Íslenski boltinn

Eiður með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Mynd/E. Stefán
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn sem mætir Slóvakíu ytra þann 26. mars næstkomandi.

Hvorki Árni Gautur Arason né Daði Lárusson, sem hafa verið aðalmarkverðir landsliðsins undanfarin ár, voru valdir í liðið. Árni Gautur hefur verið án félags í fjóra mánuði og Daði á við meiðsli að stríða.

Kjartan Sturluson og Stefán Logi Magnússon voru valdir þess í stað.

Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði var valinn í hópinn en hann hefur ekki enn spilað landsleik undir stjórn Ólafs Jóhannessonar.



Landsliðiðshópurinn:

Markverðir:


Kjartan Sturluson, Val

Stefán Logi Magnússon, KR

Varnarmenn:

Hermann Hreiðarsson, Portsmouth

Kristján Örn Sigurðsson, Brann

Grétar Rafn Steinsson, Bolton

Ragnar Sigurðsson, IFK Gautaborg

Atli Sveinn Þórarinsson, Val

Bjarni Ólafur Eiríksson, Val

Miðvallarleikmenn:

Stefán Gíslason, Bröndby

Emil Hallfreðsson, Reggina

Ólafur Ingi Skúlason, Helsingborg

Theodór Elmar Bjarnason, Lyn

Jónas Guðni Sævarsson, KR

Aron Einar Gunnarsson, AZ

Eggert Gunnþór Jónsson, Hearts

Bjarni Þór Viðarsson, Twente

Sóknarmenn:

Helgi Sigurðsson, Val

Eiður Smári Guðjohnsen, Barcelona

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Vålerenga

Veigar Páll Gunnarsson, Stabæk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×