Fleiri fréttir Recoba tæpur í kvöld Framherjinn Alvaro Recoba frá Inter Milan er tæpur í kvöld þegar lið hans Úrúgvæ mætir Perú í opnunarleik Copa America. Recoba er tognaður á vöðva aftan í hægri fæti en ekki verður tekin ákvörðun um þáttöku hans fyrr en rétt fyrir leik. Strax á eftir leik Úrúgvæ og Perú verður svo á dagskrá leikur heimamanna í Venesúela og Bólivíu. Báðir leikir eru sýndir beint á Sýn. 26.6.2007 11:29 Eriksson semur við Manchester City Manchester City hefur náð samkomulagi við knattspyrnustjórann Sven-Göran Eriksson um að taka við liðinu eftir langar viðræður. Reuters fréttastofan greindi frá þessu rétt í þessu. Eriksson var síðast þjálfari enska landsliðsins en tekur nú við City þar sem reiknað er með að Thaksin Shinawatra verði nýr eigandi innan skamms. 26.6.2007 11:21 Toure til Barcelona Barcelona fékk frekari liðsstyrk í morgun þegar liðið gekk frá kaupum á Fílstrendingnum Yaya Toure frá Mónakó í Frakklandi. Kaupverðið er 10 milljónir evra. Toure er yngri bróðir Kolo Toure hjá Arsenal og nú hefur Barcelona varið tæpum þremur milljörðum króna til leikmannakaupa og búist er við því að félagið festi kaup á Rúmenanum Christian Chievu hjá Roma fljótlega. 26.6.2007 11:16 Ísraelar fá liðsstyrk Innanríkisráðuneytið í Ísrael kom knattspyrnulandsliðinu þar í landi til hjálpar í gær með því að veita 2 knattspyrnumönnum ríkisborgararétt. Fyrir vikið verða þeir löglegir í byrjun sept. Þegar Ísraelar mæta Englendingum í undankeppni EM. Roberto Colautti (Argentínumaður) og Toto Tamuz (Nígeríumaður). 26.6.2007 11:14 United að bjóða í Eið Smára? Breska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag að Manchester ætli að bjóða 8 milljónir punda eða einn milljarð í landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Þó verði ekki af kaupunum fyrr en United klárar að selja Alan Smith til Middlesbrough. Þá segir blaðið að félagið muni selja framherjann Giuseppe Rossi til Parma. 26.6.2007 11:10 Trezeguet framlengdi við Juventus Franski framherjinn David Trezeguet framlengdi í gær samning sinn við ítalska liðið Juventus til ársins 2011 og batt þar með enda á sögusagnir um að hann væri á leið til Arsenal á Englandi. Trezeguet hafði lengi verið ósáttur í herbúðum Juventus og lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði ekki að spila aftur með liðinu. Hann dró þó í land þegar honum voru boðin betri kjör. Hann hefur skorað 145 mörk á sjö árum hjá Juve. 26.6.2007 11:04 Tevez spenntur fyrir Arsenal Carlos Tevez viðurkennir að hann sé spenntur yfir áhuga Arsenal á sér. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal eftir að Thierry Henry var keyptur til Barcelona í gær. 26.6.2007 10:03 Viðar og Serbi í Fossvoginn Víkingur hefur gengið frá félagaskiptum við tvo leikmenn fyrir áframhaldandi átök í Landsbankadeild karla. Viðar Guðjónsson skrifaði í gær undir í Fossvoginum og verður hann kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍA í kvöld. Viðar hætti hjá Fram á dögunum en hann leikur iðulega í stöðu miðjumanns. 26.6.2007 06:45 Liðum fækkað í riðlakeppninni UEFA hefur tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi undankeppni HM 2010. Alls berjast 53 þjóðir um þrettán laus Evrópusæti á HM í Suður-Afríku. Þjóðunum verður skipt upp í átta riðla þar sem sex þjóðir eru í öllum riðlum nema einum sem telur fimm þjóðir. Efsta þjóðin kemst beint á HM en átta lið fara í umspil. 26.6.2007 06:45 Fær hærri laun hjá Fylki en í Danmörku Peter Gravesen kom til Fylkis fyrir tveimur árum síðan og hefur átt sæti í liði félagsins síðan þá. Hann var lykilleikmaður hjá Herfølge í Danmörku áður en hann lenti í slagsmálum við samherja sinn og fékk samning sinn ekki endurnýjaðan í kjölfarið. 26.6.2007 06:30 Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. 26.6.2007 04:00 Blikar komnir í 2-0 Breiðablik hefur náð 2-0 forystu gegn grönnum sínum í HK í Kópavogsslagnum í Landsbankadeildinni. Kristján Óli Sigurðsson skoraði fyrsta mark Blika eftir aðeins 3 mínútur og það var svo Prince Ruben sem bætti við öðru marki liðsins eftir um klukkustundarleik. Staðan er því vænleg hjá þeim grænklæddu í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. 26.6.2007 21:21 Skagamenn 2-0 yfir gegn Víkingi Skagamenn hafa yfir 2-0 gegn Víkingi þegar flautað hefur verið til leikhlés í leik liðanna á Víkingsvelli. Það var Vjekoslav Svadumovic sem skoraði bæði mörk Skagamanna. Breiðablik hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í HK á Kópavogsvelli þar sem Kristján Óli Sigurðsson skoraði mark Blika eftir innan við þriggja mínútna leik eftir aukaspyrnu frá Arnari Grétarssyni. 26.6.2007 20:18 Breiðablik - HK í beinni á Sýn Grannaslagur Breiðabliks og HK í Landsbankadeild karla í kvöld er í meira lagi sögulegur því þetta er í fyrsta sinn sem liðin eigast við í efstu deild. Leikurinn er sýndur í beinni á Sýn og hefst klukkan 20. Skagamenn náðu forystu gegn Víkingum eftir 26 mínútur með marki Króatans Vjekoslav Svadumovic. 26.6.2007 19:48 Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. 25.6.2007 16:58 Atletico: Höfum ekkert heyrt í Liverpool Forseti Atletico Madrid hefur vísað fregnum um brottför framherjans Fernando Torres á bug, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. "Við höfum ekki fengið tilboð frá Liverpool eða öðrum í Torres. Hann er í sumarleyfi og kemur aftur til starfa þann 9. júlí," sagði Enrique Cerezo forseti. 25.6.2007 16:37 Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25.6.2007 13:08 Mánudagsslúðrið á Englandi Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda. 25.6.2007 12:18 Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. 25.6.2007 11:15 Playboy-dómari veldur fjaðrafoki í Brasilíu (myndasyrpa) Nokkuð fjaðrafok er nú í Brasilíu í kjölfar þess að þegar umdeildur knattspyrnudómari þar í landi hefur ákveðið að sitja fyrir nakinn í tímaritinu Playboy. Ana Paula Olivera er 29 ára gömul og komst í fyrirsagnir fyrir stuttu vegna dómgæslu sinnar í bikarkeppninni. Hún hefur nú skvett olíu á eldinn með þessu nýjasta útspili sínu. 25.6.2007 11:12 Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. 25.6.2007 11:01 Smith á leið til Boro? Nokkur bresku blaðanna fullyrða í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hafi fengið tilboð sitt í framherjann Alan Smith hjá Manchester United samþykkt. Boro er aðeins eitt fjölda liða sem orðuð hafa verið við kappann á síðustu vikum og talið er að Sunderland, Newcastle og Portsmouth séu öll tilbúin að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann. 25.6.2007 11:00 Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra. 25.6.2007 10:45 Forseti Venesúela eyddi 62 milljörðum í Copa America Keppnin um Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu, Copa America, hefst með látum í Venesúela annað kvöld með tveimur leikjum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun gera mótinu góð skil og verður með tvær beinar útsendingar strax fyrsta kvöldið þegar Úrúgvæ mætir Perú og heimamenn í Venesúela taka á móti Bólivíu. 25.6.2007 09:37 Bandaríkjamenn hömpuðu gullbikarnum Bandaríkjamenn sigruðu í nótt í keppninni um gullbikarinn eftir 2-1 sigrur á grönnum sínum Mexíkóum í úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Chicago en gullbikarinn er keppni Norður- og Mið-Ameríkuríkja auk þjóða úr karabíska hafinu. Andrés Guardado kom Mexíkóum yfir skömmu fyrir leikhlé en Landon Donovan jafnaði úr víti á 62. mínútu áður en Benny Feilhaber skoraði glæsilegt sigurmarkið tíu mínútum síðar. 25.6.2007 09:26 Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. 25.6.2007 09:03 Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. 25.6.2007 07:45 Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 25.6.2007 00:01 Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. 25.6.2007 00:01 Justin Timberlake heldur með Manchester United Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor. 24.6.2007 19:30 Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða? Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað." 24.6.2007 16:36 Sunnudagsslúðrið á Englandi Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent. 24.6.2007 15:34 Richardson íhugar að fara frá United Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu. 24.6.2007 15:18 Vieri orðaður við Tottenham Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður. 24.6.2007 15:14 Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. 24.6.2007 15:09 Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. 24.6.2007 12:43 Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. 24.6.2007 12:37 Benitez vill ekki lána Cisse Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum. 24.6.2007 12:29 Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. 24.6.2007 12:21 Valsmenn voru sjálfum sér verstir Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. 24.6.2007 08:00 Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar. 24.6.2007 00:01 Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. 23.6.2007 23:02 Valur lá fyrir Corke Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku. 23.6.2007 22:56 Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð. 23.6.2007 19:06 Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. 23.6.2007 18:56 Sjá næstu 50 fréttir
Recoba tæpur í kvöld Framherjinn Alvaro Recoba frá Inter Milan er tæpur í kvöld þegar lið hans Úrúgvæ mætir Perú í opnunarleik Copa America. Recoba er tognaður á vöðva aftan í hægri fæti en ekki verður tekin ákvörðun um þáttöku hans fyrr en rétt fyrir leik. Strax á eftir leik Úrúgvæ og Perú verður svo á dagskrá leikur heimamanna í Venesúela og Bólivíu. Báðir leikir eru sýndir beint á Sýn. 26.6.2007 11:29
Eriksson semur við Manchester City Manchester City hefur náð samkomulagi við knattspyrnustjórann Sven-Göran Eriksson um að taka við liðinu eftir langar viðræður. Reuters fréttastofan greindi frá þessu rétt í þessu. Eriksson var síðast þjálfari enska landsliðsins en tekur nú við City þar sem reiknað er með að Thaksin Shinawatra verði nýr eigandi innan skamms. 26.6.2007 11:21
Toure til Barcelona Barcelona fékk frekari liðsstyrk í morgun þegar liðið gekk frá kaupum á Fílstrendingnum Yaya Toure frá Mónakó í Frakklandi. Kaupverðið er 10 milljónir evra. Toure er yngri bróðir Kolo Toure hjá Arsenal og nú hefur Barcelona varið tæpum þremur milljörðum króna til leikmannakaupa og búist er við því að félagið festi kaup á Rúmenanum Christian Chievu hjá Roma fljótlega. 26.6.2007 11:16
Ísraelar fá liðsstyrk Innanríkisráðuneytið í Ísrael kom knattspyrnulandsliðinu þar í landi til hjálpar í gær með því að veita 2 knattspyrnumönnum ríkisborgararétt. Fyrir vikið verða þeir löglegir í byrjun sept. Þegar Ísraelar mæta Englendingum í undankeppni EM. Roberto Colautti (Argentínumaður) og Toto Tamuz (Nígeríumaður). 26.6.2007 11:14
United að bjóða í Eið Smára? Breska blaðið Daily Mirror fullyrðir í dag að Manchester ætli að bjóða 8 milljónir punda eða einn milljarð í landsliðsfyrirliðann Eið Smára Guðjohnsen hjá Barcelona. Þó verði ekki af kaupunum fyrr en United klárar að selja Alan Smith til Middlesbrough. Þá segir blaðið að félagið muni selja framherjann Giuseppe Rossi til Parma. 26.6.2007 11:10
Trezeguet framlengdi við Juventus Franski framherjinn David Trezeguet framlengdi í gær samning sinn við ítalska liðið Juventus til ársins 2011 og batt þar með enda á sögusagnir um að hann væri á leið til Arsenal á Englandi. Trezeguet hafði lengi verið ósáttur í herbúðum Juventus og lýsti því yfir á dögunum að hann ætlaði ekki að spila aftur með liðinu. Hann dró þó í land þegar honum voru boðin betri kjör. Hann hefur skorað 145 mörk á sjö árum hjá Juve. 26.6.2007 11:04
Tevez spenntur fyrir Arsenal Carlos Tevez viðurkennir að hann sé spenntur yfir áhuga Arsenal á sér. Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við Arsenal eftir að Thierry Henry var keyptur til Barcelona í gær. 26.6.2007 10:03
Viðar og Serbi í Fossvoginn Víkingur hefur gengið frá félagaskiptum við tvo leikmenn fyrir áframhaldandi átök í Landsbankadeild karla. Viðar Guðjónsson skrifaði í gær undir í Fossvoginum og verður hann kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn ÍA í kvöld. Viðar hætti hjá Fram á dögunum en hann leikur iðulega í stöðu miðjumanns. 26.6.2007 06:45
Liðum fækkað í riðlakeppninni UEFA hefur tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi undankeppni HM 2010. Alls berjast 53 þjóðir um þrettán laus Evrópusæti á HM í Suður-Afríku. Þjóðunum verður skipt upp í átta riðla þar sem sex þjóðir eru í öllum riðlum nema einum sem telur fimm þjóðir. Efsta þjóðin kemst beint á HM en átta lið fara í umspil. 26.6.2007 06:45
Fær hærri laun hjá Fylki en í Danmörku Peter Gravesen kom til Fylkis fyrir tveimur árum síðan og hefur átt sæti í liði félagsins síðan þá. Hann var lykilleikmaður hjá Herfølge í Danmörku áður en hann lenti í slagsmálum við samherja sinn og fékk samning sinn ekki endurnýjaðan í kjölfarið. 26.6.2007 06:30
Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. 26.6.2007 04:00
Blikar komnir í 2-0 Breiðablik hefur náð 2-0 forystu gegn grönnum sínum í HK í Kópavogsslagnum í Landsbankadeildinni. Kristján Óli Sigurðsson skoraði fyrsta mark Blika eftir aðeins 3 mínútur og það var svo Prince Ruben sem bætti við öðru marki liðsins eftir um klukkustundarleik. Staðan er því vænleg hjá þeim grænklæddu í leiknum sem sýndur er beint á Sýn. 26.6.2007 21:21
Skagamenn 2-0 yfir gegn Víkingi Skagamenn hafa yfir 2-0 gegn Víkingi þegar flautað hefur verið til leikhlés í leik liðanna á Víkingsvelli. Það var Vjekoslav Svadumovic sem skoraði bæði mörk Skagamanna. Breiðablik hefur yfir 1-0 gegn grönnum sínum í HK á Kópavogsvelli þar sem Kristján Óli Sigurðsson skoraði mark Blika eftir innan við þriggja mínútna leik eftir aukaspyrnu frá Arnari Grétarssyni. 26.6.2007 20:18
Breiðablik - HK í beinni á Sýn Grannaslagur Breiðabliks og HK í Landsbankadeild karla í kvöld er í meira lagi sögulegur því þetta er í fyrsta sinn sem liðin eigast við í efstu deild. Leikurinn er sýndur í beinni á Sýn og hefst klukkan 20. Skagamenn náðu forystu gegn Víkingum eftir 26 mínútur með marki Króatans Vjekoslav Svadumovic. 26.6.2007 19:48
Henry formlega orðinn leikmaður Barcelona Franski markahrókurinn Thierry Henry er nú formlega genginn í raðir Barcelona á Spáni frá Arsenal. Kaupverðið er 16,1 milljón punda eða 2 milljarðar króna. Henry stóðst læknisskoðun í Barcelona í dag og á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá hann taka við treyju sinni ásamt Joan Laporta forseta félagsins. 25.6.2007 16:58
Atletico: Höfum ekkert heyrt í Liverpool Forseti Atletico Madrid hefur vísað fregnum um brottför framherjans Fernando Torres á bug, en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Liverpool. "Við höfum ekki fengið tilboð frá Liverpool eða öðrum í Torres. Hann er í sumarleyfi og kemur aftur til starfa þann 9. júlí," sagði Enrique Cerezo forseti. 25.6.2007 16:37
Myndir af Thierry Henry í læknisskoðun hjá Barcelona Thierry Henry hefur staðist læknisskoðun hjá Barcelona og búið er að ganga frá öllum smáatriðum í samningi hans við félagið. Hann verður kynntur til leiks með treyju sína í hendi síðar í dag og verður svo kynntur formlega fyrir stuðningsmönnum liðsins. Kaupverðið á Henry er sagt vera 16,15 milljónir punda eða rúmir 2 milljarðar króna. 25.6.2007 13:08
Mánudagsslúðrið á Englandi Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er heitasta nafnið í bresku slúðurblöðunum í dag og ekki í fyrsta sinn. Vitað er að Liverpool hefur mikinn áhuga á að fá Torres í sínar raðir og Daily Star heldur því fram í dag að Atletico vilji fá Peter Crouch í skiptum fyrir Torres. Daily Telegraph segir að Liverpool muni hinsvegar kaupa hann beint fyrir hvorki meira né minna en 25 milljónir punda. 25.6.2007 12:18
Getafe ekki tilbúið að missa Schuster Forseti knattspyrnuliðsins Getafe á Spáni segist ekki ætla að gefast upp fyrr en í fulla hnefana þegar kemur að því að halda þjálfaranum Bernd Schuster áfram hjá félaginu. Schuster hefur verið nefndur sem eftirmaður Fabio Capello hjá Real Madrid. 25.6.2007 11:15
Playboy-dómari veldur fjaðrafoki í Brasilíu (myndasyrpa) Nokkuð fjaðrafok er nú í Brasilíu í kjölfar þess að þegar umdeildur knattspyrnudómari þar í landi hefur ákveðið að sitja fyrir nakinn í tímaritinu Playboy. Ana Paula Olivera er 29 ára gömul og komst í fyrirsagnir fyrir stuttu vegna dómgæslu sinnar í bikarkeppninni. Hún hefur nú skvett olíu á eldinn með þessu nýjasta útspili sínu. 25.6.2007 11:12
Eiður ætlar að berjast fyrir sæti sínu Eiður Smári Guðjohnsen segist ætla að halda áfram að berjast fyrir sæti sínu í liði Barcelona þó félagið sé við það að ganga frá samningi við framherjann Thierry Henry. Eiður segist ekki hafa heyrt neitt frá forráðamönnum félagsins. 25.6.2007 11:01
Smith á leið til Boro? Nokkur bresku blaðanna fullyrða í morgun að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough hafi fengið tilboð sitt í framherjann Alan Smith hjá Manchester United samþykkt. Boro er aðeins eitt fjölda liða sem orðuð hafa verið við kappann á síðustu vikum og talið er að Sunderland, Newcastle og Portsmouth séu öll tilbúin að greiða um 6 milljónir punda fyrir hann. 25.6.2007 11:00
Warnock: Ég myndi standa mig betur en Eriksson Neil Warnock, fyrrum þjálfari Sheffield United, segir að hann myndi án efa standa sig betur í starfi en Sven-Göran Eriksson ef hann fengi tækifæri til að taka við Manchester City. Svíinn hefur verið orðaður sterklega við félagið sem er nú á kafi í yfirtöku Thaksin Shinawatra. 25.6.2007 10:45
Forseti Venesúela eyddi 62 milljörðum í Copa America Keppnin um Suður-Ameríkubikarinn í knattspyrnu, Copa America, hefst með látum í Venesúela annað kvöld með tveimur leikjum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun gera mótinu góð skil og verður með tvær beinar útsendingar strax fyrsta kvöldið þegar Úrúgvæ mætir Perú og heimamenn í Venesúela taka á móti Bólivíu. 25.6.2007 09:37
Bandaríkjamenn hömpuðu gullbikarnum Bandaríkjamenn sigruðu í nótt í keppninni um gullbikarinn eftir 2-1 sigrur á grönnum sínum Mexíkóum í úrslitaleik. Leikurinn fór fram í Chicago en gullbikarinn er keppni Norður- og Mið-Ameríkuríkja auk þjóða úr karabíska hafinu. Andrés Guardado kom Mexíkóum yfir skömmu fyrir leikhlé en Landon Donovan jafnaði úr víti á 62. mínútu áður en Benny Feilhaber skoraði glæsilegt sigurmarkið tíu mínútum síðar. 25.6.2007 09:26
Henry: Barcelona er meira en knattspyrnufélag Framherjinn Thierry Henry mætti til Barcelona í gærkvöld þar sem hann mun að öllum líkindum skrifa undir fjögurra ára samning við félagið í kvöld ef hann stenst læknisskoðun. Henry sagði það ótrúlega tilfinninningu að koma á Nou Camp. 25.6.2007 09:03
Höfum ekkert heyrt frá Barcelona Koma Thierry Henry til Barcelona hefur glætt þeim sögusögnum að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið frá félaginu nýju lífi. Hann er sem fyrr orðaður við fjöldamörg félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem hann lék með Chelsea um árabil. Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, gat lítið sagt um framtíð hans. 25.6.2007 07:45
Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. 25.6.2007 00:01
Farið langt fram úr mínum björtustu vonum Skagamaðurinn Garðar Gunnlaugsson hefur verið að gera það afar gott með IFK Norrköping í sænsku 1. deildinni. Hann hefur skorað ellefu mörk í tíu leikjum með liðinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Annar íslenskur sóknarmaður er hjá liðinu, Stefán Þór Þórðarson, sem skoraði tvívegis í 3-1 sigri á Sirius í toppslag deildarinnar í vikunni. 25.6.2007 00:01
Justin Timberlake heldur með Manchester United Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkenndi nýlega að hann væri orðinn harður stuðningsmaður Manchester United eftir að Alan Smith gaf honum miða á leik United og West Ham í lokaumferðinni í ensku úrvalsdeildinni í vor. 24.6.2007 19:30
Kaka keyptur til Real fyrir 6,7 milljarða? Talsmaður miðjumannsins Kaka hjá AC Milan segir hann hreint ekki vera búinn að útiloka að ganga í raðir Real Madrid á Spáni í sumar. Hann segir leikmanninn kunna vel við sig í Mílanó, en segir spænska liðið þegar vera búið að gera Kaka tilboð "sem hann geti ekki hafnað." 24.6.2007 16:36
Sunnudagsslúðrið á Englandi Helgarblöðin á Englandi eru full af góðum slúðurfréttum og margar þeirra snúast um þá leikmenn sem mest hafa verið í umræðunni undanfarnar vikur. Þetta eru m.a. framherjarnir David Nugent, Nicolas Anelka, Fernando Torres og Darren Bent. 24.6.2007 15:34
Richardson íhugar að fara frá United Miðjumaðurinn Kieran Richardson hjá Manchester United segist ætla að hugsa málið vandlega á næstu leiktíð ef hann nær ekki að vinna sér fast sæti í liði Manchester United. Richardson náði ekki að festa sig í sessi á síðustu leiktíð en segist umfram allt vilja vera áfram hjá þeim rauðu. 24.6.2007 15:18
Vieri orðaður við Tottenham Ítalski framherjinn Christian Vieri sem síðast lék með Mónakó í Frakklandi er nú með lausa samninga og fregnir herma að enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hafi augastað á honum. Vieiri hefur auk þess verið orðaður við lið eins og Genoa, Torino og Napoli. Vieri er 34 ára gamall og gerði garðinn frægan með liðum eins og Inter og Lazio á árum áður. 24.6.2007 15:14
Villarreal hafnaði tilboði Atletico í Forlan Sky-fréttastofan greindi frá því í dag að spænska úrvalsdeildarliðið Villarreal hefði neitað 17 milljón evra kauptilboði Atletico Madrid í framherjann Diego Forlan auk þess að bjóða leikmanninn Mista með í kaupbæti. Forlan er sagður til sölu, en ekki á krónu minna en 23 milljónir evra. 24.6.2007 15:09
Henry verður kynntur til leiks annað kvöld Thierry Henry flýgur til Spánar í kvöld þar sem gengið verður frá smáatriðum í fjögurra ára samningi hans við Barcelona. Nái Barcelona að ganga frá kaupunum á honum frá Arsenal á morgun, fer hann svo í læknisskoðun og stefnt er á það að kynna hann formlega sem nýjan leikmann liðsins á Nou Camp annað kvöld. 24.6.2007 12:43
Messi fagnar komu Thierry Henry Argentinumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona segist fagna því að félagið sé að fá Thierry Henry í sínar raðir á morgun og hefur ekki áhyggjur af því að koma Frakkans komi til með að ógna sæti sínu í liðinu. Hann segir það undir Frank Rijkaard komið að finna pláss fyrir allar stjörnurnar í framlínu liðsins. 24.6.2007 12:37
Benitez vill ekki lána Cisse Rafa Benitez knattspyrnustjóri Liverpool segist ekki hafa áhuga á að lána framherjann Djibril Cisse frekar og vill heldur finna lið sem hefur áhuga á að kaupa hann. Cisse lék sem lánsmaður í heimalandi sínu Frakklandi síðasta vetur þar sem hann náði sér ágætlega á strik með Marseille eftir erfið meiðsli. Cisse á tvö ár eftir af samningi sínum við Liverpool, en hefur fótbrotnað tvisvar á síðustu þremur árum. 24.6.2007 12:29
Kanoute ætlar ekki að fara frá Sevilla Framherjinn Frederic Kanoute hjá nýkrýndum bikarmeisturum Sevilla á Spáni hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu og segist ætla að standa við þau tvö ár sem hann á eftir af samningi sínum. Nokkur félög á Englandi höfðu verið heit fyrir að fá hann í sínar raðir. 24.6.2007 12:21
Valsmenn voru sjálfum sér verstir Valur tapaði í gær fyrir írska liðinu Cork City, 2-0, á Laugardalsvellinum. Liðin mætast á nýjan leik á Írlandi um næstu helgi og ljóst að þar verður róður Valsliðsins afar þungur. Skelfileg mistök Valsmanna, bæði hjá markverði og í sókn, urðu liðinu að falli. 24.6.2007 08:00
Allra leiða leitað til að koma KR á rétta braut Jónas Kristinsson, formaður KR Sports, segir að stjórn félagsins leiti nú allra leiða til að leiða KR úr þeim ógöngum sem liðið er komið í eins og hann orðar það sjálfur. KR hefur einungis fengið eitt stig úr þeim sjö umferðum sem lokið er í Landsbankadeild karla það sem af er og situr langneðst á botni deildarinnar. 24.6.2007 00:01
Þriðji bikarinn í húsi hjá Sevilla Sevilla vann í kvöld sigur í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Getafe í úrslitaleik í Madríd. Það var markahrókurinn Fredi Kanoute sem skoraði sigurmark Sevilla eftir aðeins 10 minútna leik, en lét svo reka sig af velli undir lokin. Sevilla hafði áður unnið ofurbikarinn á Spáni og Evrópukeppni félagsliða. 23.6.2007 23:02
Valur lá fyrir Corke Valsmenn töpuðu 2-0 yfir írska liðinu Corke City í fyrri leik liðanna í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku. 23.6.2007 22:56
Valsmenn taka á móti Cork City í kvöld Valsmenn taka í kvöld á móti írska liðinu Cork City í fyrstu umferð Inter-Toto keppninnar í knattspyrnu. Þetta er fyrri leikur liðanna í keppninni og hefst hann klukkan 20 á Laugardalsvellinum. Síðari leikurinn fer fram á Írlandi eftir viku og þar sjá Valsmenn fram á erfitt verkefni þar sem írska liðið var taplaust á heimavelli á síðustu leiktíð. 23.6.2007 19:06
Bikarmeistarar krýndir á Spáni í kvöld Úrslitaleikurinn í spænska konungsbikarnum fer fram á Santiago Bernabeu í Madrid klukkan 20 í kvöld og verður sýndur beint á Sýn. Hér er á ferðinni slagur Sevilla og smáliðs Getafe. Mikil bjartsýni ríkir í herbúðum Sevilla fyrir leikinn en þar getur liðið tryggt sér annan bikar sinn á leiktíðinni með sigri. 23.6.2007 18:56