Fótbolti

Eiginkona Wayne Rooney beðin opinberlega afsökunar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney sést hér búinn að skora markið sitt í gær.
Wayne Rooney sést hér búinn að skora markið sitt í gær. Mynd/AP
Foreldrar konunnar, sem er miðpunktur kynlífshneykslis enska landsliðsmannsins Wayne Rooney, hafa beðið eiginkonu leikmannsins afsökunar á framkomu dóttur sinnar.

Slúðurblöðin í Englandi hafa verið dugleg að segja frá margítrekuðu framhjáhaldi Wayne Rooney með 21 árs gamallri vændiskonu á síðasta ári. Konan heitir Jenny Thompson og þetta átti sér stað á meðan kona Wayne Rooney, Coleen, var ófrísk.

Foreldrar vændiskonunnar, Hamish og Dana Thompson, gáfu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem báðu Coleen Rooney og fjölskyldu hennar innilega afsökunar.

Wayne Rooney lét málið ekkert á sig fá inn á vellinum því hann skoraði fyrsta mark enska liðsins í 3-1 sigri á Sviss í undankeppni EM í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×