Fótbolti

Jimmy Jump fékk 32 þúsund krónur í sekt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jimmy Jump reynir að setja húfu á HM-styttuna.
Jimmy Jump reynir að setja húfu á HM-styttuna. Mynd/AP
Sprelligosinn Jimmy Jump var dæmdur til þess að greiða 260 dollara í sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn rétt fyrir úrslitaleik HM á sunnudaginn en það gera rúmlega 32 þúsund íslenska krónur.

Hinn 34 ára gamli Jaume Marquet Cot, eins og hann heitir fullu nafni, kom fyrir rétt í Suður-Afríku í gær þar sem hann hafði verið kærður fyrir innbrot og tilraun til þjófnaðar.

Jimmy Jump náði að hlaupa inná Soccer City leikvanginn í Jóhannesarborg rétt fyrir úrslitaleikinn þar sem að hann reyndi að setja húfu á verðlaunastyttuna. Hann náði því ekki þar sem öryggisverðirnir náðu að stöðva hann á síðustu stundu.

Lögreglan í Jóhannesarborg sagðist ennfremur hafa handtekið sex aðra á úrslitaleiknum fyrir að reyna að komast inn á völlinn í leikslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×