Íslenski boltinn

Fylkir í viðræður við Jóhann

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jóhann í leik gegn Fram.
Jóhann í leik gegn Fram. Mynd/Daníel

KR hefur tekið tilboði frá Fylki í sóknarmanninn Jóhann Þórhallsson. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fleiri lið hafa sett sig í samband við KR vegna áhuga á Jóhanni.

Fylkismenn hafa verið í leit að sóknarmanni en liðið hefur m.a. verið að nota miðjumenn í fremstu víglínu í vetur.

Jóhann skoraði tíu mörk fyrir Grindavík í Landsbankadeildinni 2006 og fékk KR hann til liðs við sig.

Hann fann sig ekki í búningi KR og skoraði aðeins eitt mark í deildinni í fyrra. Jóhann hefur einnig leikið með Þór og KA á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×