Fótbolti

Beckham fagnar komu Henry

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Becks og Henry verða saman í Bandaríkjunum.
Becks og Henry verða saman í Bandaríkjunum.

David Beckham er hæstánægður að Thierry Henry hafi ákveðið að koma og spila í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Eins og áður hefur komið fram er Henry búinn að semja við NY Red Bulls.

"Þetta er frábært. Henry er frábær leikmaður og stórt nafn. Hann mun hækka standardinn í deildinni. Ég hlakka til að spila á móti honum. Við erum fínir félagar," sagði Beckham sem sjálfur spilar með LA Galaxy.

Knattspyrnan fékk fína umfjöllun og athygli í Bandaríkjunum meðan á HM stóð og Beckham er bjartsýnn fyrir hönd deildarinnar.

"Boltinn er rétt byrjaður að rúlla í Bandaríkjunum. Það er vel staðið að hlutum og nýtt lið eins eins og í Seattle er að fá 35 þúsund manns á alla leiki og mun gera það næstu þrjú árin. Þetta er allt á réttri leið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×