Fótbolti

Vináttuleikur fyrir Spán - úrslitaleikur fyrir Argentínu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pepe Reina  fékk á sig fjögur mörk þar á meðal þetta frá Carlos Tevez.
Pepe Reina fékk á sig fjögur mörk þar á meðal þetta frá Carlos Tevez. Mynd/AP
Spænsku fjölmiðlarnir gerðu ekki alltof mikið út skelli heimsmeistaraliðs Spánverja á móti Argentínu í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Argentína var komið í 3-0 eftir 34 mínútur og vann leikinn á endanum 4-1.

Þetta var fyrsta tap Spánverja síðan þeir unnu heimsmeistaratitilinn í sumar og stærsta tap spænska landsliðsins í heilan áratug.

Marca segir að úrslitin hafi ekki gefið rétta mynd því þetta hafi aðeins verið vináttuleikur fyrir Spán en var hinsvegar úrslitaleikur fyrir Argentínumenn sem ætluðu að bæta fyrir ófarir sínar á HM.

El Pais segir að Heims- og evrópumeistararnir hafi komið niður á jörðina með þessu tapi en flestir fjölmiðlarnir voru uppteknir af því að gagnrýna slæma byrjun spænska liðsins og frammistöðu markvarðarins Pepe Reina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×