Enski boltinn

Redknapp með nýjan samning við Tottenham til ársins 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Tottenham.
Harry Redknapp, stjóri Tottenham. Mynd/AP
Harry Redknapp hefur framlengt samning sinn sem stjóri Tottenham til ársins 2013 en þetta var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag. Redknapp hefur náð frábærum árangri með Lundúnaliðið á stuttum tíma.

Tottenham náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í Meistaradeildinni. Þetta var besti árangur félagsins síðan að úrvalsdeildin var stofnuð 1992.

Harry Redknapp tók við Tottenham í október 2008 þegar liðið var í neðsta sæti deildarinnar og hafði aldrei byrjað tímabil verr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×