Fótbolti

Jóhann Berg kom inn á og skoraði á móti Fenerbache

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Stefán
Jóhann Berg Guðmundsson átti góða innkomu í lið AZ Alkmaar í æfingaleik á móti tyrkneska liðinu Fenerbache en leikurinn var í fjögurra liða æfingamóti í Köln í Þýskalandi.

AZ vann leikinn 2-0 og spilar til úrslita í mótinu á móti FC Köln eða Anderlecht sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun.

Jóhann Berg kom inn á sem varamaður í hálfleik og innsiglaði sigur AZ tíu mínútum fyrir leikslok. Kolbeinn Sigþórsson sat á bekknum allan tímann en hann skoraði eitt mark í 11-0 sigri á DOS'19 á dögunum.

AZ er búið að vinna alla sex leiki sína á undirbúningstímabilinu en liðið á einnig eftir að mæta Plymouth og Gaziantepspor í æfingaleikjum áður en mótið hefst í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×