Enski boltinn

Walcott veldur vonbrigðum

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur viðurkennti að framfarir hins unga Theo Walcott séu ekki á pari við það sem hann átti von á þegar hann keypti drenginn frá Southampton á sínum tíma.

Walcott hefur aðeins leikið níu leiki með Arsenal í vetur og var vonsvikinn þegar honum var skipt af velli gegn Birmingham á dögunum. Wenger segist þó eiga von á að Walcott verði frábær leikmaður.

"Walcott mun ná þangað sem ég ætla honum en í augnablikinu er hann ekki kominn þangað. Það er alltaf áhætta fólgin í því að taka svona stórt stökk, en ég held að því fyrr sem þó kemst á toppinn, því betra," sagði Wenger.

"Hann var dálítið vonsvikinn þegar ég tók hann af velli um síðustu helgi og það kemur fyrir menn á þessum aldri. Þeir verða að læra og þetta er bara hluti af þroskaferlinu. Það eru auðvitað gerðar gríðarlegar væntingar til hans vegna þess hve snemma hann kom fram í sviðsljósið. Hann finnur fyrir pressunni og veit hvaða kröfur fólk gerir til hans. Ég trúi því að hann eigi eftir að standa sig," sagði Wenger.

Hann er að hugsa um að hætta alfarið við að tefla Walcott fram á vængnum.

"Ég reyndi að neyða hann til að spila á kantinum en nú er ég viss um að hann muni spila sem framherji. Hann gerði það mjög vel á móti Slavia Prag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×