Fótbolti

Messi skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í 637 mínútur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi kyssti merki Argentínu af ákafa þegar hann fagnaði marki sínu.
Lionel Messi kyssti merki Argentínu af ákafa þegar hann fagnaði marki sínu. Mynd/AP
Lionel Messi skoraði langþráð landsliðsmark í 4-1 sigri Argentínumanna á heimsmeisturum Spánverja í vináttulandsleik í Buenos Aires í gær. Messi hafði þá ekki skorað í 637 mínútur með argentínska landsliðinu.

Mark Lionel Messi var "klassískt Messi-mark". Hann fékk stutta stungusendingu inn í teiginn frá Carlos Tevez (ala Xavi), tók boltann með sér og lyfti síðan boltanum á afslappðan og yfirvegaðan hátt yfir bæði varnarmenn og markmann Spánar sem komu á fullu á móti honum.

Lionel Messi hefur farið á kostum með Barcelona síðustu tímabil, skoraði 47 mörk í 53 leikjum með Barca á síðasta tímabil og hefur skorað 4 mörk í 3 leikjum á þessu tímabili.

Messi hafði hinsvegar ekki skorað fyrir landsliðið síðan í 1-2 tapi fyrir Spáni 14. nóvember 2009. Síðustu tvö landsliðsmörk kappans hafa því bæði komið á móti Spánverjum þar sem fjölmargir liðsfélagar hans hjá Barcelona spila.

Það mætti því halda að Messi finni sig ekki nema ef að liðsfélgar hans í Barcelona eru með honum á vellinum hvort sem að þeir séu með honum í liði eða í liði andstæðinganna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×