Fleiri fréttir

Ronaldinho valinn í landsliðið á nýjan leik

Mano Menezes, landsliðsþjálfari Brasilíu, stóð við stóru orðin og valdi Ronaldinho á nýjan leik í landsliðið sem mætir Argentínu í vináttulandsleik í næsta mánuði.

Auðun verður spilandi aðstoðarþjálfari á Selfossi

Varnarmaðurinn Auðun Helgason fann sér nýtt félag í dag er hann skrifaði undir eins árs samning við 1. deildarlið Selfoss. Ásamt því að spila með liðinu verður Auðun aðstoðarþjálfari en þjálfari liðsins er Logi Ólafsson.

Jovanovic þakkar stuðningsmönnum Liverpool

Serbinn Milan Jovanovic hjá Liverpool er afar þakklátur stuðningsmönnum félagsins sem hafa stutt liðið dyggilega þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu.

Baldvin Þorsteinsson til liðs við FH

Baldvin Þorsteinsson, sem leikið hefur með handknattleiksliði Vals síðustu ár, er genginn til liðs við FH og verður með Hafnarfjarðarliðinu í N1 deild karla í vetur.

Ranieri óttast ekki um starf sitt

Þó svo ítalskir fjölmiðlar keppist við að greina frá því að Claudio Ranieri verði rekinn frá Roma fyrr frekar en síðar heldur þjálfarinn því enn fram að hann sé öruggur í starfi.

Mourinho er faðir Real Madrid-fjölskyldunnar

Cristiano Ronaldo er duglegur að lýsa því yfir hversu gott lífið sé hjá Real Madrid þessa dagana. Hann segir fína fjölskyldustemningu ríkja og segir að José Mourinho sé faðir Real Madrid-fjölskyldunnar.

Alonso getur orðið meistari í næsta móti

Fernando Alonso er eini ökumaðurinn af þeim sem fimm eiga möguleika á meistaratitlinum sem getur orðið heimsmeistari í Formúlu 1 í næsta móti. Aðeins tvö mót eru eftir á keppnistímabilinu.

Brynjar: Búið að pumpa upp Keflvíkingana

Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR sækja Keflvíkinga heim í Iceland Express deild karla í kvöld en þrátt fyrir að KR sé búið að vinna 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni er Brynjar ekki sáttur með spilamennskuna. Hann var í viðtali fyrir leikinn inn á heimasíðu KR.

Búið að draga í 16 liða úrslit Eimskipsbikarsins í handbolta

Það var dregið í Eimskipsbikarnum í handbolta í hádeginu en framundan eru leikir í í 16 liða úrslitum karla og kvenna. Valsliðin drógust saman í karlaflokki en stórleikurinn er á milli N1 deildar liða Akureyrar og Aftureldingar. Í kvennaflokki eru þrjár viðureignir á milli liða í N1 deild kvenna.

Jermain Defoe ætlar sér að spila Arsenal-leikinn

Jermain Defoe, framherji Tottenham, hefur sett sér markmið í endurhæfingu sinni eftir ökklameiðsli sem áttu að halda honum frá þar til í desember. Defoe ætlar sér að ná nágrannaslagnum við Arsenal sem fer fram á Emirates-vellinum 20. nóvember.

Keflvíkingar fá tvöfaldan liðstyrk fyrir KR-leikinn í kvöld

Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir átök kvöldsins þegar KR kemur í heimsókn í 5. umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur fengið tvöfaldan liðstyrk því auk þess að Serbinn Lazar Trifunovic er orðinn löglegur þá mun Valentino Maxwell spila á ný eftir langvinn meiðsli.

Wayne Rooney missir af Manchester-slagnum

Wayne Rooney verður lengur frá en áður var talið en Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, greindi frá því í útvarpsviðtali í morgun að ökklameiðsli Rooney séu það slæm að hann snú ekki aftur fyrr en í seinni hluta nóvember-mánaðar.

Maradona spenntur fyrir að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni

Diego Maradona sagði í viðtali við Sky Sports að hann sé mjög spenntur fyrir því að fá tækifæri til að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Maradona er að leita sér að nýju starfi eftir að hann hætti með argentínska landsliðið eftir HM.

Raikkönen ekki í Formúlu 1 2011

Umboðsmaður Kimi Raikkönen segir að hann keppi ekki í Formúlu 1 á næsta ári, en nokkur umræða hefur verið um að hann mætti í slaginn aftur. Um tíma var mikil umfjöllun um möguleika hans á sæti hjá Renault, en hann eyddi þeim hugmyndum fyrir nokkru.

Cristiano Ronaldo: Rooney nær sér aftur á strik

Cristiano Ronaldo, fyrrum félagi Wayne Rooney hjá Manchester United, er viss um að enski landsliðsframherjinn nái sér aftur á strik eftir erfiðar vikur innan sem utan vallar. Rooney á enn eftir að spila sinn fyrsta leik síðan að hann skrifaði undir nýjan fimm ára samning.

NBA: Orlando vann auðveldan sigur í frumraun John Wall

Orlando Magic vann alla leiki sína stórt á undirbúningstímabilinu og byrjaði tímabilið síðan á 29 stiga sigri á Washington Wizards, 112-83, í NBA-deildinni í nótt. Utah Jazz vann líka alla undirbúingsleiki sína en tapaði öðrum leiknum á tímabilinu á heimavelli fyrir Phoenix Suns.

Í mér blundar KR-ingur

KR-ingar leystu markvarðavandræði sín í gær þegar Hannes Þór Halldórsson skrifaði undir fjögurra ára samning við KR. Hann hefur leikið með Fram síðustu fjögur ár við fínan orðstír en hefur nú tekið þeirri áskorun að spila fyrir KR.

KSÍ vill halda Sigurði

Flest bendir til þess að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði áfram þjálfari A-landsliðs kvenna en núverandi samningur hans við Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, rennur út um áramótin.

Nani hefur trú á Anderson

Nani hefur trú á því að Brasilíumaðurinn Anderson, liðsfélagi hjá Manchester United, eigi eftir að sýna sitt rétta andlit hjá félaginu.

Leikmenn Roma orðaðir við Manchester United og Liverpool

Tveir leikmennn ítalska liðsins Roma gætu verið á leiðinni í ensku úrvalsdeildina ef marka má fréttir ítalska blaðsins Il Corriere dello Sport. Þetta eru landsliðsmennirnir Daniele De Rossi og Mirko Vucinic.

Mawejje til reynslu hjá Molde

Úgandamaðurinn Tonny Mawejje er nú til reynslu hjá norska úrvalsdeildarfélaginu Molde. Það er Fótbolti.net sem greinir frá þessu.

Gilbert sér ekki eftir neinu

Dan Gilbert, eigandi NBA-liðsins Cleveland Cavaliers, sér alls ekkert eftir því að hafa hraunað yfir LeBron James er hann ákvað að yfirgefa Cleveland fyrir Miami.

Magnús stigahæstur í sigurleik

Magnús Þór Gunnarsson var stigahæstur leikmanna Aabyhoj IF er liðið vann níu stiga sigur á Horsholm 79ers í dönsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld, 69-60.

Stig Töfting: Stefán Gíslason er fórnarlamb

Stig Töfting, sérfræðingur Canal 9 sjónvarpsstöðvarinnar, skilur ekki meðferð Bröndby á íslenska miðjumanninum Stefáni Gíslasyni. Stefán fær ekkert að spila hjá danska úrvalsdeildarliðinu en hann er með samning til ársins 2012.

Tony Pulis lét veikan Kenwyne Jones byrja frekar en Eið Smára

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki enn fengið að byrja leik með Stoke City síðan að hann kom til liðsins í lok ágústmánaðar og íslenski landsliðsmaðurinn var enn á ný á bekknum þegar liðið tapaði 1-3 á móti West ham í enska deildarbikarnum í vikunni.

Ronaldo skoraði í fyrsta sinn í tvo mánuði

Brasilíumaðurinn Ronaldo skoraði langþráð mark fyrir lið sitt í nótt en þessi markahæsti leikmaður á HM frá upphafi var búinn að bíða í næstum tvo mánuði eftir marki. Ronaldo skoraði mark Corinthians í 1-1 jafntefli á móti Flamengo í brasilísku deildinni.

Björgvin Karl þjálfar kvennalið KR næsta sumar

Björgvin Karl Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari KR í Pepsi-deild kvenna í fótbolta og mun hann taka við liðinu af Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur. Björgvin Karl skrifaði undir þriggja ára samning en þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR.

Formúlu 1 kóngurinn Ecclestone 80 ára og ekki á leið á efirlaun

Bernie Ecclestone sem oft virðist ráða öllu varðandi Formúlu 1 fagnar 80 ára afmæli sínu í dag, en hann er einn ríkasti maður Bretlands, eftir að hafa breytt Formúlu 1 í eitt vinsælasta sjónvarpsefni heims. Það besta við háan aldur segir Ecclestone að sé að hræðslan við lífstíðarfangelsi er ekki eins sterk og áður vegna aldurs, en hann er mikill húmoristi.

Kuyt gæti spilað á móti Chelsea

Dirk Kuyt vonast til þess að geta spilað á ný með Liverpool þegar liðið tekur á móti toppliði Chelsea á Anfield um þar næstu helgi. Kuyt hefur verið frá síðan í byrjun mánaðarins eftir að hafa meiðst í leik með hollenska landsliðinu en í fyrstu var búist við því að hann yrði frá í heilan mánuð.

Logi verður ekki með gegn Austurríki

Íslenska handboltalandsliðið varð fyrir áfalli í dag þegar ljóst varð að Logi Geirsson getur ekki leikið með liðinu gegn Austurríki á laugardag.

Hannes Þór búinn að semja við KR

Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er farinn frá Fram og skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við KR. Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu í nokkurn tíma og eru nú loks staðfest.

Javier Hernandez var næstum því hættur í fótbolta árið 2009

Javier Hernandez er nýjasta stjarnan á Old Trafford eftir að hafa tryggt Manchester United sigur í síðustu tveimur leikjum og skorað sex mörk í fyrstu ellefu leikjum sínum með United. Faðir Javier Hernandez sagði The Sun frá því að hann strákurinn hafi næstum því valið viðskiptanám yfir fótboltann fyrir tveimur árum.

Sjá næstu 50 fréttir