Fótbolti

England aldrei verið neðar á HM - í 13. sæti samkæmt mati FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney gengur af velli eftir tapið á móti Þýskalandi í 16 liða úrslitunum.
Wayne Rooney gengur af velli eftir tapið á móti Þýskalandi í 16 liða úrslitunum. Mynd/AFP
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið út lokaröð þeirra 32 þjóða sem tóku þátt í HM í Suður-Afríku. Það var þegar ljóst hvaða lið enduðu í fjórum efstu sætunum en röð hinna liðanna sem duttu út úr 8 liða úrslitum, 16 liða úrslitum og riðlakeppninni hefur verið reiknuð út samkvæmt reglum FIFA.

FIFA reiknar röð liðanna út frá árangri liðsins í sínum leikjum, hversu langt liðið komst í keppninni og hversu sterkir mótherjar þess voru í keppninni.

Englendingar urðu í 13. sæti samkvæmt útreikningum FIFA sem er versti árangurinn enska landsliðsins á HM frá upphafi en gamla metið var 11. sæti liðsins á HM í Svíþjóð 1958.

Það vekur athygli að Kamerún endaði í næst neðsta sæti á undan Norður-Kóreu og að Ítalir og Frakkar eru í hópi sjö lélegustu liða keppninnar. Allan listann má sjá hér fyrir neðan.

Lokaröð þjóða á HM í Suður-Afríku 2010:

1. Spánn

2. Holland

3. Þýskaland

4. Úrúgvæ

5. Argentína

6. Brasilía

7. Gana

8. Paragvæ

9. Japan

10. Chile

11. Portúgal

12. Bandaríkin

13. England

14. Mexíkó

15. Suður-Kórea

16. Slóvakía

17. Fílabeinsströndin

18. Slóvenía

19. Sviss

20. Suður-Afríka

21. Ástralía

22. Nýja-Sjáland

23. Serbía

24. Danmörk

25. Grikkland

26. Ítalía

27. Nígería

28. Alsír

29. Frakkland

30. Hondúras

31. Kamerún

32. Norður-Kórea

Sæti enska landsliðsins á HM

1950 (8. sæti)

1954 (6. sæti)

1958 (11. sæti)

1962 (8. sæti)

1966 (Heimsmeistari)

1970 (8. sæti)

1982 (6. sæti)

1986 (8. sæti)

1990 (4. sæti)

1998 (9. sæti)

2002 (6. sæti)

2006 (6. sæti)

- enska liðið komst ekki á HM 1974, 1978 og 1994




Fleiri fréttir

Sjá meira


×