Fleiri fréttir

Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið

Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan.

Mancini ver kaupstefnu Man. City

Manchester City hefur verið duglegt á leikmannamarkaðnum í sumar eins og búist var við. Kaupæði, eða kaupgeðveiki eins og einhverjir kalla það, fer illa ofan í marga sem gagnrýna endalaus risakaup liðsins.

Balotelli og Maicon eru ekki til sölu

Forráðamenn Inter eru eitthvað orðnir þreyttir á því að verið sé að orða leikmenn félagsins við önnur félög og hafa nú tekð skýrt fram að Mario Balotelli og Maicon séu einfaldlega ekki til sölu.

Man. Utd frumsýndi nýja búninginn í Chicago

Undirbúningstímabil Man. Utd er hafið en liðið er statt þessa dagana í Chicago við æfingar. Liðið notaði einnig tækifærið til þess að frumsýna nýjan búning félagsins fyrir veturinn.

Beckham: Leikmönnum að kenna

David Beckham segir að dapurt gengi enska landsliðsins á HM sé engum nema leikmönnunum sjálfum að kenna.

Þórsarar tóku toppsætið af Víkingum - þrjú lið efst með 22 stig

Þórsarar eru komnir í efsta sæti 1. deildar karla eftir úrslit kvöldsins í 1. deild karla í fótbolta. Víkingar misstu toppsætið eftir 0-2 tap á móti HK í Kópavogi en Þórsurum nægði 1-1 jafntefli við Fjarðabyggð á Eskifirði til að komast í toppsætið.

Mateja Zver fagnaði verðlaununum með tvennu á móti Grindavík

Þór/KA minnkaði forskot Vals á toppi Pepsi-deildar kvenna í fjögur stig með 5-0 sigri á Grindavík á Akureyri í kvöld. Mateja Zver skoraði tvö mörk í leiknum og lagði upp það þriðja en hún var í gær kosin besti leikmaður fyrri umferðarinnar af þjálfurum í deildinni.

Barcelona búið að tryggja sér 24,6 milljarða lán

Spænska stórliðið Barcelona er búið að tryggja sér lán upp á 155 milljónir evra en á dögunum komst slæm fjárhagstaða félagsins í fréttirnar. Barcelona þarf lánið til þess að eiga meðal annars fyrir launum leikmanna og starfsmanna sinna á næstunni. Lánið er upp á 24,6 milljarða íslenska króna

Beckham fagnar komu Henry

David Beckham er hæstánægður að Thierry Henry hafi ákveðið að koma og spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eins og áður hefur komið fram er Henry búinn að semja við NY Red Bulls.

Kylfusveinn Tigers gagnrýnir púttin hans

Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, er nú ekki vanur að tjá sig mikið en hann hefur nú ákveðið að gagnrýna púttin hans Tigers rétt áður en Opna breska meistaramótið hefst.

FH-ingar töpuðu 5-1 fyrir BATE í Hvíta-Rússlandi

FH-ingar töpuðu illa fyrir BATE Borisov í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar en leikið var í Borisov í Hvíta-Rússlandi í dag. BATE-liðið vann leikinn 5-1 og er komið með annan fótinn inn í næstu umferð.

30 skemmtilegar staðreyndir frá HM 2010

Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku er lokið og fjögurra ára bið eftir því næsta tekur við. Opta tölfræðiþjónustan hefur tekið saman 30 skemmtilegustu staðreyndirnar frá HM en það byrjaði að taka saman tölfræði á HM árið 1966.

Balotelli útskrifaðist með lágmarkseinkunn

Ítalski vandræðagemlingurinn Mario Balotelli er búinn að klára framhaldsskóla og útskrifaðist með 6.0 í lokaeinkunn. Hann íhugar að fara í háskóla í Mílanó sem setur stórt spurningamerki við það hvort hann fari til Englands.

Redknapp vill Bellamy en finnst hann of dýr

Harry Redknapp var mjög opinskár um leikmannakaup í viðtali við Soccernet nýverið. Hann greindi meðal annars frá því að hann hefði áhuga á Craig Bellamy en að hann væri of dýr.

Bara hommar í þýska landsliðinu

Michael Becker, umboðsmaður Michael Ballack, er búinn að gera allt brjálað í Þýskalandi eftir að hann sagði að það væru ekkert nema hommar í þýska landsliðinu.

Stuðningsmenn Cleveland vildu hjálpa að borga sekt forsetans

Stuðningsmenn Cleveland sýna forseta sýnum miklan skilning fyrir reiðilesturinn sem hann hélt yfir LeBron James í síðustu viku. Hann húðskammaði James og gerði lítið úr honum fyrir að yfirgefa félagið og fara til Miami Heat með þessum hætti.

Afleitt veður á St. Andrews í Skotlandi

Meistaraáskoruninni á opna breska mótinu í golfi hefur verið aflýst. Fyrrum sigurvegarar mótsins áttu að keppa í liðakeppni í dag en afleitt veður hefur sett strik í reikninginn.

Tannlæknar í Túnis íhuga að kæra Gallas

Tannlæknar í Túnis eru allt annað en sáttir við franska varnarmanninn William Gallas og íhuga að kæra leikmanninn þar sem hann hafi skaðað orðspor þeirra.

Henry búinn að semja við NY Red Bulls

Franski landsliðsmaðurinn Thierry Henry hefur ákveðið að færa sig um set til Bandaríkjanna og spila með New York Red Bulls næstu árin. Félagið tilkynnti það í dag.

Guardiola framlengir við Barcelona í dag

Pep Guardiola mun skrifa undir nýjan samning við Barcelona í dag en þjálfarinn sigursæli var samningslaus og ekki víst hvort hann myndi halda áfram með liðið.

Guðjón Drengsson semur við Selfoss

Guðjón Drengsson, hinn eldfljóti hornamaður, er genginn í raðir nýliða Selfoss í N1-deild karla. Guðjón fer til liðsins frá Fram en þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Framtíð Petrovs ræðst af árangri

Rússneski nýliðinn Vitaly Petrov hefur átt góða spretti um borð í Formúlu 1 bíl Renault á þessu ári, en hann hefur líka gert mistök á stundum.

Ísland hækkar á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tekur stórt stökk á nýjum styrkleikalista FIFA. Ísland er komið í 79. sæti af 207 þjóðum á listanum og hækkar sig um ellefu sæti frá síðasta lista. Kína er í sætinu á undan Íslandi og Mósambík í sætinu á eftir.

Casillas býst við Cole hjá Real Madrid

Iker Casillas, markvörður Real Madrid og spænska landsliðsins, er bjartsýnn á að enski landsliðsmaðurinn Ashley Cole muni gangi í raðir Real Madrid í sumar.

The Sun kallar Alfreð hinn nýja Eið Smára

Blikinn Alfreð Finnbogason er í viðtali við breska slúðurblaðið The Sun í dag vegna Evrópuleiks Blika og Motherwell sem fer fram á morgun. Þar er Alfreð kallaður hinn nýi Eiður Smári og talað um skoskan bakgrunn Alfreðs en hann bjó um tíma í Edinborg.

Webb sáttur við sína frammistöðu

Enski dómarinn Howard Webb er ánægður með frammistöðu sína í úrslitaleik HM en hann hefur verið talsvert gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í leiknum.

Fabregas gerir lítið úr búningamálinu

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að stuðningsmenn félagsins eigi ekkert að vera að æsa sig of mikið yfir því að hann hafi verið klæddur í Barcelona-búning er spænska landsliðið var að fagna heimsmeistaratitlinum.

Hollenska liðið í bátsferð um síki Amsterdam í dag - myndasyrpa

Hollenska fótboltalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur í Amsterdam í dag þegar liðið sigldi um síki borgarinnar og heilsaði löndum sínum. Hollenska liðið gat þarna brosað í gegnum tárin eftir sárt tap í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn.

Jimmy Jump fékk 32 þúsund krónur í sekt

Sprelligosinn Jimmy Jump var dæmdur til þess að greiða 260 dollara í sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn rétt fyrir úrslitaleik HM á sunnudaginn en það gera rúmlega 32 þúsund íslenska krónur.

Aron með þrennu og sigurmark í uppbótartíma

Fjölnismenn unnu 4-3 sigur á Leikni í 1. deild karla í kvöld og komu þar með í veg fyrir að Leiknismenn kæmust aftur á topp deildarinnar. Botnlið Gróttu vann 1-0 sigur á Njarðvík og er nú aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Haslem, Miller og Ilgauskas allir með Miami Heat

LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh eru að fá góðan liðstyrk en í gær sömdu þeir Udonis Haslem og Mike Miller við Miami Heat og umboðsmaður Zydrunas Ilgauskas sagði jafnframt að miðherjinn myndi einnig semja við liðið.

Fylkir skoraði fimm á móti Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og það voru skoruð alls 26 mörk í þessum leikjum. Valskonur eru komnar með sjö stiga forustu á toppnum eftir 7-2 sigur á Haukum en Fylkir og Stjarnan unnu flotta sigra í kvöld, Fylkir vann 5-3 sigur á Blikum og Stjarnan burstaði Aftureldingu 6-0.

Er nýtt ofur-þríeyki í pípunum í NBA-deildinni?

Miami Heat teflir fram mögnuðu þríeyki í NBA-deildinni í körfubolta næstu árin eftir að LeBron James og Chris Bosh ákváðu að ganga til liðs við Dwyane Wade í Miami. Nú gætu þeir fengið samkeppni frá öðru mögulegu þríeyki eftir næsta tímabil.

73 prósent leikmanna völdu Arjen Robben bestan

Hollendingurinn Arjen Robben var langbesti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna í deildinni en niðurstaðan úr vali leikmannasamtakanna var tilkynnt í dag.

England aldrei verið neðar á HM - í 13. sæti samkæmt mati FIFA

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út lokaröð þeirra 32 þjóða sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku. Það var þegar ljóst hvaða lið enduðu í fjórum efstu sætunum en röð hinna liðanna sem duttu út úr 8 liða úrslitum, 16 liða úrslitum og riðlakeppninni hefur verið reiknuð út samkvæmt reglum FIFA.

Manchesterliðin slást um Zlatan

Forráðamenn Man. Utd og Man. City munu hitta umboðsmann Svíans Zlatan Ibrahimovic í næstu viku til þess að ræða framtíð leikmannsins.

NBA-deildin sektar eiganda Cleveland

David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, hefur sektað Dan Gilbert, eiganda Cleveland Cavaliers, um 100 þúsund dollara fyrir ummælin sem hann lét falla um LeBron James er leikmaðurinn ákvað að ganga í raðir Miami Heat.

Sjá næstu 50 fréttir