Dæmt í máli Ferrari á miðvikudag 7. september 2010 18:40 Felipe Massa náði forystu í þýska kappakstrinum en hleypti síðan Fernando Alonso framúr sér. Mynd: Getty Images Íþróttaráð FIA tekur fyrir mál Ferrari frá því í þýska kappakstrinum, en dómarar dæmdu liðið brotlegt fyrir að hagræða úrslitum með liðsskipun. Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, þegar hann var í fyrsta sæti í mótinu og liðið fékk 100.000 dala fjársekt fyrir að beita liðsskipunum. Alonso og Massa náðu fyrsta og öðru sæti í mótinu. Dómarar vísuðu svo málinu áfram til FIA til frekari umfjöllunar. Samkvæmt frétt á autosport.com verður Stefano Domenicali eini fulltrúi Ferrari hjá íþróttaráði FIA á miðvikudag í París. Hvorki Felipe Massa né Fernando Alonso verða til staðar, en verða í kallafæri við síma eða myndatökubúnað ef þörf krefur. Þeir keppa í ítalska kappakstrinum um helgina á Monza brautinni. Í frétt autosport.com eru ýmsar vangaveltur um hvaða niðurstaða geti orðið hjá FIA á morgun. Rætt er að Ferrari gæti sloppið alveg við frekari refsingu, fengið tímabundið bann, meiri fjársekt, tapað öllum stigum fyrir þýska kappaksturinn eða verði bannað frá Formúlu 1. Mál Ferrari verður tekið fyrir klukkan 3 að staðartíma í París og niðurstaðan væntanlega birt síðdegis. Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Íþróttaráð FIA tekur fyrir mál Ferrari frá því í þýska kappakstrinum, en dómarar dæmdu liðið brotlegt fyrir að hagræða úrslitum með liðsskipun. Felipe Massa hleypti Fernando Alonso framúr sér, þegar hann var í fyrsta sæti í mótinu og liðið fékk 100.000 dala fjársekt fyrir að beita liðsskipunum. Alonso og Massa náðu fyrsta og öðru sæti í mótinu. Dómarar vísuðu svo málinu áfram til FIA til frekari umfjöllunar. Samkvæmt frétt á autosport.com verður Stefano Domenicali eini fulltrúi Ferrari hjá íþróttaráði FIA á miðvikudag í París. Hvorki Felipe Massa né Fernando Alonso verða til staðar, en verða í kallafæri við síma eða myndatökubúnað ef þörf krefur. Þeir keppa í ítalska kappakstrinum um helgina á Monza brautinni. Í frétt autosport.com eru ýmsar vangaveltur um hvaða niðurstaða geti orðið hjá FIA á morgun. Rætt er að Ferrari gæti sloppið alveg við frekari refsingu, fengið tímabundið bann, meiri fjársekt, tapað öllum stigum fyrir þýska kappaksturinn eða verði bannað frá Formúlu 1. Mál Ferrari verður tekið fyrir klukkan 3 að staðartíma í París og niðurstaðan væntanlega birt síðdegis.
Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira