Handbolti

Hreiðar með 75% markvörslu í fyrri hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hreiðar Guðmundsson hefur verið ótrúlegur í fyrri hálfleik leiks Íslands og Slóvakíu.
Hreiðar Guðmundsson hefur verið ótrúlegur í fyrri hálfleik leiks Íslands og Slóvakíu.

Hreiðar Guðmundsson hefur varið tólf skot í fyrri hálfleik Íslands og Slóvakíu á EM í handbolta.

Slóvakar hafa hins vegar aðeins skorað fimm mörk í fyrri hálfleik, þar af fjögur þegar Hreiðar stóð í markinu sem þýðir að hann er með 75% hlutfallsmarkvörslu.

Birkir Ívar Guðmundsson kom inn á í einu víti Slóvakíu í fyrri hálfleik en náði ekki að verja.

Slóvakía skoraði átján mörk í fyrri hálfleik gegn Frökkum á fimmtudaginn sem gerir þessa tölfræði enn ótrúlegri. Frakkar eru ríkjandi Evrópumeistarar en unnu nauman sigur á Slóvökum.

Að sama skapi er ótrúlegt að hugsa til þess að Ísland skoraði nítján mörk í öllum leiknum gegn Svíum á fimmtudaginn en hafa nú skorað sextán mörk í fyrri hálfleik gegn Slóvakíu.

Því er fyrst og fremst að þakka mjög góðri varnarvinnu og ótrúlegri markvörslu Hreiðars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×