starfi. Hermt er að Pedja Mijatovic, íþróttamálastjóri félagsins, hafi þegar tjáð aðstoðarmanni Capellos að krafta hans sé ekki lengur óskað en Capello er nú í fríi í Kína. 28.6.2007 10:16 Capello rekinn frá Real Madrid? Stjórn Real Madrid hefur rekið knattspyrnustjórann Fabio Capello úr starfi ef marka má frétt Marca nú um miðnættið. Liðið vann titilinn undir stjórn Capello á dögunum en ekki er talið að samstarf hans við stjórina hafi verið sérlega gott. Ef þessar fréttir verða staðfestar yrði það ekki í fyrsta skipti sem Real rekur þjálfara sem náð hefur ágætum árangri með liðið. 28.6.2007 01:01 Fram yfir í hálfleik Framarar hafa yfir 1-0 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaleik 8. umferðar Landsbankadeildar karla. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með góðu skoti eftir 24 mínútna leik. KR-ingar sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en Fram í sætinu þar fyrir ofan með fimm stig. 28.6.2007 20:00 Fram nær forystu gegn KR Framarar hafa náð 1-0 forystu gegn KR eftir 24 mínútna leik í viðureign liðanna á KR-velli. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með bylmingsskoti. Stefán Logi Magnússon ver mark KR í kvöld í stað Kristjáns Finnbogasonar sem situr á varamannabekknum. 28.6.2007 19:42 Valsmenn sigruðu FH 4 - 1 Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar Valsmenn unnu þá með fjórum mörkum gegn einu. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö mörk í leiknum og Helgi Sigurðsson setti eitt. Þá varð varnarmaður FH fyrir því óláni að skora sjálfsmark. FH náði að klóra í bakkan í seinni hálfleik þegar Matthías Vilhelmsson skoraði. Það varð hins vegar eina mark Íslandsmeistaranna í kvöld. 27.6.2007 21:48 Keflvíkingar sigruðu á heimavelli Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi á heimavelli í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu Fylkismenn með einu marki gegn engu í kvöld. Það var Færeyingurinn Símun Samúelsson sem tryggði heimamönnum sigurinn. 27.6.2007 21:30 Eiður á að vera í einu af fjórum stærstu liðum Englands Eiður Smári Guðjónssen á að koma aftur til Englands og á hvergi heima nema í fjórum stærstu liðunum segir helsti sérfræðingur heims í ensku knattspyrnunni. 27.6.2007 19:54 Fótboltinn vinsælli en íshokkí Mikið hefur verið rætt um uppganginn í knattspyrnunni í Bandaríkjunum í kjölfar þess að David Beckham ákvað að ganga í raðir LA Galaxy. Á sama tíma virðist íshokkí vera á hraðri leið í landinu ef tekið er mið af áhorfi á úrslitaleikinn í Stanley Cup. 27.6.2007 17:09 Makaay vildi ekki fara til Bremen Nú er ljóst að hollenski framherjinn Roy Makaay mun fara frá Bayern Munchen eftir að félagið festi kaup á Miroslav Klose frá Bremen. Makaay fellur fyrir vikið aftar í goggunarröðinni hjá liðinu og segir talsmaður Bayern honum frjálst að fara - þó aðeins fyrir rétt verð. 27.6.2007 16:45 Chelsea að bjóða í Malouda? Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi gert 12 milljón punda kauptilboð í vængmanninn Florent Malouda hjá Lyon. Malouda hefur lengi verið orðaður við Chelsea og vitað er að Jose Mourinho hefur lengi haft augastað á hinum 27 ára gamla landsliðsmanni Frakka. 27.6.2007 16:37 FIFA slakar á hæðartakmörkunum Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að slakað yrði á reglum sem það hafði áður sett um hámarkshæð sparkvalla yfir sjávarmáli. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku brást illa við þegar FIFA tilkynnti vellir í yfir 2500 metra hæð yrðu dæmdir ólöglegir. 27.6.2007 15:43 Amsterdam-mótið verður á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá Amsterdam-mótinu í knattspyrnu í sumar en það hefst 2. ágúst. Á mótinu keppa Arsenal, SS Lazio, Ajax Amsterdam og Atletico Madrid og er þetta fín upphitun fyrir enska boltann sem fer í loftið síðar í mánuðinum. 27.6.2007 15:36 Eiður Smári er eins og Eric Cantona Mike Whitlow, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Bolton, segir að það yrði frábært ef Manchester United gæti klófest Eið frá Barcelona og líkir landsliðsfyrirliðanum við Eric Cantona og Dennis Bergkamp. 27.6.2007 14:48 Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda kynntur í dag Á blaðamannafundi í dag var nýtt íþróttamannvirki knattspyrnufélagsins Vals kynnt með formlegum hætti en það mun bera nafnið Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda. Valsmenn hafa skrifað undir fimm ára samstarfssamning við fyrirtækið og mun íþróttahöllin bera nafnið Vodafonehöllin. 27.6.2007 14:39 Sjónvarpsstjóri Sýnar situr fyrir svörum Í hádeginu var haldinn blaðamannafundur þar sem sjónvarpsstöðin Sýn 2 var formlega kynnt til leiks, en hún mun gera enska boltanum skil næstu þrjú árin. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar sat fyrir svörum í hádegisviðtalinu á Stöð 2 og varpaði ljósi á áform stöðvarinnar varðandi enska boltann. Smelltu á spila til að sjá viðtalið. 27.6.2007 14:09 Miðvikudagsslúðrið á Englandi Slúðurdálkarnir í bresku blöðunum eru fullir af safaríku efni í dag eins og venjulega og þar kemur meðal annars fram að forráðamenn LA Galaxy hafi farið þess á leit við David Beckham að hann stytti sumarfrí sitt, því liðið er í bullandi vandræðum í MLS deildinni. 27.6.2007 13:40 Van Bronckhorst farinn heim Hollenski leikmaðurinn Giovanni van Bronckhorst var í dag leystur undan samningi sínum við Barcelona og hefur samþykkt að ganga í raðir síns gamla félags Feyenoordí Hollandi. Bronckhorst framlengdi samning sinn við Barcelona í desember en í honum var ákvæði sem leyfði honum að snúa aftur til Feyenoord ef félagið vildi fá hann. 27.6.2007 13:36 Geremi orðaður við Newcastle Sam Allardyce stjóri Newcastle er nú sagður vera á höttunum eftir Kamerúnmanninum Geremi hjá Chelsea, en hann er með lausa samninga í sumar. Geremi spilaði 23 leiki með Chelsea á síðustu leiktíð þegar mikil meiðsli voru í herbúðum liðsins en óvíst er hvort pláss verður fyrir hann á næstu leiktíð. 27.6.2007 12:45 Forlan fer líklega frá Villarreal Talið er víst að framherjinn Diego Forlan muni fara frá Villarreal í sumar eftir að umboðsmaður hans átti fund með stjórn félagsins til að ræða tilboð sem borist hafa í hann undanfarið. Forlan er nú að spila með Úrúgvæ í Copa America en framtíð hans ræðst eftir keppnina. Sunderland og Arsenal eru talin hafa áhuga á honum, auk liða á Spáni. 27.6.2007 12:15 Perú vann óvæntan stórsigur á Úrúgvæ Óvænt úrslit urðu strax á fyrsta degi Copa America í gærkvöld þegar Perúmenn unnu öruggan 3-0 sigur á Úrúgvæ í A-riðli. Miguel Villata, Jose Guerrero og varamaðurinn Juan Marino skoruðu mörk liðsins á Metropolitano vellinum í Merida. Þá gerðu heimamenn í Venesúela 2-2 jafntefli við Bólivíu þar sem mark sjö mínútum fyrir leikslok gerði út um vonir heimamanna um fyrsta sigur þeirra í keppninni í 40 ár. 27.6.2007 11:06 Coleman að taka við Sociedad? Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður vera í viðræðum við forráðamenn Real Sociedad á Spáni um að gerast þjálfari liðsins. Spænska félagið á að hafa sett sig í samband við Coleman eftir að hafa ráðfært sig við fyrrum þjálfara sinn John Toshack. Coleman staðfesti að hann væri í viðræðum við Baskaliðið í samtali við The Sun. 27.6.2007 10:57 Ronaldo tekur Nani undir sinn verndarvæng Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætlar að sjá til þess að landi hans Nani fái góða handleiðslu í herbúðum liðsins á næsta tímabili. Nani gekk í raðir United frá Sporting Lissabon á dögunum og hefur stundum verið líkt við landa sinn Ronaldo. 27.6.2007 10:42 Beðið eftir Wenger Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist vongóður um að Arsene Wenger knattspyrnustjóri fáist til að framlengja samning sinn við félagið lengur en út næsta keppnistímabil. Framtíð stjórans virðis óráðin hjá félaginu og margir hafa slegið því föstu að hann muni fara frá félaginu eftir ár. 27.6.2007 10:36 Liverpool er í viðræðum við Atletico Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Liverpool sé nú að gera lokatilraun til að fá til sín framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Sagt er að félögin séu í viðræðum en forseti Atletico segir ekkert tilboð hafa komið frá enska félaginu. 27.6.2007 10:31 Valsmenn auka forystuna Guðmundur Benediktsson var rétt í þessu að koma Valsmönnum í 4 - 1 á móti FH á Laugardalsvellinum. Guðmundur skoraði fyrr í leiknum og eru mörkin tvö hans fyrstu á þessari leiktíð. 27.6.2007 21:15 Þrjú eitt fyrir Val Staðan í upphafi fyrrihálfleiks í leik Vals og FH er 3 - 1. Það var Matthías Vilhelmsson sem náði að minnka muninn fyrir FH á fyrstu mínútum hálfleiksins. 27.6.2007 20:34 Valsmenn með tveggja marka forystu Valsmenn eru tveimur mörkum yfir á móti Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli en þeir komust í eins marks forystu á 13. mínútu. Á tuttugustu mínútu kom Helgi Sigurðsson Valsmönnum í tveggja marka forystu með sjötta marki sínu í deildinni í sumar. Það var hins vegar Guðmundur Benediktsson sem gerði fyrra markið, hans fyrsta í deildinni. 27.6.2007 20:09 Markalaust í Keflavík Markalaust er í leik Keflavíkur og Fylkis í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar um hálftími er liðinn af leiknum sem leikinn er í Keflavík. Stórleikur umferðarinnar, leikur Vals og FH hefst á Laugardalsvelli klukkan átta. 27.6.2007 19:45 Blikar höfðu betur í grannaslagnum Breiðablik vann í kvöld góðan 3-0 sigur á grönnum sínum í HK í fyrsta einvígi Kópavogsliðanna í efstu deild. Kristján Óli Sigurðsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. 26.6.2007 21:47 Caborn ræðir við erlenda eigendur Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, ætlar að funda með erlendum eigendum knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Tilefni fundarins eru auknar áhyggjur heimamanna af þeim fjölda útlendinga sem eiga nú mörg af stóru félögunum í landinu. Sjö félög eru nú í eigu útlendinga í úrvalsdeildinni og þá fyrirhuguð sala á Manchester City ekki talin með. 26.6.2007 21:35 Skagamenn unnu Víking 3-0 Skagamenn gerðu góða ferð í Fossvoginn í kvöld og unnu góðan 3-0 sigur á Víkingi í Landsbankadeild karla. Króatinn Vjekoslav Svadumovic kom gestunum á bragðið með marki á 26. mínútu og bætti öðru við skömmu fyrir leikhlé. Það var svo Jón Vilhelm Ákason sem skoraði þriðja mark Skagamanna á 65. mínútu. Skagamenn skutust með sigrinum í 11 stig í deildinni. 26.6.2007 21:11 Tíu dómarar reknir í Rúmeníu Knattspyrnusambandið í Rúmeníu hefur nú ákveðið að taka rækilega til í dómaramálum sínum því í dag voru alls tíu dómarar strikaðir út af lista sambandsins fyrir næsta keppnistímabil. Dómaramál hafa verið í miklu uppnámi í landinu síðustu ár og hver skandallinn rekið annan. Rúmenar hafa ekki átt fulltrúa úr dómarastéttinni í stórleik síðan Ion Carciunescu dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1995. 26.6.2007 20:31 Henry: Meiðslin í fyrra geta hjálpað mér Thierry Henry gat lítið spilað með Arsenal á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann fullvissar stuðningsmenn Barcelona um að hann sé enginn meiðslakálfur. Hann segir þvert á móti að fjarvera hans á síðustu leiktíð geti hjálpað honum á næsta tímabili. 26.6.2007 18:30 Zola langar að taka við Chelsea Hinn smái en knái Gianfranco Zola segir að sig langi mikið að gerast knattspyrnustjóri Chelsea einn daginn, en hann átti glæsilegan sjö ára feril með liðinu sem leikmaður á síðasta áratug. Zola er sem stendur aðstoðarmaður Pierluigi Casiraghi hjá U-21 árs liði Ítala. 26.6.2007 17:15 Motta má fara frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa verið iðnir á leikmannamarkaðnum undanfarna daga og nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir miðjumanninn Thiago Motta í framtíðaráformum félagsins. Motta hefur verið settur á sölulista, en hann var aðens fimm sinnum í byrjunarliði Barca á síðustu leiktíð. Honum var gefið frí frá æfingum í vor eftir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki nauðsynlegt sjálfstraust til að spila. 26.6.2007 15:25 Sjá næstu 50 fréttir
Makaay farinn til Feyenoord Framherjinn Roy Makaay er farinn frá Bayern Munchen í Þýskalandi og hefur skrifað undir þriggja ára samning við Feyenoord í heimalandi sínu. Bayern keypti Makaay fyrir metfé, 18,75 milljónir evra, árið 2003. Hann var ekki inni í framtíðarplönum þýska félagsins fyrir næstu leiktíð og snýr nú aftur til félagsins sem hann lék með í heimalandinu fyrir áratug. 28.6.2007 14:24
Coleman tekinn við Sociedad Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni var í dag ráðinn þjálfari Real Sociedad í spænsku 2. deildinni. Sociedad féll úr 1. deildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins á dögunum og vildi forsetinn að sögn reyna að fá mann með nýjar hugmyndir til að taka við liðinu. 28.6.2007 14:21
Stefán á leið til Bröndby? Ekstra blaðið í Danmörku heldur því fram í dag að Bröndby sé við það að ganga frá kaupum á landsliðsmanninum Stefáni Gíslasyni frá Lyn í Noregi. Kaupverðið er sagt vera um 100 milljónir króna og ef af viðskiptunum verður - yrði Stefán dýrasti leikmaður í sögu félagsins. 28.6.2007 12:42
Kópavogsliðin mætast í bikarnum Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit Visa bikarsins í knattspyrnu. Nokkrir athyglisverðir leikir verða á dagskrá í umferðinni þar sem Kópavogsliðin Breiðablik og HK lentu saman og þá eigast við Reykjavíkurliðin KR og Valur. Bikarmeistarar Keflavíkur sækja Þrótt heim og FH mætir ÍBV í Eyjum. 28.6.2007 12:34
Capello rekinn Real Madrid rak í dag þjálfarann Fabio Capello frá störfum sem þjálfara þrátt fyrir að hann stýrði liðinu til Spánarmeistaratitilsins í fyrsta skipti í fjögur ár á dögunum. "Þetta var erfið ákvörðun en stjórnin var sammála um að Capello væri ekki rétti maðurinn til að leiða félagið inn í framtíðina," sagði Predrag Mijatovic yfirmaður knattspyrnumála. 28.6.2007 11:57
Ljungberg vill vera áfram hjá Arsenal Sænski landsliðsmaðurinn Freddie Ljungberg ætlar ekki að fara frá Arsenal að sögn umboðsmanns leikmannsins. Ljungberg er þrítugur og hefur vakið áhuga liða víða á Englandi en hann átti við meiðsli að stríða síðasta vetur. "Freddie er samningsbundinn Arsenal til 2009 og hefur ekki áhuga á að fara frá félaginu," sagði umboðsmaðurinn. 28.6.2007 11:24
Trezeguet neitaði United og Liverpool Franski markaskorarinn David Trezeguet hjá Juventus framlengdi samning sinn við ítalska félagið til ársins 2011 á dögunum en hann hefur nú gefið upp að hann hafi neitað tilboðum bæði Manchester United og Liverpool á Englandi og Barcelona á Spáni. 28.6.2007 11:19
Framtíð Capello ræðst í dag Útvarpsstöð Marca á Spáni greindi frá því í gærkvöld að Fabio Capello yrði ekki þjálfari Real Madrid áfram, en sagt er að framtíð hans ráðist á stjórnarfundi félagsins í dag. Marca segir fundinn aðeins formsatriði til að reka Capello sem á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið. Capello landaði meistaratitli í hús á dögunum, en spurningamerki hafa verið sett við leikaðferðir hans sem þykja ekki hæfa sóknarhefð félagsins. 28.6.2007 11:14
Tottenham nálægt samkomulagi um Darren Bent Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að nú styttist í að Tottenham muni landa framherjanum Darren Bent frá Charlton. Kaupverðið er sagt um 15 milljónir punda fyrir hinn 23 ára gamla landsliðsmann og sagt er að félögin hafi komist að málamiðlun um kaupverðið í gær. Charlton vildi fá 17 milljónir punda fyrir leikmanninn. Liverpool hefur einnig verið orðað við Bent en hefur beint sjónum sínum að Fernando Torres. 28.6.2007 11:08
Mexíkó lagði Brasilíu Óvænt úrslit urðu í B-riðli Copa America í nótt þegar Mexíkóar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Brasilíumenn 2-0 í síðari leik kvöldsins. Nery Castillo kom Mexíkó á bragðið með fallegu marki eftir 24 mínútur og Ramón Morales skoraði síðara markið beint úr aukaspyrnu fimm mínútum síðar. Þá vann Chile dramatískan sigur á Ekvador 3-2 eftir að lenda tvisvar undir í leiknum. 28.6.2007 11:00
Capello sagður á förum frá Real Spænska blaðið Marca fullyrðir í dag að þjálfari Spánarmeistara Real Madrid, Ítalinn Fabio Capello, hafi verið rekinn úr starfi. Hermt er að Pedja Mijatovic, íþróttamálastjóri félagsins, hafi þegar tjáð aðstoðarmanni Capellos að krafta hans sé ekki lengur óskað en Capello er nú í fríi í Kína. 28.6.2007 10:16
Capello rekinn frá Real Madrid? Stjórn Real Madrid hefur rekið knattspyrnustjórann Fabio Capello úr starfi ef marka má frétt Marca nú um miðnættið. Liðið vann titilinn undir stjórn Capello á dögunum en ekki er talið að samstarf hans við stjórina hafi verið sérlega gott. Ef þessar fréttir verða staðfestar yrði það ekki í fyrsta skipti sem Real rekur þjálfara sem náð hefur ágætum árangri með liðið. 28.6.2007 01:01
Fram yfir í hálfleik Framarar hafa yfir 1-0 gegn KR þegar flautað hefur verið til hálfleiks í lokaleik 8. umferðar Landsbankadeildar karla. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með góðu skoti eftir 24 mínútna leik. KR-ingar sitja á botni deildarinnar með aðeins eitt stig en Fram í sætinu þar fyrir ofan með fimm stig. 28.6.2007 20:00
Fram nær forystu gegn KR Framarar hafa náð 1-0 forystu gegn KR eftir 24 mínútna leik í viðureign liðanna á KR-velli. Það var Hjálmar Þórarinsson sem skoraði mark Fram með bylmingsskoti. Stefán Logi Magnússon ver mark KR í kvöld í stað Kristjáns Finnbogasonar sem situr á varamannabekknum. 28.6.2007 19:42
Valsmenn sigruðu FH 4 - 1 Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu í kvöld þegar Valsmenn unnu þá með fjórum mörkum gegn einu. Guðmundur Benediktsson skoraði tvö mörk í leiknum og Helgi Sigurðsson setti eitt. Þá varð varnarmaður FH fyrir því óláni að skora sjálfsmark. FH náði að klóra í bakkan í seinni hálfleik þegar Matthías Vilhelmsson skoraði. Það varð hins vegar eina mark Íslandsmeistaranna í kvöld. 27.6.2007 21:48
Keflvíkingar sigruðu á heimavelli Keflvíkingar fóru með sigur af hólmi á heimavelli í Landsbankadeildinni þegar þeir lögðu Fylkismenn með einu marki gegn engu í kvöld. Það var Færeyingurinn Símun Samúelsson sem tryggði heimamönnum sigurinn. 27.6.2007 21:30
Eiður á að vera í einu af fjórum stærstu liðum Englands Eiður Smári Guðjónssen á að koma aftur til Englands og á hvergi heima nema í fjórum stærstu liðunum segir helsti sérfræðingur heims í ensku knattspyrnunni. 27.6.2007 19:54
Fótboltinn vinsælli en íshokkí Mikið hefur verið rætt um uppganginn í knattspyrnunni í Bandaríkjunum í kjölfar þess að David Beckham ákvað að ganga í raðir LA Galaxy. Á sama tíma virðist íshokkí vera á hraðri leið í landinu ef tekið er mið af áhorfi á úrslitaleikinn í Stanley Cup. 27.6.2007 17:09
Makaay vildi ekki fara til Bremen Nú er ljóst að hollenski framherjinn Roy Makaay mun fara frá Bayern Munchen eftir að félagið festi kaup á Miroslav Klose frá Bremen. Makaay fellur fyrir vikið aftar í goggunarröðinni hjá liðinu og segir talsmaður Bayern honum frjálst að fara - þó aðeins fyrir rétt verð. 27.6.2007 16:45
Chelsea að bjóða í Malouda? Franskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi gert 12 milljón punda kauptilboð í vængmanninn Florent Malouda hjá Lyon. Malouda hefur lengi verið orðaður við Chelsea og vitað er að Jose Mourinho hefur lengi haft augastað á hinum 27 ára gamla landsliðsmanni Frakka. 27.6.2007 16:37
FIFA slakar á hæðartakmörkunum Alþjóða knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að slakað yrði á reglum sem það hafði áður sett um hámarkshæð sparkvalla yfir sjávarmáli. Knattspyrnusamband Suður-Ameríku brást illa við þegar FIFA tilkynnti vellir í yfir 2500 metra hæð yrðu dæmdir ólöglegir. 27.6.2007 15:43
Amsterdam-mótið verður á Sýn Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beinar útsendingar frá Amsterdam-mótinu í knattspyrnu í sumar en það hefst 2. ágúst. Á mótinu keppa Arsenal, SS Lazio, Ajax Amsterdam og Atletico Madrid og er þetta fín upphitun fyrir enska boltann sem fer í loftið síðar í mánuðinum. 27.6.2007 15:36
Eiður Smári er eins og Eric Cantona Mike Whitlow, fyrrum samherji Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Bolton, segir að það yrði frábært ef Manchester United gæti klófest Eið frá Barcelona og líkir landsliðsfyrirliðanum við Eric Cantona og Dennis Bergkamp. 27.6.2007 14:48
Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda kynntur í dag Á blaðamannafundi í dag var nýtt íþróttamannvirki knattspyrnufélagsins Vals kynnt með formlegum hætti en það mun bera nafnið Vodafonevöllurinn að Hlíðarenda. Valsmenn hafa skrifað undir fimm ára samstarfssamning við fyrirtækið og mun íþróttahöllin bera nafnið Vodafonehöllin. 27.6.2007 14:39
Sjónvarpsstjóri Sýnar situr fyrir svörum Í hádeginu var haldinn blaðamannafundur þar sem sjónvarpsstöðin Sýn 2 var formlega kynnt til leiks, en hún mun gera enska boltanum skil næstu þrjú árin. Hilmar Björnsson sjónvarpsstjóri Sýnar sat fyrir svörum í hádegisviðtalinu á Stöð 2 og varpaði ljósi á áform stöðvarinnar varðandi enska boltann. Smelltu á spila til að sjá viðtalið. 27.6.2007 14:09
Miðvikudagsslúðrið á Englandi Slúðurdálkarnir í bresku blöðunum eru fullir af safaríku efni í dag eins og venjulega og þar kemur meðal annars fram að forráðamenn LA Galaxy hafi farið þess á leit við David Beckham að hann stytti sumarfrí sitt, því liðið er í bullandi vandræðum í MLS deildinni. 27.6.2007 13:40
Van Bronckhorst farinn heim Hollenski leikmaðurinn Giovanni van Bronckhorst var í dag leystur undan samningi sínum við Barcelona og hefur samþykkt að ganga í raðir síns gamla félags Feyenoordí Hollandi. Bronckhorst framlengdi samning sinn við Barcelona í desember en í honum var ákvæði sem leyfði honum að snúa aftur til Feyenoord ef félagið vildi fá hann. 27.6.2007 13:36
Geremi orðaður við Newcastle Sam Allardyce stjóri Newcastle er nú sagður vera á höttunum eftir Kamerúnmanninum Geremi hjá Chelsea, en hann er með lausa samninga í sumar. Geremi spilaði 23 leiki með Chelsea á síðustu leiktíð þegar mikil meiðsli voru í herbúðum liðsins en óvíst er hvort pláss verður fyrir hann á næstu leiktíð. 27.6.2007 12:45
Forlan fer líklega frá Villarreal Talið er víst að framherjinn Diego Forlan muni fara frá Villarreal í sumar eftir að umboðsmaður hans átti fund með stjórn félagsins til að ræða tilboð sem borist hafa í hann undanfarið. Forlan er nú að spila með Úrúgvæ í Copa America en framtíð hans ræðst eftir keppnina. Sunderland og Arsenal eru talin hafa áhuga á honum, auk liða á Spáni. 27.6.2007 12:15
Perú vann óvæntan stórsigur á Úrúgvæ Óvænt úrslit urðu strax á fyrsta degi Copa America í gærkvöld þegar Perúmenn unnu öruggan 3-0 sigur á Úrúgvæ í A-riðli. Miguel Villata, Jose Guerrero og varamaðurinn Juan Marino skoruðu mörk liðsins á Metropolitano vellinum í Merida. Þá gerðu heimamenn í Venesúela 2-2 jafntefli við Bólivíu þar sem mark sjö mínútum fyrir leikslok gerði út um vonir heimamanna um fyrsta sigur þeirra í keppninni í 40 ár. 27.6.2007 11:06
Coleman að taka við Sociedad? Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður vera í viðræðum við forráðamenn Real Sociedad á Spáni um að gerast þjálfari liðsins. Spænska félagið á að hafa sett sig í samband við Coleman eftir að hafa ráðfært sig við fyrrum þjálfara sinn John Toshack. Coleman staðfesti að hann væri í viðræðum við Baskaliðið í samtali við The Sun. 27.6.2007 10:57
Ronaldo tekur Nani undir sinn verndarvæng Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætlar að sjá til þess að landi hans Nani fái góða handleiðslu í herbúðum liðsins á næsta tímabili. Nani gekk í raðir United frá Sporting Lissabon á dögunum og hefur stundum verið líkt við landa sinn Ronaldo. 27.6.2007 10:42
Beðið eftir Wenger Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segist vongóður um að Arsene Wenger knattspyrnustjóri fáist til að framlengja samning sinn við félagið lengur en út næsta keppnistímabil. Framtíð stjórans virðis óráðin hjá félaginu og margir hafa slegið því föstu að hann muni fara frá félaginu eftir ár. 27.6.2007 10:36
Liverpool er í viðræðum við Atletico Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að Liverpool sé nú að gera lokatilraun til að fá til sín framherjann Fernando Torres hjá Atletico Madrid. Sagt er að félögin séu í viðræðum en forseti Atletico segir ekkert tilboð hafa komið frá enska félaginu. 27.6.2007 10:31
Valsmenn auka forystuna Guðmundur Benediktsson var rétt í þessu að koma Valsmönnum í 4 - 1 á móti FH á Laugardalsvellinum. Guðmundur skoraði fyrr í leiknum og eru mörkin tvö hans fyrstu á þessari leiktíð. 27.6.2007 21:15
Þrjú eitt fyrir Val Staðan í upphafi fyrrihálfleiks í leik Vals og FH er 3 - 1. Það var Matthías Vilhelmsson sem náði að minnka muninn fyrir FH á fyrstu mínútum hálfleiksins. 27.6.2007 20:34
Valsmenn með tveggja marka forystu Valsmenn eru tveimur mörkum yfir á móti Íslandsmeisturum FH á Laugardalsvelli en þeir komust í eins marks forystu á 13. mínútu. Á tuttugustu mínútu kom Helgi Sigurðsson Valsmönnum í tveggja marka forystu með sjötta marki sínu í deildinni í sumar. Það var hins vegar Guðmundur Benediktsson sem gerði fyrra markið, hans fyrsta í deildinni. 27.6.2007 20:09
Markalaust í Keflavík Markalaust er í leik Keflavíkur og Fylkis í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar um hálftími er liðinn af leiknum sem leikinn er í Keflavík. Stórleikur umferðarinnar, leikur Vals og FH hefst á Laugardalsvelli klukkan átta. 27.6.2007 19:45
Blikar höfðu betur í grannaslagnum Breiðablik vann í kvöld góðan 3-0 sigur á grönnum sínum í HK í fyrsta einvígi Kópavogsliðanna í efstu deild. Kristján Óli Sigurðsson kom Blikum yfir strax á þriðju mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. 26.6.2007 21:47
Caborn ræðir við erlenda eigendur Richard Caborn, íþróttamálaráðherra á Englandi, ætlar að funda með erlendum eigendum knattspyrnuliða í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Tilefni fundarins eru auknar áhyggjur heimamanna af þeim fjölda útlendinga sem eiga nú mörg af stóru félögunum í landinu. Sjö félög eru nú í eigu útlendinga í úrvalsdeildinni og þá fyrirhuguð sala á Manchester City ekki talin með. 26.6.2007 21:35
Skagamenn unnu Víking 3-0 Skagamenn gerðu góða ferð í Fossvoginn í kvöld og unnu góðan 3-0 sigur á Víkingi í Landsbankadeild karla. Króatinn Vjekoslav Svadumovic kom gestunum á bragðið með marki á 26. mínútu og bætti öðru við skömmu fyrir leikhlé. Það var svo Jón Vilhelm Ákason sem skoraði þriðja mark Skagamanna á 65. mínútu. Skagamenn skutust með sigrinum í 11 stig í deildinni. 26.6.2007 21:11
Tíu dómarar reknir í Rúmeníu Knattspyrnusambandið í Rúmeníu hefur nú ákveðið að taka rækilega til í dómaramálum sínum því í dag voru alls tíu dómarar strikaðir út af lista sambandsins fyrir næsta keppnistímabil. Dómaramál hafa verið í miklu uppnámi í landinu síðustu ár og hver skandallinn rekið annan. Rúmenar hafa ekki átt fulltrúa úr dómarastéttinni í stórleik síðan Ion Carciunescu dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 1995. 26.6.2007 20:31
Henry: Meiðslin í fyrra geta hjálpað mér Thierry Henry gat lítið spilað með Arsenal á síðustu leiktíð vegna meiðsla en hann fullvissar stuðningsmenn Barcelona um að hann sé enginn meiðslakálfur. Hann segir þvert á móti að fjarvera hans á síðustu leiktíð geti hjálpað honum á næsta tímabili. 26.6.2007 18:30
Zola langar að taka við Chelsea Hinn smái en knái Gianfranco Zola segir að sig langi mikið að gerast knattspyrnustjóri Chelsea einn daginn, en hann átti glæsilegan sjö ára feril með liðinu sem leikmaður á síðasta áratug. Zola er sem stendur aðstoðarmaður Pierluigi Casiraghi hjá U-21 árs liði Ítala. 26.6.2007 17:15
Motta má fara frá Barcelona Forráðamenn Barcelona hafa verið iðnir á leikmannamarkaðnum undanfarna daga og nú er svo komið að ekki er lengur pláss fyrir miðjumanninn Thiago Motta í framtíðaráformum félagsins. Motta hefur verið settur á sölulista, en hann var aðens fimm sinnum í byrjunarliði Barca á síðustu leiktíð. Honum var gefið frí frá æfingum í vor eftir að hann viðurkenndi að hann hefði ekki nauðsynlegt sjálfstraust til að spila. 26.6.2007 15:25