Enski boltinn

Torres missir af undirbúningstímabilinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Spænski framherjinn Fernando Torres er með rifinn lærvöðva og mun líklega missa af undirbúningstímabilinu hjá Liverpool.

Torres meiddist rétt fyrir lok leiks Spánar og Hollands í úrslitum HM.

Hann fékk tíma til þess að skemmta sér og fagna titlinum áður en hann gekkst undir rannsóknir vegna meiðslanna.

Hann verður frá næstu vikurnar og spurning hvort hann nái fyrsta leik Liverpool á tímabilinu, að því gefnu að hann verði enn hjá félaginu er tímabilið hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×