Fótbolti

Birkir Már: Ég á heima í landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Parken skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.

Birkir Már Sævarsson var kallaður inn í landsliðshópinn með skömmum fyrirvara fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld og var hent beint út í djúpu laugina.

Birkir var í byrjunarliðinu í kvöld í fjarveru Grétars Rafns Steinssonar sem meiddist í leiknum gegn Noregi á föstudagskvöldið.

„Það er frábært að vera kominn aftur inn í hópinn og ég vona að ég hafi sýnt Óla að ég eigi heima í honum. Mér finnst ég hafa gert það og ég er sáttur við eigin frammistöðu og liðsins alls.“

„Þeir strákar sem hafa verið að koma inn í liðið að undanförnu eru að standa sig mjög vel og landsliðið er einfaldlega mjög gott í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×