Fótbolti

Hollenska liðið í bátsferð um síki Amsterdam í dag - myndasyrpa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hollenska fótboltalandsliðið í bátnum í dag.
Hollenska fótboltalandsliðið í bátnum í dag. Mynd/AP
Hollenska fótboltalandsliðið fékk höfðinglegar móttökur í Amsterdam í dag þegar liðið sigldi um síki borgarinnar og heilsaði löndum sínum. Hollenska liðið gat þarna brosað í gegnum tárin eftir sárt tap í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn.

Hollenska liðið var gagnrýnt fyrir grófan og leiðinlegan leik í úrslitaleiknum og sögðu leikmenn og þjálfarar það hafa komið sér á óvart að fá svona flottar móttökur í dag.

Ljósmyndarar AP-fréttastofunnar voru mættir á staðinn og mynduðu ferð hollenska liðsins um síki borgarinnar.

Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.



Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×