Fótbolti

Beckham: Leikmönnum að kenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

David Beckham segir að dapurt gengi enska landsliðsins á HM sé engum nema leikmönnunum sjálfum að kenna.

Beckham þurfti að fylgjast með mótinu af bekknum þar sem hann er meiddur. Hann aðstoðaði Capello þjálfara og vissi hvað gekk á bak við tjöldin.

"Capello gerði allt sem hann gat gert. Hann undirbjó liðið á réttan hátt og gerði allt svo leikmennirnir væru tilbúnir. Þetta var því mjög svekkjandi fyrir leikmennina," sagði Beckham.

"Þeir sýndu ekki sitt rétta andlit og leikmenn vita það vel sjálfir hvenær þeir spila illa. Þjálfarinn getur aðeins gert ákveðið mikið. Eftir það taka leikmennirnir við. Ef þeir standa sig ekki þá þá vinnur liðið ekki leiki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×