Fleiri fréttir Leikur í Mexíkó stöðvaður vegna skotárásar Stöðva þurfti viðureign Santos Laguna og Monarcas Morlia í efstu deildinni í Mexíkó á laugardag vegna skotárásar utan við leikvanginn. Komið var fram á 40. mínútu og leikurinn enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði og leikmenn forðuðu sér eins hratt og þeir gátu af vellinum. 21.8.2011 23:45 Glæsimörk Boateng og Seedorf dugðu Milan gegn Juventus AC Milan og Juventus mættust í árlegum leik um Luigi Berlusconi-bikarinn á San Siro í Mílanó í kvöld. Kevin Prince-Boateng og Clarence Seedorf skoruðu glæsileg mörk í 2-1 sigri heimamanna. 21.8.2011 23:30 Leonardo: Berbatov ekki til sölu Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. 21.8.2011 22:45 Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik. 21.8.2011 22:26 Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. 21.8.2011 21:30 Bale: Látum skotin dynja á De Gea Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni. 21.8.2011 21:15 Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni. 21.8.2011 20:39 Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum. 21.8.2011 20:30 Willum Þór: Gleymdum okkur í dekkun í eitt skipti Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Keflvíkingar stjórnuðum leiknum nær allan fyrri hálfleikinn og byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteinsvellinum. 21.8.2011 20:29 Matthías: Það var bara spurning hvenær við myndum skora „Þetta byrjaði frekar hægt hjá okkur í kvöld en síðan fórum við að fá fullt af færum,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. 21.8.2011 20:28 Heimir: Vill meina að FH - liðið sé líka betra 11 gegn 11 „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, en þetta fór að ganga betur í þeim síðari,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. 21.8.2011 20:18 Hreinn: Eigum að þekkja stöðuna tíu á móti ellefu „Þetta er virkilega svekkjandi, við héldum í 83 mínútur en síðan fór leikurinn,“ sagði Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs, en hann stýrði liðinu í kvöld þar sem Páll Viðar Gíslason var staddur erlendis. 21.8.2011 20:08 Atli Viðar: Leikmenn stigu upp þegar við misstum mann af velli „Frábær 2-0 sigur og enn skemmtilegra þegar ég næ að gera bæði mörkin,“ sagði Atli Viða Björnsson, markaskorari FH , eftir leikinn. 21.8.2011 20:00 Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda. 21.8.2011 19:43 Gerir Man. Utd. lokatilboð í Sneijder? Samkvæmt breskum miðlum ætlar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., að leggja fram lokatilboð í Wesley Sneijder frá Inter Milan. 21.8.2011 19:00 Aron með tvö mörk þegar Kiel vann Schlecker-bikarinn Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri Kiel á AG kaupmannahöfn, 27-20, í úrslitaleik Schlecker-bikarsins sem er geysisterkt æfingamót þar sem tóku þátt mörg af bestu handboltaliðum Evrópu. 21.8.2011 18:17 Mancini: Skil ekki hvernig þetta gat bara endað 3-2 Manchester City hefur byrjað tímabilið vel og er með sex stig og sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri liðsins, var líka sáttur í leikslok. 21.8.2011 17:30 Phil Neville skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Everton Fyrirliði Everton, Phil Neville, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þá bláklæddu og verður því á Goodison Park til ársins 2013. 21.8.2011 16:45 Gary Neville: Landsliðsferillinn var algjör tímasóun Fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, Gary Neville, segir við enska fjölmiðla að landsliðið eigi enga möguleika á því að vinna til verðlauna næsta áratuginn. 21.8.2011 15:30 Þórsarar án þjálfarans og fjögurra lykilmanna á móti FH í dag Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, mun ekki stjórna liði sínu í dag þegar það sækir FH-inga heima í Kaplakrikann í 16. umferð Pepsi-deildar karla. Páll Viðar er staddur út í Hollandi og þeir Halldór Ómar Áskelsson og Hreinn Hringsson stýra liðinu í stað hans. 21.8.2011 15:00 Kolbeinn bjargaði stiginu fyrir Ajax Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og enn var Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, á skotskónum, en Ajax gerði 2-2 jafntefli gegn Venlo. 21.8.2011 14:46 Dani Alves næstur á innkaupalistanum hjá Rússunum Dani Alves, hægri bakvörður Barcelona-liðsins, gæti verið á leiðinni til rússneska liðsins Anzhi FC en forráðamenn ætla að fylgja á eftir kaupunum á Samuel Eto'o með því að tæla líka Brasilíumanninn til Rússlands. 21.8.2011 14:00 Wenger: Ekki möguleiki að ég gefist upp og fari frá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mátt þola óvenju harða gagnrýni á þessu ári. Arsenal mistókst að vinna titil sjötta árið í röð og Wenger hefur síðan verið að selja sína bestu menn án þess að kaupa sterka leikmenn í staðinn. 21.8.2011 13:30 Robbie Keane á skotskónum í fyrsta leiknum með LA Galaxy Það tók Robbie Keane aðeins 21 mínútu að opna markareikninginn sinn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt. Galaxy-liðið vann þá 2-0 sigur á San Jose. 21.8.2011 13:00 Oscar með þrennu þegar Brasilíumenn urðu heimsmeistarar Oscar var hetja Brasilíumanna í nótt þegar þeir tryggðu sér Heimsmeistaratitilinn hjá 20 ára landsliðum með því að vinna 3-2 sigur á Portúgal í úrslitaleiknum í Kólumbíu. 21.8.2011 11:30 Grétar Rafn: Aguero hefur þetta extra sem allir elska að horfa á Grétar Rafn Steinsson verður í sviðsljósinu í dag þegar Bolton tekur á móti Manchester City. Enska blaðið The Sun spurði íslenska bakvörðinn út í það hvernig honum litist á það að fá að glíma við Argentínumanninn Sergio Aguero. 21.8.2011 11:00 Fábregas: Ég var staðnaður hjá Arsenal og þurfti nýja áskorun Cesc Fábregas sagði í viðtali við Sjónvarpsstöð Barcelona-liðsins að hann sé kominn til Barcelona til þess að bæta sig sem fótboltamann. Fábregas vann titil í sínum fyrsta leik með Barca og brosti út að eyrum eftir leikinn. 21.8.2011 10:00 AGK mætir Kiel í úrslitaleiknum í Schlecker-bikarnum AG Kaupmannahöfn vann tvo sigra í Schlecker-bikarnum í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik mótsins sem verður á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel sem unnu tvo örugga sigra í sínum leikjum. 21.8.2011 09:00 Villas-Boas: Fólkið heimtar meistaratitil og við heyrum það vel Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, kenndi kvíða og spennu um það hversu illa gekk framan af leik í 2-1 sigri Chelsea á West Brom í gær en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. 21.8.2011 08:00 Kasper Schmeichel fékk tvö gul spjöld fyrir að tefja Kasper Schmeichel, sonur Peter Schmeichel og markvörður Leicester, fór illa að ráði sínu í 2-2 jafntefli Leicester á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í gær. Hann fékk nefnilega tvö gul spjöld fyrir að tefja leikinn og það á sömu mínútunni. 21.8.2011 07:00 Ingvar og Jónas dæmdu úrslitaleikinn á HM í Argentínu Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á HM 19 ára landsliða sem hefur farið fram í Argentínu síðustu daga. 21.8.2011 06:00 Umfjöllun: Atli Viðar með tvö mörk í lokin - enn vinnur FH manni færri FH bar sigur úr býtum gegn Þór, 2-0, á Kaplakrikavelli í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en FH var einum færri síðustu 40 mínútur leiksins. 21.8.2011 00:01 Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni. 21.8.2011 00:01 Manchester City með fullt hús eftir sigur í markaleik í Bolton Manchester City menn byrja tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 3-2 útisigur á Bolton í kvöld. City hefur því fengið sex stig og skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni og situr í toppsæti deildarinnar. 21.8.2011 00:01 Wolves vann þægilegan sigur á Fulham Wolves vann öruggan sigur á Fulham 2- 0 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Úlfarnir hafa byrjað virkilega vel á þessu tímabili og eru með fullt hús stiga eða 6 stig. 21.8.2011 00:01 Stoke jafnaði í uppbótartíma gegn Norwich Nýliðarnir í Norwich og Stoke City gerðu 1-1 jafntefli á Carrow Road, heimavelli Norwich, í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21.8.2011 00:01 Mancini: Ekkert félag hefur efni á Carlos Tevez Roberto Mancini, stjóri Manchester City, veit það vel að Carlos Tevez vill fara frá félaginu en hann ætlar ekki að selja hann á einhverju útsöluverði. Tevez er enn hjá félaginu og spilar kannski fyrsta leikinn sinn á tímabilinu þegar City heimsækir Bolton Wanderers á morgun. 20.8.2011 23:30 Van der Vaart: Tottenham getur spjarað sig án Luka Modric Hollendingurinn Rafael van der Vaart hefur ekki áhyggjur af því þótt að Tottenham selji Króatann Luka Modric til Chelsea. Van der Vaart skoraði eitt marka Tottenham í 5-0 sigri á Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni. 20.8.2011 22:45 HK vann fyrsta sigur sinn í sumar á Djúpmönnum Guðjóns Þórðarsonar HK er ekki alveg búið að gefa upp alla von um að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í fótbolta eftir glæsilegan 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á Kópavogsvellinum í dag. 20.8.2011 22:00 Gæsaveiðin hófst í dag Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum. 20.8.2011 21:53 Tungufljótið að lifna við Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. 20.8.2011 21:47 Haukur spilar á Spáni í vetur - verður í sömu deild og Jón Arnór Haukur Helgi Pálsson hefur samið við Manresa á Spáni og mun því spila í ACB-deildinni alveg eins og Jón Arnór Stefánsson sem samdi við CAI Zaragoza á dögunum. Þetta kemur fram á karfan.is 20.8.2011 21:30 Wenger: Þú getur eytt peningum en samt verið með lélegt lið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að vera jákvæður þrátt fyrir 0-2 tap fyrir Liverpool í dag og að liðið hans sé ekki enn búið að skora á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa spilað í 180 mínútur. 20.8.2011 21:00 Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina. 20.8.2011 20:30 Veigar Páll með fyrsta markið sitt fyrir Vålerenga Veigar Páll Gunnarsson var maðurinn á bak við 2-0 útisigur Vålerenga á Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20.8.2011 19:45 Sjá næstu 50 fréttir
Leikur í Mexíkó stöðvaður vegna skotárásar Stöðva þurfti viðureign Santos Laguna og Monarcas Morlia í efstu deildinni í Mexíkó á laugardag vegna skotárásar utan við leikvanginn. Komið var fram á 40. mínútu og leikurinn enn markalaus þegar dómari leiksins flautaði og leikmenn forðuðu sér eins hratt og þeir gátu af vellinum. 21.8.2011 23:45
Glæsimörk Boateng og Seedorf dugðu Milan gegn Juventus AC Milan og Juventus mættust í árlegum leik um Luigi Berlusconi-bikarinn á San Siro í Mílanó í kvöld. Kevin Prince-Boateng og Clarence Seedorf skoruðu glæsileg mörk í 2-1 sigri heimamanna. 21.8.2011 23:30
Leonardo: Berbatov ekki til sölu Brasilíumaðurinn Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá Paris Saint Germain, segir Dimitar Berbatov, leikmann Manchester United, ekki til sölu. Það hafi hann fengið að heyra í símtali en á hinum enda línunnar var Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri United. 21.8.2011 22:45
Ólafía Þórunn og Arnór Ingi Íslandsmeistarar í holukeppni GR-ingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Arnór Ingi Finnbjörnsson urðu í kvöld Íslandsmeistarar í holukeppni en mótið fór fram á Strandarvelli á Hellu. Arnór Ingi vann heimamanninn Andra Má Óskarsson úr GHR í úrslitaleik eftir bráðabana en Ólafía Þórunn vann Signýju Arnórsdóttur úr Keili í úrslitaleik. 21.8.2011 22:26
Raul: Ég er ekkert á leiðinni frá Shalke Framherjinn Raul, leikmaður Shalke, segir við þýska fjölmiðla að hann sé ekki á leiðinni frá félaginu, en orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Spánverjinn sé á leiðinni í ensku úrvalsdeildina. 21.8.2011 21:30
Bale: Látum skotin dynja á De Gea Leikmaður Tottenham Hotspurs, Gareth Bale, gefur það til kynna við enska fjölmiðla að leikmenn liðsins hafi fengið þau skilaboð frá Harry Redknapp, knattspyrnustjóra Tottenham, að skjóta að vild á David De Gea, markvörð Manchester United, þegar liðin mætast annað kvöld í ensku úrvalsdeildinni. 21.8.2011 21:15
Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni. 21.8.2011 20:39
Mourinho ætlar ekki að biðjast afsökunar Knattspyrnustjóri Real Madrid, Jose Mourinho, ætlar ekki að biðjast afsökunar á hegðun sinni eftir síðari leik spænska Ofurbikarsins gegn Barcelona, en Real Madrid þurfti að lúta í gras fyrir erkifjendunum. 21.8.2011 20:30
Willum Þór: Gleymdum okkur í dekkun í eitt skipti Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkur var nokkuð sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir 1-2 tap á móti ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. Keflvíkingar stjórnuðum leiknum nær allan fyrri hálfleikinn og byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur en það dugði þeim ekki til að taka stig á Hásteinsvellinum. 21.8.2011 20:29
Matthías: Það var bara spurning hvenær við myndum skora „Þetta byrjaði frekar hægt hjá okkur í kvöld en síðan fórum við að fá fullt af færum,“ sagði Matthías Vilhjálmsson, fyrirliði FH, eftir leikinn í kvöld. 21.8.2011 20:28
Heimir: Vill meina að FH - liðið sé líka betra 11 gegn 11 „Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik, en þetta fór að ganga betur í þeim síðari,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld. 21.8.2011 20:18
Hreinn: Eigum að þekkja stöðuna tíu á móti ellefu „Þetta er virkilega svekkjandi, við héldum í 83 mínútur en síðan fór leikurinn,“ sagði Hreinn Hringsson, aðstoðarþjálfari Þórs, en hann stýrði liðinu í kvöld þar sem Páll Viðar Gíslason var staddur erlendis. 21.8.2011 20:08
Atli Viðar: Leikmenn stigu upp þegar við misstum mann af velli „Frábær 2-0 sigur og enn skemmtilegra þegar ég næ að gera bæði mörkin,“ sagði Atli Viða Björnsson, markaskorari FH , eftir leikinn. 21.8.2011 20:00
Valencia búið að samþykkja að selja Mata til Chelsea Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata er á leiðinni til enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea eftir að Valencia samþykkti tilboð Chelsea í leikmanninn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá spænska félaginu en enskir miðlar segja kaupverðið í kringum 23,5 milljónir punda. 21.8.2011 19:43
Gerir Man. Utd. lokatilboð í Sneijder? Samkvæmt breskum miðlum ætlar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., að leggja fram lokatilboð í Wesley Sneijder frá Inter Milan. 21.8.2011 19:00
Aron með tvö mörk þegar Kiel vann Schlecker-bikarinn Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri Kiel á AG kaupmannahöfn, 27-20, í úrslitaleik Schlecker-bikarsins sem er geysisterkt æfingamót þar sem tóku þátt mörg af bestu handboltaliðum Evrópu. 21.8.2011 18:17
Mancini: Skil ekki hvernig þetta gat bara endað 3-2 Manchester City hefur byrjað tímabilið vel og er með sex stig og sjö mörk í fyrstu tveimur leikjunum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri liðsins, var líka sáttur í leikslok. 21.8.2011 17:30
Phil Neville skrifar undir nýjan tveggja ára samning við Everton Fyrirliði Everton, Phil Neville, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við þá bláklæddu og verður því á Goodison Park til ársins 2013. 21.8.2011 16:45
Gary Neville: Landsliðsferillinn var algjör tímasóun Fyrrverandi landsliðsmaður Englendinga í knattspyrnu, Gary Neville, segir við enska fjölmiðla að landsliðið eigi enga möguleika á því að vinna til verðlauna næsta áratuginn. 21.8.2011 15:30
Þórsarar án þjálfarans og fjögurra lykilmanna á móti FH í dag Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs, mun ekki stjórna liði sínu í dag þegar það sækir FH-inga heima í Kaplakrikann í 16. umferð Pepsi-deildar karla. Páll Viðar er staddur út í Hollandi og þeir Halldór Ómar Áskelsson og Hreinn Hringsson stýra liðinu í stað hans. 21.8.2011 15:00
Kolbeinn bjargaði stiginu fyrir Ajax Þrír leikir fóru fram í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og enn var Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, á skotskónum, en Ajax gerði 2-2 jafntefli gegn Venlo. 21.8.2011 14:46
Dani Alves næstur á innkaupalistanum hjá Rússunum Dani Alves, hægri bakvörður Barcelona-liðsins, gæti verið á leiðinni til rússneska liðsins Anzhi FC en forráðamenn ætla að fylgja á eftir kaupunum á Samuel Eto'o með því að tæla líka Brasilíumanninn til Rússlands. 21.8.2011 14:00
Wenger: Ekki möguleiki að ég gefist upp og fari frá Arsenal Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mátt þola óvenju harða gagnrýni á þessu ári. Arsenal mistókst að vinna titil sjötta árið í röð og Wenger hefur síðan verið að selja sína bestu menn án þess að kaupa sterka leikmenn í staðinn. 21.8.2011 13:30
Robbie Keane á skotskónum í fyrsta leiknum með LA Galaxy Það tók Robbie Keane aðeins 21 mínútu að opna markareikninginn sinn hjá Los Angeles Galaxy í bandarísku atvinnumannadeildinni í nótt. Galaxy-liðið vann þá 2-0 sigur á San Jose. 21.8.2011 13:00
Oscar með þrennu þegar Brasilíumenn urðu heimsmeistarar Oscar var hetja Brasilíumanna í nótt þegar þeir tryggðu sér Heimsmeistaratitilinn hjá 20 ára landsliðum með því að vinna 3-2 sigur á Portúgal í úrslitaleiknum í Kólumbíu. 21.8.2011 11:30
Grétar Rafn: Aguero hefur þetta extra sem allir elska að horfa á Grétar Rafn Steinsson verður í sviðsljósinu í dag þegar Bolton tekur á móti Manchester City. Enska blaðið The Sun spurði íslenska bakvörðinn út í það hvernig honum litist á það að fá að glíma við Argentínumanninn Sergio Aguero. 21.8.2011 11:00
Fábregas: Ég var staðnaður hjá Arsenal og þurfti nýja áskorun Cesc Fábregas sagði í viðtali við Sjónvarpsstöð Barcelona-liðsins að hann sé kominn til Barcelona til þess að bæta sig sem fótboltamann. Fábregas vann titil í sínum fyrsta leik með Barca og brosti út að eyrum eftir leikinn. 21.8.2011 10:00
AGK mætir Kiel í úrslitaleiknum í Schlecker-bikarnum AG Kaupmannahöfn vann tvo sigra í Schlecker-bikarnum í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik mótsins sem verður á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel sem unnu tvo örugga sigra í sínum leikjum. 21.8.2011 09:00
Villas-Boas: Fólkið heimtar meistaratitil og við heyrum það vel Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, kenndi kvíða og spennu um það hversu illa gekk framan af leik í 2-1 sigri Chelsea á West Brom í gær en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins í ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. 21.8.2011 08:00
Kasper Schmeichel fékk tvö gul spjöld fyrir að tefja Kasper Schmeichel, sonur Peter Schmeichel og markvörður Leicester, fór illa að ráði sínu í 2-2 jafntefli Leicester á móti Nottingham Forest í ensku b-deildinni í gær. Hann fékk nefnilega tvö gul spjöld fyrir að tefja leikinn og það á sömu mínútunni. 21.8.2011 07:00
Ingvar og Jónas dæmdu úrslitaleikinn á HM í Argentínu Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson hafa staðið sig mjög vel á HM 19 ára landsliða sem hefur farið fram í Argentínu síðustu daga. 21.8.2011 06:00
Umfjöllun: Atli Viðar með tvö mörk í lokin - enn vinnur FH manni færri FH bar sigur úr býtum gegn Þór, 2-0, á Kaplakrikavelli í dag í Pepsi-deild karla í knattspyrnu, en FH var einum færri síðustu 40 mínútur leiksins. 21.8.2011 00:01
Umfjöllun: Þórarinn tryggði ÍBV sigurinn í lokin Þórarinn Ingi Valdimarsson tryggði Eyjamönnum 2-1 sigur á Keflavík í fyrsta leik 16. umferðar Pepsi-deildar karla sem fór fram á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Eyjamenn minnkuðu þar með forskot KR á toppnum í eitt stig og ætla greinilega ekki að gefa neitt eftir í titilbaráttunni. 21.8.2011 00:01
Manchester City með fullt hús eftir sigur í markaleik í Bolton Manchester City menn byrja tímabilið vel í ensku úrvalsdeildinni því liðið vann 3-2 útisigur á Bolton í kvöld. City hefur því fengið sex stig og skorað sjö mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á leiktíðinni og situr í toppsæti deildarinnar. 21.8.2011 00:01
Wolves vann þægilegan sigur á Fulham Wolves vann öruggan sigur á Fulham 2- 0 í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag, Úlfarnir hafa byrjað virkilega vel á þessu tímabili og eru með fullt hús stiga eða 6 stig. 21.8.2011 00:01
Stoke jafnaði í uppbótartíma gegn Norwich Nýliðarnir í Norwich og Stoke City gerðu 1-1 jafntefli á Carrow Road, heimavelli Norwich, í annarri umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. 21.8.2011 00:01
Mancini: Ekkert félag hefur efni á Carlos Tevez Roberto Mancini, stjóri Manchester City, veit það vel að Carlos Tevez vill fara frá félaginu en hann ætlar ekki að selja hann á einhverju útsöluverði. Tevez er enn hjá félaginu og spilar kannski fyrsta leikinn sinn á tímabilinu þegar City heimsækir Bolton Wanderers á morgun. 20.8.2011 23:30
Van der Vaart: Tottenham getur spjarað sig án Luka Modric Hollendingurinn Rafael van der Vaart hefur ekki áhyggjur af því þótt að Tottenham selji Króatann Luka Modric til Chelsea. Van der Vaart skoraði eitt marka Tottenham í 5-0 sigri á Hearts í forkeppni Evrópudeildarinnar í vikunni. 20.8.2011 22:45
HK vann fyrsta sigur sinn í sumar á Djúpmönnum Guðjóns Þórðarsonar HK er ekki alveg búið að gefa upp alla von um að bjarga sér frá falli úr 1. deild karla í fótbolta eftir glæsilegan 3-0 sigur á BÍ/Bolungarvík á Kópavogsvellinum í dag. 20.8.2011 22:00
Gæsaveiðin hófst í dag Veiðitímabil á grágæs og heiðagæs hefst laugardaginn 20. ágúst. Veiðar á grágæs og heiðagæs hafa verið að aukast hin síðari ár. Þegar um 90% af veiðiskýrslum eru komnar inn fyrir árið 2010 þá er skráð heildarveiði á grágæs um 46.000 fuglar og á heiðagæs um 17.000 fuglar. Til samanburðar má skoða árið 2009 þar sem veiðin var samkvæmt veiðiskýrslum tæpar 60.000 grágæsir og um 20.000 heiðagæsir. Líklegt er að afkomubrestur hafi orðið hjá báðum þessum stofnum þar sem slæmt veður framan af spillti varpi á einhverjum svæðum. 20.8.2011 21:53
Tungufljótið að lifna við Svo virðist sem að líf sé að glæðast í Tungufljóti í Biskupstungum. Í gær komu 8 laxar á land á 4 stangir og skiptist þannig að allir veiðimenn fengu lax. 20.8.2011 21:47
Haukur spilar á Spáni í vetur - verður í sömu deild og Jón Arnór Haukur Helgi Pálsson hefur samið við Manresa á Spáni og mun því spila í ACB-deildinni alveg eins og Jón Arnór Stefánsson sem samdi við CAI Zaragoza á dögunum. Þetta kemur fram á karfan.is 20.8.2011 21:30
Wenger: Þú getur eytt peningum en samt verið með lélegt lið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, reyndi að vera jákvæður þrátt fyrir 0-2 tap fyrir Liverpool í dag og að liðið hans sé ekki enn búið að skora á nýju tímabili í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að hafa spilað í 180 mínútur. 20.8.2011 21:00
Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina. 20.8.2011 20:30
Veigar Páll með fyrsta markið sitt fyrir Vålerenga Veigar Páll Gunnarsson var maðurinn á bak við 2-0 útisigur Vålerenga á Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 20.8.2011 19:45