Körfubolti

Keflavík í bílstjórasætinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr fyrstu viðureign Keflavíkur og Hauka sem fram fór um liðna helgi. Mynd/Víkurfréttir
Úr fyrstu viðureign Keflavíkur og Hauka sem fram fór um liðna helgi. Mynd/Víkurfréttir

Keflavík vann Hauka í kvöld öðru sinni í rimmu þessara liða í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði en leikurinn endaði 85-96.

Haukastúlkur voru tveimur stigum yfir í hálfleik en í seinni hálfleik voru það Keflavíkurstúlkur sem voru sterkari. TaKesha Watson skoraði 33 stig og var stigahæst hjá Keflavík en hjá Haukum skoraði Victoria Crawford mest, 31 stig.

Keflavík hefur því 2-0 yfir í rimmunni en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið gegn KR eða Grindavík. Þangað getur Keflavík komist takist liðinu að vinna sigur á heimavelli í miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×