Fleiri fréttir

Mancini vill fá Nasri fyrir miðvikudaginn

Roberto Mancini vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum á Samir Nasri frá Arsenal fyrir leik liðsins gegn Udinese í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á miðvikudaginn.

Modric ekki með gegn United

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að Luka Modric muni ekki spila með liðinu gegn Manchester United í kvöld.

Góðar fréttir af sjóbirtingsslóðum

Sjóbirtingurinn er mættur í flest öll vatnsföll sem SVFK hefur uppá að bjóða í nágrenni Kirkjubæjarklausturs. Greinilegt að rigningar sem voru á svæðinu í byrjun ágúst hefur skilað inn fyrstu göngunum.

Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn

Á vef veiðivatna má sjá nýjustu upplýsingar um veiði í vötnunum. Þó veiðin sé minni en í fyrra fiskast ennþá vel og er svo komið að 20.000 fiskar hafa veiðst í vötnunum hingað til.

Gæsaveiðin fer rólega af stað

Við höfum haft spurnir af nokkrum hópum gæsaveiðimanna sem fóru til veiða þann 20. ágúst þegar gæsaveiðin hófst. Flestir þeirra voru á Heiðagæs og voru menn að koma sér fyrir á morgun- og náttflugsstöðum um vestanvert hálendið.

Bikardrottningin í Valsliðinu

Valskonur urðu bikarmeistarar þriðja árið í röð eftir 2-0 sigur á KR í úrslitaleik á laugardaginn. Embla Sigríður Grétarsdóttir hefur þar með orðið bikarmeistari fimm ár í röð og hún jafnaði líka met Guðrúnar Sæmundsdóttur með því að vinna bikarinn í sjöu

Þórarinn Ingi: Hann er klókur kallinn

Þórarinn Ingi Valdimarsson var hetja Eyjamanna í 2-1 sigri á Keflavík á Hásteinsvellinum í gær. Þórarinn skoraði sigurmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok og Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig.

Haukur Helgi hjálpar liðinu á mörgum stöðum

Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza.

Leikur í Mexíkó stöðvaður vegna skotárásar

Stöðva þurfti viðureign Santos Laguna og Monarcas Morlia í efstu deildinni í Mexíkó á laugardag vegna skotárásar utan við leikvanginn. Komið var fram á 40. mínútu og leikurinn enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði og leikmenn forðuðu sér eins hratt og þeir gátu af vellinum.

Leonardo: Berbatov ekki til sölu

Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United.

Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni

GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik.

Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke

Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina.

Bale: Látum skotin dynja á De Gea

Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni.

Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni.

Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar

Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum.

Willum Þór: Gleymdum okkur í dekkun í eitt skipti

Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Keflvíkingar stjórnuðum leiknum nær allan fyrri hálfleikinn og byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteinsvellinum.

Hreinn: Eigum að þekkja stöðuna tíu á móti ellefu

„Þetta er virkilega svekkjandi, við héldum í 83 mínútur en síðan fór leikurinn,“ sagði Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs, en hann stýrði liðinu í kvöld þar sem Páll Viðar Gíslason var staddur erlendis.

Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea

Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda.

Gerir Man. Utd. lokatilboð í Sneijder?

Samkvæmt breskum miðlum ætlar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., að leggja fram lokatilboð í Wesley Sneijder frá Inter Milan.

Aron með tvö mörk þegar Kiel vann Schlecker-bikarinn

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri Kiel á AG kaupmannahöfn, 27-20, í úrslitaleik Schlecker-bikarsins sem er geysisterkt æfingamót þar sem tóku þátt mörg af bestu handboltaliðum Evrópu.

Mancini: Skil ekki hvernig þetta gat bara endað 3-2

Manchester City hefur byrjað tímabilið vel og er með sex stig og sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri liðsins, var líka sáttur í leikslok.

Þórsarar án þjálfarans og fjögurra lykilmanna á móti FH í dag

Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, mun ekki stjórna liði sínu í dag þegar það sækir FH-inga heima í Kaplakrikann í 16. umferð Pepsi-deildar karla. Páll Viðar er staddur út í Hollandi og þeir Halldór Ómar Áskelsson og Hreinn Hringsson stýra liðinu í stað hans.

Kolbeinn bjargaði stiginu fyrir Ajax

Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og enn var Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, á skotskónum, en Ajax gerði 2-2 jafntefli gegn Venlo.

Dani Alves næstur á innkaupalistanum hjá Rússunum

Dani Alves, hægri bakvörður Barcelona-liðsins, gæti verið á leiðinni til rússneska liðsins Anzhi FC en forráðamenn ætla að fylgja á eftir kaupunum á Samuel Eto'o með því að tæla líka Brasilíumanninn til Rússlands.

Wenger: Ekki möguleiki að ég gefist upp og fari frá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mátt þola óvenju harða gagnrýni á þessu ári. Arsenal mistókst að vinna titil sjötta árið í röð og Wenger hefur síðan verið að selja sína bestu menn án þess að kaupa sterka leikmenn í staðinn.

AGK mætir Kiel í úrslitaleiknum í Schlecker-bikarnum

AG Kaupmannahöfn vann tvo sigra í Schlecker-bikarnum í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik mótsins sem verður á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel sem unnu tvo örugga sigra í sínum leikjum.

Kasper Schmeichel fékk tvö gul spjöld fyrir að tefja

Kasper Schmeichel, sonur Peter Schmeichel og markvörður Leicester, fór illa að ráði sínu í 2-2 jafntefli Leicester á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í gær. Hann fékk nefnilega tvö gul spjöld fyrir að tefja leikinn og það á sömu mínútunni.

Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin

Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni.

Manchester City með fullt hús eftir sigur í markaleik í Bolton

Manchester City menn byrja tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 3-2 útisigur á Bolton í kvöld. City hefur því fengið sex stig og skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni og situr í toppsæti deildarinnar.

Wolves vann þægilegan sigur á Fulham

Wolves vann öruggan sigur á Fulham 2- 0 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Úlfarnir hafa byrjað virkilega vel á þessu tímabili og eru með fullt hús stiga eða 6 stig.

Sjá næstu 50 fréttir