Körfubolti

Fjórir leikir í beinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Grindavíkur og Keflavíkur.
Úr leik Grindavíkur og Keflavíkur.

Stefnt er að því að hafa fjóra leiki í lokaumferð Iceland Express deildar karla í beinni lýsingu á heimasíðu KKÍ í kvöld.

KKÍ hefur undanfarið prufukeyrt nýjan hugbúnað sem gerir lesendum kleift að fylgjast með gangi leikja og samantekt á ítarlegri tölfræði á meðna leik stendur.

Eins og kemur fram í greininni hér að neðan ríkir mikil spenna á mörgum vígstöðum í kvöld.

Þeir leikir sem verða að öllum líkindum í beinni útsendingu eru eftirtaldir:

Njarðvik - Grindavík

Stjarnan - Tindastóll

KR - Skallagrímur

Keflavík - Fjölnir

Smelltu hér til að skoða nýja leikvarpið. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×