Fleiri fréttir

Justin Shouse valinn bestur

Úrvalslið Iceland Express deildar karla fyrir síðustu sjö umferðir deildarkeppninnar var valið nú í hádeginu. Snæfell á besta leikmanninn og besta þjálfarann.

Tryggvi inn fyrir Helga

Tryggvi Guðmundsson hefur verið valinn í íslenska landsliðið sem mætir Slóvakíu ytra í næstu viku í stað Helga Sigurðssonar sem á við meiðsli að stríða.

Tímabilið sennilega búið hjá Nistelrooy

Ruud van Nistelrooy mun í dag gangast undir skurðaðgerð á ökkla samkvæmt fregnum í spænskum fjölmiðlum. Samkvæmt því er ólíklegt að hann komi til með að spila meira á tímabilinu.

Ísferð Hleb veldur misskilningi

Arsene Wenger er afar ósáttur við að Alexander Hleb og umboðsmaður hans hafi yfirgefið hótel félagsins í Mílanó á dögunum.

Ronaldo kominn með tvö í hálfleik

Tveir leikir standa yfir í ensku úvalsdeildinni í knattspyrnu og hafa fimm mörk litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Cristiano Ronaldo hefur skorað bæði mörk Manchester United sem hefur yfir 2-0 gegn Bolton á Old Trafford.

Dortmund í úrslitaleikinn

Borussia Dortmund komst í kvöld í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í þegar liðið vann 2. deildarliðið Carl Zeiss Jena 3-0 í undanúrslitum.

Zlatan bað Mancini afsökunar

Roberto Mancini, þjálfari Inter, segir að sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimoviv hafi beðið sig afsökunar. Zlatan brást illa við að hafa verið tekinn af velli í 2-1 sigrinum á Palermo.

Athletic Bilbao dæmdur sigur

Spænska knattspyrnusambandið ákvað í dag að dæma Athletic Bilbao 2-1 sigur gegn Real Betis. Flauta varð leikinn af eftir að flösku var kastað í höfuð markvarðar Bilbao þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Þórsarar í úrslitakeppnina

Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór Akureyri vann góðan sigur á Snæfelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni.

Pressa á Agbonlahor

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segist ekki hafa neinar áhyggjur af markaþurrð Gabriel Agbonlahor. Þessi sóknarmaður liðsins hefur ekki skorað síðan í sigurleik gegn Wigan 29. desember í fyrra.

Englendingar með átak í grasrótarstarfi

Enska knattspyrnusambandið hefur kynnt átak í grasrótarstarfi í landinu. Gerð hefur verið fimm ára áætlun og á að eyða yfir 200 milljónum punda í að efla fótbolta enskra krakka.

Fylkir í viðræður við Jóhann

KR hefur tekið tilboði frá Fylki í sóknarmanninn Jóhann Þórhallsson. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fleiri lið hafa sett sig í samband við KR vegna áhuga á Jóhanni.

Felisa tekur við starfi Todt hjá Ferrari

Stjórn Ferrari samþykkti í dag að Jean Todt hyrfi frá starfi sínu sem forstjóri Ferrari. Í hans stað kemur Amadeo Felisa, en Todt hefur gengt starfi forstjóra Ferrari síðan 2006.

Johann Vogel til Blackburn

Blackburn Rovers hefur keypt svissneska landsliðsmanninn Johann Vogel. Þessi 31. árs miðjumaður var leystur undan samningi sínum við spænska liðið Real Betis í desember síðastliðnum og hefur verið til reynslu hjá Blackburn.

Bannið hjá Taylor ekki lengt

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að láta undan þrýstingi frá FIFA um að lengja bann Martin Taylor hjá Birmingham. Tæklingin hjá Taylor varð til þess að Eduardo hjá Arsenal fótbrotnaði mjög illa eins og frægt er.

Diego vill til Real Madrid

Draumur Diego er að ganga til liðs við Real Madrid á Spáni. Þetta segir faðir þessa brasilíska miðjumanns sem hefur slegið í gegn með Werder Bremen í Þýskalandi á yfirstandandi leiktíð.

Keane gæti fengið nítján milljóna sekt

Ekki er útilokað að Robbie Keane verði sektaður um tveggja vikna laun, tæpar nítján milljónir króna, fyrir brjálæðiskast sitt í Manchester um helgina.

Fjórir leikir í beinni

Stefnt er að því að hafa fjóra leiki í lokaumferð Iceland Express deildar karla í beinni lýsingu á heimasíðu KKÍ í kvöld.

Martins sáttur við Keegan

Obafemi Martins segir að það séu engin ósætti milli hans og Kevin Keegan, knattspyrnustjóra Newcastle.

Zlatan er ekkert spes

Gömul hetja úr ítalska boltanum, Aldo Agroppi, segir að Zlatan megi alls ekki flokkast sem frábær leikmaður.

Given undir hnífinn

Shay Given, markvörður Newcastle, verður frá næstu sex vikurnar að minnsta kosti þar sem hann mun gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla í dag.

Ciudad Real slapp við Kiel

Ciudad Real, lið Ólafs Stefánssonar, mætir Hamburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta en dregið var í morgun.

Mido fer í þriggja leikja bann

Egyptinn Mido mun taka út þriggja leikja bann eftir að hann fékk að líta rauða spjaldið í leik gegn Arsenal.

NBA í nótt: Boston vann meistarana

Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik.

Rakst á takka sem takmarkaði hraða

Heikki Kovalainen lenti í því í kappakstrinum í Melbourne um helgina að hann rakst óvart á takka sem takmarkaði hraða hans á beina kaflanum. Hann hafði nýlega farið framúr Fernando Alonso þegar það gerðist.

Jafnt hjá Birmingham og Newcastle

Birmingham og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í botnbaráttuslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. James McFadden kom Birmingham yfir en Michael Owen jafnaði fyrir Newcastle.

Keflavík í bílstjórasætinu

Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

Pele hefur alltaf rangt fyrir sér

Brasilíska goðsögnin Pele hefur sagt að landi sinn Ronaldo verði aldrei sami leikmaðurinn. Ferill Ronaldo er í hættu eftir að hann meiddist illa á hné í leik AC Milan gegn Livorno í febrúar.

Tiger langefstur á heimslistanum

Nýr heimslisti í golfi var kynntur í morgun. Eins og áður er Tiger Woods með örugga forystu á listanum en hann jók forskot sitt með því að vinna Arnold Palmer-mótið um helgina.

Zlatan: Vildi óska þess að þú hefðir hætt

Sænski sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic hjá Inter var allt annað en sáttur með að hafa verið tekinn af velli í 2-1 sigurleik gegn Palermo í gær. Varalesarar halda því fram að hann hafi látið Roberto Mancini, þjálfara Inter, heyra það.

Savage efaðist um getu sína

Robbie Savage, miðjumaður Derby County, viðurkennir að hafa verið byrjaður að efast um eigin getu. Savage hefur ollið miklum vonbrigðum síðan hann kom til Derby en sýndi loksins sínar réttu hliðar í 1-0 tapinu gegn Manchester United.

Kemst Steele ekki á Wembley?

Bikarhetjan og markvörðurinn Luke Steele hjá Barnsley gæti misst af tækifærinu að spila á Wembley þar sem félagið hefur ekki náð samningi um að halda honum. Steele er á lánssamningi frá West Brom.

Eiður með landsliðinu

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Slóvakíu ytra þann 26. mars næstkomandi.

Hlusta ekki á pabba og kærustur

Roy Keane, stjóri Sunderland, valdi ekki fjóra fastamenn í leik Sunderland gegn Chelsea um helgina vegna ódugnaðar á æfingum.

Beckham er ánægður í Los Angeles

David Beckham segist ekkert til í þeim orðrómum að hann sé óánægður með lífið í Los Angeles og að hann vilji flytja aftur til Englands.

Sjá næstu 50 fréttir