Enski boltinn

Slúðrið á Englandi í dag

Fáir leikmenn hafa verið í hringiðu slúðurblaðanna jafn reglulega og hinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid
Fáir leikmenn hafa verið í hringiðu slúðurblaðanna jafn reglulega og hinn ungi Fernando Torres hjá Atletico Madrid NordicPhotos/GettyImages

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Atletico Madrid er einn þeirra sem talað er um í bresku slúðurpressunni í dag og ekki í fyrsta skipti. Mirror talar um að Atletico Madrid muni koma af stað stríði milli Manchester United, Liverpool, Arsenal og Tottenham þegar það muni tilkynna að hann sé falur í næstu viku.

Nokkur bresku blaðanna halda því fram að Didier Drogba hjá Chelsea hafi látið í það skína að hann vilji reyna sig á Spáni eða á Ítalíu. Sammy Lee, stjóri Bolton, ætlar að gera kauptilboð upp á 1,5 milljónir punda í miðjumanninn Stephen Hunt hjá Reading - Daily Express.

David Moyes hjá Everton ætlar í samkeppni við Barcelona, Inter og Roma til að reyna að landa Yaya Toure, bróður Kolo Toure hjá Arsenal, fyrir um 8 milljónir punda. Hann er miðjumaður og spilar með Monaco. Þetta segir dagblaðið Mirror í dag og heldur því einnig fram að Real Zaragoza hafi augastað á varnarmanninum Philippe Senderos hjá Arsenal.

Chelsea er að kaupa ungstirnið Ben Gordon frá Leeds fyrir 1,5 milljon punda - Daily Express. Robbie Savage mun neita góðri kauphækkun sem hann fengið með því að ganga í raðir Sheffield United og ætlar að vera áfram hjá Blackburn - The Sun. Tottenham er í baráttu við Newcastle um að fá til sín vængmanninn Ludovic Guily sem sagður er á útsölu hjá Barcelona fyrir 1,5 milljón punda - Mirror.

Roy Keane hefur áhuga á að kaupa Alan Smith frá Manchester United - Daily Star. Sam Allardyce vill styrkja vörn Newcastle með því að kaupa þá Ben Tal frá Bolton, Sami Hyypia frá Liverpool, David Rozenhnal frá PSG og fyrirliðann Habib Beye frá Marseille - The Sun.

Þá hefur eigandinn George Gillett lofað Rafa Benitez að fá góða summu til leikmannakaupa hjá Liverpool í sumar - en bætir við að Spánverjinn fái ekki pening til að "eyða eins og drukkinn sjómaður" - Þetta kom fram í nokkrum bresku blaðanna í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×