Enski boltinn

Scholes útilokar ekki að taka eitt ár í viðbót

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Paul Scholes, miðjumaður Man. Utd, er ekki enn búinn að ákveða hvort næsta tímabil verði það síðasta á hans ferli eður ei.

Scholes skrifaði undir eins árs samning í lok síðasta tímabil og flestir töldu þá að næsta tímabil yrði hans síðasta. Þessi 35 ára gamli miðjumaður vill samt ekki loka glugganum á að spila lengur.

"Ég veit ekki hvort þetta verður mitt síðasta tímabil. Ég mun taka einn leik fyrir í einu. Ef mér liður vel eftir tímabilið og hef staðið mig eins vel og stjórinn vill þá sjáum við hvað gerist að ári liðnu. Nú er ég að vonast til þess að næsta tímabil verði gott fyrir mig," sagði hinn fjölmiðlafælni Scholes.

Scholes er nú kominn til Bandaríkjanna með United þar sem liðið verður að æfa og spila æfingaleiki næstu daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×