Enski boltinn

Henry: Ég er ekki að fara til Barcelona

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Thierry Henry hjá Arsenal hefur nú fetað í fótspor umboðsmanns síns síðan í gær og neitar því alfarið að hann sé á leið til Barcelona eins og haldið var fram í franska blaðinu France Football í gær.

"Það er ekki hægt að stöðva þessa orðróma sem eru í gangi og það sem sagt hefur verið um mig undanfarið er allt á misskilningi byggt. Ég læt þetta þó ekki á mig fá og þetta er hvorki í fyrsta né síðasta skipti sem svona lagað verður skrifað um mig. Ég er hinsvegar enn leikmaður Arsenal, en ef eitthvða annað gerist - mun ég tjá mig um það," sagði Henry í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×