Fótbolti

Cesc Fábregas: Við áttum ekki skilið að tapa þessum leik 4-1

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fábregas í leiknum í gær.
Cesc Fábregas í leiknum í gær. Mynd/AFP
Cesc Fábregas sagði í viðtölum við fjölmiðla, eftir stórtap heimsmeistarana í vináttuleik á móti Argentúinu í Buenos Aires í gær, að spænska liðið hafi ekki átt skilið að tapa svona stórt.Þetta var stærsta tap spænska liðsins í áratug og aðeins þriðja tap Spánverja í síðustu 58 leikjum.

„Það er enginn sáttur við að tapa. Við vissum að þetta yrði erfiður leikur og þótt að við gætum komið með afsakanir þá ætlum við ekki að koma með þær," sagði Cesc Fábregas.

„Það hlaut að koma að þessu einn daginn. Við verðum samt að hrósa þeim fyrir að skora fjögur mörk úr fjórum marktækifærum. Þetta var ekki okkar besti leikur en við áttum ekki skilið að tapa 4-1. Við skutum þrisvar sinnum í slagverkið og áttum miklu fleiri færi en þeir," sagði Cesc Fábregas sem fékk að byrja í þessum leik en var síðan skipt útaf fyrir Xavi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×