Enski boltinn

Redknapp vill Bellamy en finnst hann of dýr

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Harry.
Harry. AFP
Harry Redknapp var mjög opinskár um leikmannakaup í viðtali við Soccernet nýverið. Hann greindi meðal annars frá því að hann hefði áhuga á Craig Bellamy en að hann væri of dýr.

Redknapp sagði líka að hann vildi kaupa Luis Fabiano og fá Joe Cole til sín en að hann hefði ekki not fyrir Shaun Wright-Phillips.

"Af hverju ætti ég að kaupa Shaun þegar ég er með Aaron Lennon?," sagði Redknapp.

Bellamy sagði hann vera áhugaverðan kost fyrir sig en að verðið væri ekki eðlilegt á sóknarmanninum.

"City keypti hann fyrir tólf milljónir og hann er örugglega á mjög háum launum. Ég sé það bara ekki gerast," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×