Fótbolti

Knattspyrnuáhugamaður skotinn til bana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá uppþotum í Argentínu.
Frá uppþotum í Argentínu. Nordic Photos / AFP
Einn var skotinn til bana er ofbeldi braust út tvívegis í kringum leiki í argentínsku knattspyrnuni um helgina.

Fyrra atvikið átti sér stað tveimur tímum fyrir leik Boca Juniors og Huracan en 174 voru þá handteknir eftir hópslagsmál nærri höfuðstöðvum Boca Juniors.

Einn var stunginn en hann er ekki lengur talinn í lífshættu.

Þá var leik San Lorenzo og Velez frestað skömmu áður en hann átti að hefjast þar sem 21 árs stuðningsmaður var skotinn til bana.

Hann var í rútu sem fluttu stuðningsmenn Velez á leikinn. Þegar fréttist af atvikinu reyndu stuðningsmenn Velez á vellinum að brjóta niður girðingar og ráðast inn á völlinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×