Fleiri fréttir

Cesc Fábregas: Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik 4-1

Cesc Fábregas sagði í viðtölum við fjölmiðla, eftir stórtap heimsmeistarana í vináttuleik á móti Argentúinu í Buenos Aires í gær, að spænska liðið hafi ekki átt skilið að tapa svona stórt.Þetta var stærsta tap spænska liðsins í áratug og aðeins þriðja tap Spánverja í síðustu 58 leikjum.

Hleb byrjar ferilinn hjá Birmingham á meiðslalistanum

Aleksandr Hleb, nýi miðjumaðurinn hjá Birmingham City, mun ekki spila sinn fyrsta leik með liðinu á sunndaginn þegar Birmingham mætir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Fyrirliði Hvít-Rússa meiddist í leik með landsliði sínu í undankeppni EM í gær.

Luis Scola búinn að vera óstöðvandi með Argentínu á HM

Argentínumaðurinn Luis Scola hefur farið á kostum á HM í körfubolta í Tyrklandi og á stóran þátt í því að Argentínumenn eru komnir alla leið í átta liða úrslit þrátt fyrir að vera án heimsklassaleikmanns eins og Manu Ginoboli.

Kuyt ætlar að reyna að ná Evrópuleiknum á móti sínu gamla liði

Dirk Kuyt er ákveðinn í því að ná að spila Evrópuleikinn á móti sínum gömlu felögum í FC Utrecht en leikurinn fer fram í Hollandi 30. september. Kuyt meiddist illa á öxl á æfingu hollenska landsliðsins og átti af þeim sökum að vera frá í fjórar vikur.

Skoska sambandið biður Liechtenstein afsökunar á baulinu

Skoska knattspyrnusambandið hefur fordæmt framkomu stuðningsmanna sinna í gær sem bauluðu á þjóðsögn Liechtenstein fyrir leik við Skotland á Hampden í gær. Þjóðsöngur Liechtenstein notar sama lag og "God Save The Queen", þjóðsöngur Breta, og það átti örugglega stóran þátt í viðbrögðum heimamanna í stúkunni.

Ísland getur ekki mætt Englandi eða Spáni í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið verður í neðri styrkleikaflokknum þegar það verður dregið í umspilið fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku á næsta ári. Drátturinn fer fram fyrir hádegi á föstudaginn en styrkleikaröðunin var gefin út á heimasíðu UEFA í dag.

Keflavíkurliðin á leiðinni til Danmerkur um næstu helgi

Karla og kvenna-lið Keflavíkur í körfuboltanum ætla að undirbúa sig fyrir tímabilið í Iceland Express deildunum í vetur með því að fara bæði í æfingaferð til Danmerkum um næstu helgi. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.

Gérard Houllier búinn að gera þriggja ára samning við Aston Villa

Gérard Houllier hefur samþykkt þriggja ára samning um að gerast knattspyrnstjóri Aston Villa samkvæmt frétt hjá Guardian en enskir miðlar höfðu fyrir nokkru birt fréttir um að allt stefndi í það að þessi fyrrum stjóri Liverpool snéri aftur í ensku úrvalsdeildina.

Vináttuleikur fyrir Spán - úrslitaleikur fyrir Argentínu

Spænsku fjölmiðlarnir gerðu ekki alltof mikið út skelli heimsmeistaraliðs Spánverja á móti Argentínu í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Argentína var komið í 3-0 eftir 34 mínútur og vann leikinn á endanum 4-1.

Svartfellingar sannkallaðir þjálfarabanar

Svartfjallaland hefur byrjað undankeppni EM 2012 vel með sigrum á Wales og Búlgaríu en það sem meira er að sigrar þeirra hafa ekki aðeins skilað þeim þremur stigum þeir hafa líka séð til þess að þjálfarar mótherja þeirra hafa hætt með sín lið.

Lengsta Formúlu 1 tímabil sögunnar 2011

FIA samþykkti í dag 20 móta dagskrá í Formúlu 1 á næsta ári samkvæmt frétt á autosport.com. Hefst tímabilið í Bahrain 13. mars, en lýkur 27. nóvember í Brasilíu. Eitt nýtt mótssvæði verður tekið í notkun í Indlandi, en FIA á enn eftir að skoða og samþykkja brautina sem er í smíðum.

Messi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 637 mínútur

Lionel Messi skoraði langþráð landsliðsmark í 4-1 sigri Argentínumanna á heimsmeisturum Spánverja í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Messi hafði þá ekki skorað í 637 mínútur með argentínska landsliðinu.

Kahlenberg: Þakklátur Olsen

Hetja Dana á Parken í gær, Thomas Kahlenberg, var himinlifandi með að hafa skorað sigurmarkið gegn Íslendingum á Parken í gær.

Hill vonar að Ferrari fái væga refsingu

Damon Hill, fyrrum heimasmeistari í Formúlu 1 vonast eftir því að Ferrari verði ekki refsað harkalega af FIA í dag, þegar sambandið tekur fyrir mál liðsins frá þýska kappakstrinum. Þá var liðið dæmt í 100.000 dala sekt fyrir að beita liðsskipunum.

Agger hefur ekki áhyggjur af baulinu

Daniel Agger hefur ekki áhyggjur þó svo að áhorfendur á Parken hafi baulað á danska liðið lengi vel í leiknum gegn Íslandi í gær.

Robin van Persie kemur ekki til baka fyrr en um miðjan október

Robin van Persie, framherji Arsenal, verður lengur frá en í fyrstu var talið en Hollendingurinn snjalli meiddist á ökkla í 2-1 sigri á Blackburn 28. ágúst. Samkvæmt nýjasta mati læknaliðs Arsenal verður hann frá keppni í það minnsta fram í miðjan október.

Capello hrósaði Wayne Rooney eftir sigurleikinn gegn Sviss

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendingar var ánægður með hvernig Wayne Rooney spilaði í sigurleiknum á Sviss í gær þrátt fyrir að vera með gríðarlega pressu á sér eftir öll vandræði hans utan vallar.

Argentínumenn fóru illa með heimsmeistara Spánverja

Argentínumenn fóru illa með heimsmeistara Spánverja í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Argentína komst í 2-0 eftir 12 mínútna leik og vann leikinn að lokum 4-1. Úrslitin eru mikil uppreisn æru fyrir argentínska liðið sem tapaði 4-0 fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum á HM í sumar þegar allir bjuggust við að þeir væru að fara alla leið.

Einkunnir íslenska landsliðsins gegn Danmörku

Líkt og venjulega gefur Fréttablaðið leikmönnum íslenska landsliðsins einkunn fyrir frammistöðu sína. Gefið er frá einum upp í tíu og þurfa leikmenn að spila að lágmarki 20 mínútur til þess að fá einkunn.

Snæfell fær nýja leikmenn

Karlaliði Snæfells hefur borist liðsstyrkur en það er Ryan Anthony Amoroso sem er fæddur árið 1985 í Minneapolis í Bandaríkjunum.

Birkir Már: Ég á heima í landsliðinu

Birkir Már Sævarsson var kallaður inn í landsliðshópinn með skömmum fyrirvara fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld og var hent beint út í djúpu laugina.

Eggert: Gáfum allt í þetta

„Það er gríðarlega svekkjandi að hafa fengið þetta mark á okkur undir lokin. Við gáfum allt sem við áttum í leikinn,“ sagði Eggert Gunnþór Jónsson eftir 1-0 tapið fyrir Dönum í kvöld.

Indriði: Ungu strákarnir eru góðir

Indriði Sigurðsson segir það alltaf svekkjandi að tapa en sérstaklega þegar sigurmark andstæðingsins kemur í uppbótartíma eins og gerðist gegn Dönum í kvöld.

Aron Einar: Verður ekki verra

„Þetta verður ekki mikið verra. Ég held að íslenska þjóðin hafi haldið um hausinn í lokin, alveg eins og við allir,“ sagði Aron Einar Gunnarsson eftir leikinn gegn Dönum í kvöld.

Ólafur: Fúlt að tapa

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari sagði að það hefði vitaskuld verið ansi súrt í broti að tapa fyrir Dönum á Parken í kvöld.

Úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2012

Wayne Rooney var aðeins tíu mínútur að skora í kvöld þó svo augu allra Englendinga væru á honum. Hann gaf tóninn í góðum sigri Englands á Sviss.

Brian Laudrup með krabbamein

Brian Laudrup, fyrrum landsliðsmaður Dana í fótbolta, hefur greinst með eitlakrabbamein en hann er einn af frægustu fótboltamanna Dana frá upphafi auk þess að vera yngri bróðir Michael Laudrup.

Vermaelen: Cesc Fabregas er með Barcelona í sínu DNA

Thomas Vermaelen, varnarmaður Arsenal og liðsfélagi Cesc Fabregas, segir að Fabregas sé með Barcelona í sínu DNA. Hinn 23 ára fyrirliði Arsenal hefur verið orðaður við Barcelona liðið í allt sumar en Arsene Wenger var ekki tilbúinn að láta hann fara.

Dæmt í máli Ferrari á miðvikudag

Íþróttaráð FIA tekur fyrir mál Ferrari frá því í þýska kappakstrinum, en dómarar dæmdu liðið brotlegt fyrir að hagræða úrslitum með liðsskipun.

AC Milan borgar nú hærri laun en Internazionale

AC Milan er komið upp í efsta sætið yfir þau félög í ítölsku deildinni sem borga hæstu launin. AC Milan fór upp fyrir nágranna sína í Internazionale samkvæmt nýrri úttekt hjá ítalska blaðinu Gazzetta dello Sport.

John Terry og Frank Lampard með Chelsea um helgina

Fyrirliðar Chelsea-liðsins, John Terry og Frank Lampard, gætu báðir spilað með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi en þeir misstu af landsleikjum Englendinga í dag og á föstudaginn vegna meiðsla.

Kjær: Andstæðingurinn þekkir okkur ekki

„Í fyrsta sinn í mörg ár þekkir andstæðingurinn ekki danska landslðiðið,“ sagði Simon Kjær, leikmaður liðsins, fyrir leik þess gegn Íslendingum í Kaupmannahöfn í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir