Enski boltinn

Grétar Rafn komst vel frá sínu

Grétar Rafn lék ágætlega fyrir Bolton í dag og hér má sjá Damien Duff sækja að honum
Grétar Rafn lék ágætlega fyrir Bolton í dag og hér má sjá Damien Duff sækja að honum Nordic Photos / Getty Images

Grétar Rafn Steinsson spilaði allar 90 mínúturnar fyrir Bolton í kvöld þegar liðið náði 0-0 jafntefli við Newcastle á St. James´ Park. Leikurinn var hrútleiðinlegur og voru lærisveinar Kevin Keegan heppnir að tapa ekki þegar Shay Given markvörður varði stórkostlega í dauðafæri gestanna í uppbótartíma.

Stemmingin á St. James´ Park var frábær í dag þegar áhorfendur buðu Kevin "Konung" velkominn til leiks á ný. Leikurinn stóð hinsvegar ekki undir væntingum og var bragðdaufur.

Grétar Rafn Steinsson var í byrjunarliði Bolton og komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið þar sem hann fékk það hlutverk að gæta írska vængmannsins Damien Duff. Írinn knái sást varla í leiknum frekar en oft áður í vetur og var skipt af velli í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×