Webber og Red Bull stjórar hreinsuðu andrúmsloftið 15. júlí 2010 10:57 Mark Webber með liðsmönnum Red Bull eftir mótið á Silverstone. Mynd: Getty Images Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber. Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber tilkynnti á vefsíðu sinni í dag að hann og yfirmenn Red Bull hafi rætt það sem kom upp í Silverstone kappakstrinum um síðustu helgi og andrúmsloftið á milli aðila hafi verið hreinsað. Autosport.com greinir frá þess í dag og lausleg þýðing á ummælum hans fylgir hér að neðan. Webber segir í fréttinni sem er að stærstum hluta tekinn af vefsíðu hans að vonbrigði hans með þjónustu liðsins fyrir tímatökuna á laugardag hafi haft áhrif á hann á sunnudeginum. Vængur var tekinn undan bíl hans og settur á bíl Vettels. "Sebastian fékk vænginn vegna ástæðna sem voru ekki skilgreindar fyrir mér fyrr en seint á laugardag. Auðvitað get ég skilið að sá sem er oftar stigum fái betri þjónustu, ef sú staða kemur upp að það eru bara til búnaður fyrir annan okkar. Við höfum hreinsað andrúmsloftið og það er ljóst hér eftir að ef svo ólíklega vill til að ekki er til sami búnaður á báða bíla (nýr) þá fær sá sem er ofar í stigamótinu nýjungina", sagði Webber. Webber gat þess líka að kannski hafi ummæli hans um að árangur hans væri ekki slæmur fyrir ökumann númer tvö hjá liðinu hefði ekki verið sem best ummæli. "Auðvitað segir maður hluti í hita augnabliksins, sem trúlega hefði ekki átt að segja. Formúlu 1 er háspennu íþrótt og tilfinningar og adrenalín er í hámarki, eins og í öðrum íþróttum. Ummæli mín í talkerfið er dæmi um ástralska kaldhæðni. Það má taka þau á tvo vega, jákvætt eða neikvætt." Webber gat þess að hann og Christian Horner væru góðir vinir til margra ára og gagnkvæm virðing ríkti á milli þeirra og ekkert væri að samskiptum hans og Sebastian Vettel. Liðsmenn Red Bull fögnuðu sigrinum á sunnudagskvöld í partíi hjá Horner. "Ég er með góðan liðsfélaga og nýt virðingar liðsins. Við deilum upplýsingum og við Sebastian erum ekki óvnir. Við erum bara ökumenn sem vilja ná sem bestum árangri. Svo einfalt er það. Úrslitin á Silverstone voru frábær fyrir mig og liðið. Tíminn líður hratt og það dugar ekki að horfa í baksýnisspeglanna. Við horfum fram veginn", sagði Webber.
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira