Enski boltinn

Manchesterliðin slást um Zlatan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forráðamenn Man. Utd og Man. City munu hitta umboðsmann Svíans Zlatan Ibrahimovic í næstu viku til þess að ræða framtíð leikmannsins.

Hermt er að Barcelona sé að reyna að losa sig við framherjann þar sem hann stóð ekki undir væntingum síðasta vetur.

Talið er að Zlatan sé til sölu á rúmar 30 milljónir punda en Barca greiddi 65 milljónir punda fyrir leikmanninn síðasta sumar.

Fleiri félög en Manchesterfélögin hafa áhuga á Zlatan. Þar á meðal AC Milan.

Talið er að Zlatan sé á höttunum eftir 250 þúsund punda vikulaunum. Það fær hann aldrei hjá Man. Utd en City er líklegt til þess að greiða slík laun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.