Fótbolti

Skoska sambandið biður Liechtenstein afsökunar á baulinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen McManus skorar markið sitt með síðustu snertingu leiklsins.
Stephen McManus skorar markið sitt með síðustu snertingu leiklsins. Mynd/AP
Skoska knattspyrnusambandið hefur fordæmt framkomu stuðningsmanna sinna í gær sem bauluðu á þjóðsögn Liechtenstein fyrir leik við Skotland á Hampden í gær. Þjóðsöngur Liechtenstein notar sama lag og "God Save The Queen", þjóðsöngur Breta, og það átti örugglega stóran þátt í viðbrögðum heimamanna í stúkunni.

George Peat, starfandi formaður skoska sambandsins, sagðist hafa verið skömmustulegur á meðan baulinu stóð. „Ég vil biðja gesti okkar afsökunar á framkomu okkar stuðningsmanna á meðan þjóðsöngur þeirra var spilaður," sagði Peat sem sagði að svona framkoma kæmi mikið niður á orðspori Tartan-hersins, hinnar frægu og vinsælu stuðningsmannasveit Skota.

Leikmenn Liechtenstein voru þó örugglega miklu svekktari með sigurmark Skota í leiknum heldur en baulið í byrjun því markið sem tryggði Skotum 2-1 sigur kom á sjöundu mínútu í uppbótartíma og með síðustu snertingu leiksins. Liechtenstein komst í 1-0 í leiknum á 47. mínútu og var yfir í fimmtán mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×