Fleiri fréttir

Tony Parker framlengdi um fjögur ár við San Antonio Spurs

Franski bakvörðurinn Tony Parker er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við San Antiono Spurs í NBA-deildinni í körfubolta og mun fá um 50 milljónir dollara, eða rúmlega 5,5 milljarða íslenskra króna, fyrir þessi fjögur ár.

Juventus vann AC Milan og Totti fékk rautt í sigri Roma

Juventus vann 2-1 útisigur á AC Milan í ítölsku A-deildinni í kvöld og er nú aðeins tveimur situgm á eftir AC Milan í 4. sæti deildarinnar. Roma vann 2-0 sigur á Lecce í hinum leik dagsins en Francesco Totti, fyrirliði Roma, fékk að líta rauða spjaldið þrettán mínútum fyrir leikslok.

Messi og Villa skoruðu báðir tvö mörk í stórsigri á Sevilla

Lionel Messi og David Villa skoruðu báðir tvö mörk fyrir Barcelona í kvöld sem vann 5-0 storsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Messi kom Barcelona í 1-0 eftir aðeins fjórar mínútur og það var aldrei vafi um sigur Börsunga ekki síst eftir að þeir urðu manni fleiri í lok fyrri hálfleiks.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk á síðustu átta mínútunum

Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk fyrir Real Madrid á síðustu átta mínútunum og sá til þess að liðið vann 3-1 sigur á Hércules í kvöld og hélt toppsætinu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Real Madrid lenti 0-1 snemma leiks en Hércules vann óvæntan 2-0 sigur á Barcelona á dögunum.

Andy Carroll þarf að lesa sögur fyrir börn fyrirliðans

Andy Carroll hefur fengið verkefni hjá Kevin Nolan, fyrirliða Newcastle, á meðan hann gistir á heimili hans. Caroll hefur þurft að vera undir verndarvæng Nolan samkvæmt ákvörðun dómara en gömul kærasta hefur kært sóknarmanninn fyrir líkamsárás.

Arsene Wenger: Það er alltaf léttir að skora sigurmark á 88. mínútu

„Þegar þú skorar ekki sigurmarkið fyrr en tveimur mínútum fyrir leikslok þá er það alltaf léttir," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir 1-0 sigur á West Ham á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Alex Song skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu.

Man. United vann Tottenham og er áfram fimm stigum á eftir Chelsea

Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham á Old Trafford í kvöld og komst um leið upp að hlið Arsenal í öðru til þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Nani kom að báðum mörkum United í leiknum, lagði upp það fyrra og skoraði það síðara.

Carlo Ancelotti: Við vorum heppnir

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, viðurkenndi að sínir menn hafi haft heppnina með sér í 2-1 sigri á Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni í dag. Chelsea lenti 0-1 undir en Nicholas Anelka jafnaði leikinn og Branislav Ivanovic tryggði síðan Chelsea öll þrjú stigin með marki sjö mínútum fyrir leikslok.

Stelpurnar töpuðu fyrir 20 ára liði Norðmanna

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun, 22-24, á móti 20 ára liði Norðmanna í Mýrinni í Garðabæ dag í fyrri æfingaleik liðanna af tveimur.

Slavica tryggði Hamar sigur á Íslandsmeisturunum

Hamar vann þriggja stiga sigur á KR, 79-76, í æsispennandi og dramatískum leik í Hveragerði í Iceland Express deild kvenna í dag. Snæfell vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið vann 66-50 sigur á botnliði Fjölnis.

Nýr langtímasamningur við Jack Wilshere í fæðingu

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er bjartsýnn að Jack Wilshere skrifi fljótlega undir nýjan langtímasamning við félagið en þessi 18 ára strákur hefur staðið sig frábærlega á tímabilinu til þessa.

Aron og Hermann með í sigurleikjum í ensku b-deildinni

Íslendingaliðin Coventry og Portsmouth unnu bæði leiki sína í ensku b-deildinni í dag en Queens Park Rangers gerði enn eitt jafnteflið. Reading lék án íslenskra leikmanna í dag en náði að vinna ótrúlega 4-3 sigur eftir að hafa lent 1-3 undir.

Chelsea og Arsenal bæði með sigurmörk á lokamínútunum

Chelsea er áfram með fimm stiga forskot á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 útisigur á Blackburn í dag. Branislav Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea sjö mínútum fyrir leikslok en Alexandre Song tryggði Arsenal einnig sigur á West Ham með marki í lokin. Manchester City tapaði hinsvegar fyrir Wolves.

Redknapp: United er ekki sama lið án Ronaldo og Rooney

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur reynt að tala sjálfstraust í sína menn fyrir leikinn við Manchester United í dag með því að segja að lærisveinar Sir Alex Ferguson séu nú veikara lið eftir að þeir seldu Cristiano Ronaldo og með Wayne Rooney meiddann.

Sölvi Geir Ottesen tryggði FCK sigur í uppbótartíma

Sölvi Geir Ottesen tryggði FC Kaupmannahöfn 3-2 sigur á Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sölvi Geir kom inn á sem varamaður á 82. mínútu í stöðunni 1-1 en sigurmark hans kom síðan í uppbótartíma.

Ancelotti: Ashley Cole er besti vinstri bakvörður í heimi

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segir að Ashley Cole sé ekki á listanum yfir 23 bestu knattspyrnumenn heims fyrir árið 2010 af því að hann er varnarmaður. Ancelotti segir að Ashley Cole sé besti vinstri bakvörður í heimi og ætti að vera fyrirmynd fyrir alla upprennandi fótboltamenn.

Eiður Smári áfram á varamannabekknum hjá Tony Pulis

Eiður Smári Guðjohnsen fær ekki tækifæri í byrjunarliði Stoke í ensku úrvalsdeildinni í dag en Tony Pulis, stjóri Stoke, hefur ákveðið að treysta á þá Kenwyne Jones og Tuncay Sanli í framlínu sinni.

Mancini ósáttur með partístand fjögurra leikmanna City

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur oftar en ekki gagnrýnt drykkjumenninguna í Bretlandi og ítalski stjórinn var ekki sáttur þegar upp komst um partístand fjögurra hans leikmanna aðfaranótt þriðjudagsins.

Hernandez gæti haldið Rooney út úr liðinu hjá United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur varað Wayne Rooney við því að hann geti ekkert labbað inn í byrjunarlið liðsins þegar hann snýr aftur eftir meiðslin. Dimitar Berbatov hefur byrjað tímabilið vel og Javier Hernandez er búinn að slá í gegn í fjarveru Rooney með því að skora þrisvar í síðustu tveimur leikjum.

NBA: Miami vann öruggan sigur á Orlando í Flórída-uppgjörinu

Miami Heat vann sannfærandi 26 stiga sigur á nágrönnum sínum í Orlando Magic í fyrsta heimaleik Miami með ofurþríeykið innanborðs. Los Angeles Lakers liðið sá til þess að þjálfarinn Phil Jackson vann sinn 1100. leik í NBA og er Lakers ósigrað eins og Atlanta Hawks, New Orleans Hornets, Oklahoma City Thunder Golden State Warriors og New Jersey Nets sem unnu öll líka í nótt.

Verður spilandi aðstoðarþjálfari og lögfræðingur á Selfossi

Selfyssingar eru duglegri á leikmannamarkaðnum eftir fall úr úrvalsdeild en þeir voru fyrir leiktíðina í úrvalsdeildinni. Í gær nældi félagið í varnarmanninn sterka Auðun Helgason, sem skrifaði undir eins árs samning og verður spilandi aðstoðarþjálfari.

Júlíus: Vitum að þetta verður erfitt

Júlíus Jónasson á von á tveimur mjög erfiðum leikjum þegar að Ísland mætir svokölluðu „B-landsliði“ Noregs í Mýrinni í Garðabæ um helgina.

Bayern lagði Freiburg

Bayern virðist komið aftur á skrið í þýsku úrvalsdeildinni eftir heldur slæma byrjun á tímabilinu í haust.

Hörður: Það er ekki hægt að afskrifa okkur

„Þetta hafðist hérna í restina en við gerðum þetta allt of erfitt fyrir okkur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld.

Hrafn: Komum allt of hátt stemmdir inn í leikinn

„Ég nánast skammast mín fyrir það hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld en hann var allt annað en ánægður með sína menn.

Guðjón: Stjórnuðum leiknum allan tíman

„Ég er virkilega ánægður með þennan leik hjá okkur og ég sá mikil batamerki á spilamennsku okkar,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í gær.

Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR

Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór.

Keflavík lagði KR

Keflavík vann góðan sigur á KR í Iceland Express-deild karla en Grindavík er enn ósigrað á toppi deildarinnar.

Mancini: Tevez hefur ekki sagt mér að hann sé með heimþrá

Stuðningsmenn Man. City hafa miklar áhyggjur af því að Argentínumaðurinn Carlos Tevez muni hverfa á braut frá félaginu. Enskir fjölmiðlar hafa verið duglegir að flytja fréttir af því að Tevez sé með mikla heimþrá og það muni leiða til þess að hann fari frá félaginu.

Sjá næstu 50 fréttir