Fleiri fréttir

Jordan vann málið gegn Dowie

Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton.

Jaaskelainen neitar Bolton

Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997.

Ledley King þarf í hnéuppskurð

Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst.

Meistararnir byrja gegn Reading

Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar.

FH yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora.

FH komið í 2-0 í vesturbænum

Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15.

KR - FH í beinni á Sýn

Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram.

Öruggur sigur Vals á Víkingi

Valsmenn unnu í kvöld öruggan 3-1 sigur á Víkingi í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Helgi Sigurðsson skoraði tvö marka Vals, það fyrra úr víti og Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrsta mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir Víking með marki úr víti 15 mínútum fyrir leikslok.

Helgi Sig: Mikilvægt að halda í við FH

"Það er gaman að skora og ekki verra að vinna leikinn, því við vorum búnir að gera tvö jafntefli og alveg kominn tími á sigur," sagði markaskorarinn Helgi Sigurðsson í samtali við Sýn eftir leik Vals og Víkings í kvöld. Helgi skoraði tvívegis í leiknum.

Maggi Gylfa: Valur átti skilið að vinna

Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, viðurkenndi að lið Vals hefði átt skilið að sigra í leik liðanna í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann sagðist í samtali við Sýn hafa verið óhress með fyrsta mark Vals þar sem hann vildi meina að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Pálmi Rafn skoraði.

10 verstu leikmannakaup í sögu úrvalsdeildarinnar

Breska blaðið Sun birtir í dag lista sinn yfir 10 verstu leikmannakaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Listinn er nokkuð áhugaverður og gaman að sjá hvernig nokkrir af færustu knattspyrnustjórum Englands hafa keypt köttinn í sekknum.

Helmingur leikmanna notaði örvandi lyf

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Peter Neururer fullyrðir að allt að helmingur knattspyrnumanna í þýsku knattspyrnunni hafi notað örvandi lyf á árum áður. Neururer hefur þjálfað mörg lið í efstu deildum í Þýskalandi, þar á meðal Schalke og FC Köln.

David Villa: Ég vil vera áfram hjá Valencia

Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni.

Inter kaupir Suazo

Inter Milan var að ganga frá kaupum á framherjanum Davis Suazo frá Cagliari. Þessu greindi Massimo Cellino, forseti Cagliari, frá í dag. „Inter voru að gera frábær kaup, Suazo mun verða þeirra fyrsti kostur, hann er frábær leikmaður."

Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir

Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska slúðurpressan er full af safaríkum fréttum af leikmannamarkaðnum í dag og sem fyrr er mikið rætt um menn sem talið er víst að skipta muni um heimilisfang í sumar. Einn þeirra er framherjinn Darren Bent hjá Charlton, en Star segir að West Ham muni kaupa hann á 18 milljónir punda í sumar og greiða honum 80,000 pund í vikulaun.

Yfirtökutilboð í Blackburn á viðræðustigi

Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Blackburn hafa staðfest að félagið sé í viðræðum við bandaríska fjárfesta um yfirtöku í félaginu en segja að enn sé langt í land með að samningar náist. Blackburn-menn hafa verið í grunnviðræðum við fjárfesta í nokkra mánuði.

Styttist í ráðningu stjóra hjá Man City

Breska sjónvarpið telur sig hafa heimildir fyrir því að úrvalsdeildarfélagið Manchester City muni ganga frá ráðningu á nýjum knattspyrnustjóra innan viku. Juande Ramos, þjálfari Sevilla, og hollenski þjálfarinn Co Adriaanse eru sagðir efst á óskalista félagsins.

Smith gæti farið frá United

Framherjinn Alan Smith gæti farið frá Old Trafford í sumar ef hann fær ekki frekari staðfestingu á því að hann sé inni í myndinni með aðalliði Manchester United. Smith hefur ekki náð að vinna sér sæti í aðalliðinu síðan hann fótbortnaði illa á sínum tíma.

Saha verður klár í upphafi leiktíðar

Franski framherjinn Louis Saha hjá Manchester United mun ekki missa af fyrstu leikjunum í ensku úrvalsdelidinni á næstu leiktíð eins og haldið var fram í fréttum á dögunum. Umboðsmaður Saha segir þær fréttir ekki réttar og segir Saha verða klárann í slaginn í fyrsta leik. Hann er nú í endurhæfingu í Frakklandi eftir vel heppnaða hnéaðgerð í Bandaríkjunum.

Ármann Smári orðinn bestur

Stefán Gíslason er ekki lengur besti íslenski knattspyrnumaðurinn í Noregi ef mið er tekið af einkunnagjöf fjögurra stærstu fjölmiðlanna þar í landi. Ármann Smári Björnsson er nú kominn með hærri meðaleinkunn, 5,5. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Brann um helgina og fékk bestu dóma Íslendinga um helgina.

Zola telur enska knattspyrnu gjalda fyrir fjölda útlendinga

Ítalinn Gianfranco Zola telur ástæðuna fyrir því hversu illa enska landsliðinu gengur að vinna titla sé sú að of margir útlendingar spili í úrvalsdeildinni á Englandi. Zola, sem er fyrrverandi leikmaður Chelsea segir að Ítalir gætu kennt englendingum margt.

Var aldrei ætlunin að slá mann í andlitið

Aganefnd KSÍ felldi í gær þann dóm að þeir Tryggvi Guðmundsson úr FH og Fylkismaðurinn Valur Fannar Gíslason skyldu fá eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem þeir fengu í leik liðanna um helgina.

Alltaf minn fyrsti kostur að vera áfram hjá Celtic

Theodór Elmar Bjarnason var nýbúinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Celtic þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Samningurinn er til tveggja ára en Celtic getur bætt ári við hann kjósi félagið að gera það. Theodór var að verða samningslaus og höfðu mörg félög falist eftir kröftum hans.

Eggert frá út tímabilið

Framarar urðu fyrir miklu áfalli í leiknum gegn HK þegar Eggert Stefánsson meiddist illa. Í ljós hefur komið að Eggert er með slitið krossband og hann leikur því ekki meira á þessari leiktíð. Eggert hafði verið að spila vel í uppafi leiktíðar og náði ágætlega saman við Reynir Leósson. Spurning hver fær það verðuga verkefni að leysa Eggert af hólmi það sem eftir lifir sumars.

Tímabilið búið?

Alls er óvíst hvort Eiður Smári Guðjohnsen geti spilað með Barcelona í lokaleik spænsku deildarinnar. Eiður fékk slæmt högg á vinstra hnéð og neyddist til að snúa aftur til búningsherbergja. Ekki er ljóst hversu lengi Eiður verður frá en það ætti að koma í ljós eftir nánari skoðun.

3-0 fyrir Val

Valsmenn eru komnir í 3-0 gegn Víkingi á Laugardalsvellinum eftir rúmlega tíu mínútna leik í síðari hálfleik. Helgi Sigurðsson skoraði annað mark Valsmanna úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að skot Valsmanna fór í höndina á varnarmanni Víkinga og skoraði svo þriðja markið aðeins tveimur mínútum síðar eftir laglega skyndisókn. Þetta er fimmta mark Helga á leiktíðinni.

Valsmenn 1-0 yfir á Laugardalsvelli

Valsmenn hafa yfir 1-0 gegn Víkingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark Valsmanna í uppbótartíma eftir að liðið hafði verið með yfirburði á síðustu mínútunum. Bæði lið hefðu auðveldlega geta verið búin að ná forystunni áður en kom að marki Pálma, en leikmenn höfðu ekki heppnina með sér fyrir framan markið.

Valur - Víkingur í beinni í kvöld

Sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu hefst í kvöld með leik Vals og Víkings á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Valsmenn eru í öðru sæti deildarinnar en Víkingur í 3.-5. sæti. Valsmenn hafa aðeins unnið 1 af fyrstu 3 heimaleikjum sínum til þessa, en Víkingar hafa unnið báða útileiki sína.

Stáljöfur íhugar að kaupa Birmingham

Milljarðamæringurinn Lakshimi Mittal hefur nú verið kynntur til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi knattspyrnufélagsins Birmingham á Englandi. Mittal er fimmti ríkasti maður heims og er metinn á hátt í 20 milljarða punda. Hann er fæddur á Indlandi og komst til auðs í stáliðnaðinum.

Fegnir að vera lausir við Viduka

Stjórnarformaður Middlesbrough segir að þó félagið komi til með að sjá á eftir framherjanum Mark Viduka, hafi hann að hluta til orðið feginn þegar Viduka neitaði síðasta samningstilboði frá félaginu og ákvað að ganga í raðir Newcastle.

Samuel Eto´o ætlar ekki að fara fet

Framherjinn Samuel Eto´o segist alls ekki vera að íhuga að fara frá Barcelona í sumar og segist muni fagna því ef Thierry Henry gengi til liðs við félagið. Eto´o segist í samtali við Sky vera með samning við Barcelona og því geti liðið ekki losnað við hann þó það vildi.

Slúðrið á Englandi í dag

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er einn þeirra sem talað er um í bresku slúðurpressunni í dag og ekki í fyrsta skipti. Mirror talar um að Atletico Madrid muni koma af stað stríði milli Manchester United, Liverpool, Arsenal og Tottenham þegar það muni tilkynna að hann sé falur í næstu viku.

Solano framlengir við Newcastle

Perúmaðurinn Nolberto Solano hjá Newcastle hefur framlengt samning sinn við félagið um eitt ár. Solano spilaði stórt hlutverk hjá liðinu á síðustu leiktíð og hefur verið í herbúðum þess meira og minna allar götur síðan 1998. Hann er 32 ára gamall og átti stutt stopp hjá Aston Villa árið 2005.

Henry: Ég er ekki að fara til Barcelona

Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú fetað í fótspor umboðsmanns síns síðan í gær og neitar því alfarið að hann sé á leið til Barcelona eins og haldið var fram í franska blaðinu France Football í gær.

Middlesbrough hefur áhuga á Grétari

Sky Sports greinir frá því í dag að enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough sé að undirbúa tilboð í íslenska landsliðsmanninn Grétar Rafn Steinsson hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Sagt er að enska félagið hafi þegar gert fyrirspurn í leikmanninn og segir umboðsmaður Grétars að hann hafi mikinn áhuga á enska boltanum. Talið er að kaupvirðið yrði um 4 milljónir punda ef af kaupunum yrði.

Allardyce ósáttur við tafir í máli Joey Barton

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, er orðinn gramur yfir því hve illa gengur að ná 5,5 milljón punda kaupum félagsins á Joey Barton í gegn. Deilur standa yfir milli Newcastle og Manchester City vegna 300,000 punda klásúlu í samningi leikmannsins.

Tevez hefur áhuga á Inter

Argentínski framherjinn Carlos Tevez hjá West Ham segist hafa heyrt af því að Inter Milan á Ítalíu hafi áhuga á að fá sig í sínar raðir. Það þykir honum áhugavert þar sem fyrir hjá liðinu eru þrír af félögum hans í landsliðinu, þeir Hernan Crespo, Julio Cruz og Walter Samuel.

Til Djurgarden á reynslu í dag

Rúrik Gíslason heldur í dag til Svíþjóðar þar sem hann verður til reynslu hjá Djurgarden í nokkra daga. Sigurður Jónsson er þjálfari hjá félaginu en Rúrik er í leit að nýju félagi þar sem samningur hans við Charlton er að renna út.

Ég er kominn í rétta stöðu

Skagamenn innbyrtu sinn fyrsta sigur á sunnudagskvöld þegar KR kom í heimsókn. Bjarni Guðjónsson átti frábæran leik fyrir ÍA. Var sem kóngur á miðjunni, stýrði spili ÍA eins og hershöfðingi, sinnti varnarskyldunni vel og skoraði mark.

Tölfræðin ekki hliðholl KR

KR er aðeins með eitt stig í Landsbankadeildinni eftir fimm umferðir. KR er fimmtánda liðið sem nær svo slökum árangri síðan tíu lið byrjuðu að spila í efstu deild árið 1977. Þrettán þessara liða hafa fallið úr efstu deild og tíu þeirra hafa endað í tíunda sæti. Aðeins eitt lið hefur bjargað sér og það var ÍA árið 2006 en þá unnu Skagamenn leik númer sex og sjö.

Lítill áhugi hjá feitustu bitunum

Teitur Þórðarson situr á heitasta stólnum þegar staðan í Landsbankadeild karla er skoðuð. Vesturbæjarrisinn blundar vært á botni deildarinnar og háværar raddir heyrast nú um að nóg sé komið.

Makaay og Santa Cruz geta farið frá Bayern

Framherjarnir Roque Santa Cruz og Roy Makaay gætu báðir verið á förum frá Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar ef félagið nær að festa kaup á framherjanum Miroslav Klose frá Werder Bremen. Bayern á ekki sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð en forráðamenn félagsins láta það ekki stöðva sig í að kaupa leikmenn.

Umboðsmenn Henry æfir út í France Football

Umboðsmenn knattspyrnumannsins Thierry Henry hjá Arsenal íhuga málsókn á hendur France Football vegna fréttar sem blaðið birti í dag og hélt því fram að Henry hefði samþykkt að ganga í raðir Barcelona á Spáni. Umboðsmennirnir lýsa fréttinni sem bulli og ætla að leita réttar síns gegn franska blaðinu.

Trezeguet: Ég spila ekki lengur hjá Juventus

Franski framherjinn David Trezeguet hjá Juventus segist ekki ætla að halda áfram að leika með liðinu á næstu leiktíð þó það hafi tryggt sér sæti í A-deildinni á ný. "Það er ekki möguleiki á að ég verði áfram og viðræðum um það verður ekki haldið áfram," sagði Frakkinn í dag.

Sjá næstu 50 fréttir