Fótbolti

Mexíkó lagði Brasilíu

Mexíkómenn fagna öðru marka sinna gegn Brasilíu í nótt
Mexíkómenn fagna öðru marka sinna gegn Brasilíu í nótt AFP
Óvænt úrslit urðu í B-riðli Copa America í nótt þegar Mexíkóar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Brasilíumenn 2-0 í síðari leik kvöldsins. Nery Castillo kom Mexíkó á bragðið með fallegu marki eftir 24 mínútur og Ramón Morales skoraði síðara markið beint úr aukaspyrnu fimm mínútum síðar. Þá vann Chile dramatískan sigur á Ekvador 3-2 eftir að lenda tvisvar undir í leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×