Fótbolti

Brian Laudrup með krabbamein

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brian Laudrup.
Brian Laudrup. Mynd/AFP
Brian Laudrup, fyrrum landsliðsmaður Dana í fótbolta, hefur greinst með eitlakrabbamein en hann er einn af frægustu fótboltamanna Dana frá upphafi auk þess að vera yngri bróðir Michael Laudrup.

Hinn 41 árs gamli Brian Laudrup sagðist vera í sjokki eftir að hann fékk þessar fréttir og að framundan sé hörð barátta við sjúkdóminn. Hann er samt bjartsýnn þar sem að krabbameinið er vægt þar sem það uppgötvaðist mjög snemma.

Brian Laudrup lék fyrir lið eins og Bayern Munchen, Fiorentina, AC Milan, Glasgow Rangers og Ajax á sínum ferli. Hann lék alls 82 landsleiki, skorað í þeim 21 mark á árunum 1987-1998 og varð Evrópumeistari með liðinu 1992.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×