Fleiri fréttir

Liverpool er ekki til sölu

Forráðamenn Liverpool hafa neitað þeim fregnum alfarið að amerískir eigendur félagsins séu að íhuga að selja hlut sinn í félaginu. Í gær var greint frá því að fjárfestar frrá Dubai International Capital hefðu áhuga á að eignast félagið, en tilboði þeirra var hafnað á síðustu stundu þegar Bandaríkjamennirnir keyptu hlut sinn á sínum tíma.

Scholes byrjar að æfa eftir helgi

Miðjumaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur fengið græna ljósið frá læknum til að byrja að æfa á fullu á ný eftir helgina. Scholes hefur verið frá keppni í þrjá mánuði vegna hnéuppskurðar. Til greina kemur að Scholes verði í hóp United fyrir bikarleikinn gegn Tottenham um aðra helgi.

Myndir úr leik Íslendinga og Svía

Vísir hefur tekið saman bestu myndirnar úr leik Íslendinga og Svía í gær. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari tók nokkrar frábærar myndir á leiknum þar sem meðal annars má sjá þegar Ólafur Stefánsson verður fyrir höggi Kim Andersson.

Beið eftir að Íslendingarnir færu að gráta

Sænskir fjölmiðlar gera mikið úr frábærri frammistöðu markvarðarins síunga Tomas Svensson hjá sænska landsliðinu í gær þegar hann lokaði markinu á Íslendinga í leik liðanna á EM.

Grétar er klár í æsta stuðningsmenn Newcastle

Grétar Rafn Steinsson fær verðuga eldskírn í ensku úrvalsdeildinni á morgun ef hann verður í byrjunarliði Gary Megson hjá Bolton þegar liðið sækir Newcastle heim á St. James´ Park. Það verður fyrsti leikur Newcastle undir stjórn Kevin Keegan.

Ólafur verður ekki með í næstu tveimur leikjum

Ólafur Stefánsson hefur staðfest að hann muni ekki leika með íslenska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum þess í D-riðlinum á EM. Ólafur fer í ómskoðun á eftir en grunur leikur á um að hann sé með rifinn vöðva aftan í læri. Hann segist sjálfur útiloka að vera með gegn Slóvökum og Frökkum.

Eldur á hóteli Íslendinga

Eldur kviknaði á hóteli Íslendinga í Þrándheimi í gærkvöld meðan liðið var að spila við Svía á EM í Noregi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og skemmdir urðu ekki miklar, svo það hafði ekki áhrif á íslensku leikmennina.

Úrvalsliðin klár

Nú er búið að velja úrvalsliðin í karla- og kvennaflokki sem mæta landsliðum Íslands í æfingaleikjum í körfubolta í Keflavík á morgun. Þá hafa átta leikmenn skráð sig til leiks í troðkeppni sem verður í hálfleik á karlaleiknum.

Cleveland vann í San Antonio

Þrír stórleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar af unnust þrír þeirra á útivelli. Cleveland skellti San Antonio 90-88 á útivelli og hefndi þar fyrir 4-0 tapið í lokaúrslitunum síðasta sumar.

Óli Stef: Þetta var katastrófa

"Það var fyrst og fremst sóknarleikurinn hjá okkur sem fór úrskeiðis í dag, ég held að flestir sem hafa eitthvað vit á handbolta hafi séð það," sagði Ólafur Stefánsson í samtali við Rúv eftir tap Íslendinga gegn Svíum á EM.

Búið spil hjá Velyky

Þjóðverjinn Oleg Velyky verður ekki meira með á EM í handbolta eftir að hann meiddist á hné í leik Þýskalands og Hvíta-Rússlands í dag.

Ege meiddist í fagnaðarlátunum

Steinar Ege var hetja Norðmanna í sigri þeirra á Dönum í kvöld en fór illa út úr fagnaðarlátunum sem brutust út í leikslok.

Boldsen: Norðmenn voru lélegir

Joachim Boldsen sagði að Norðmenn hefðu verið lélegir í kvöld þrátt fyrir sigur á Dönum. Danir voru bara enn lélegri.

Alfreð: Sóknin hræðileg

„Sóknarnýtingin var mjög slök og við vorum bara stressaðir,“ sagði Alfreð Gíslason á blaðamannafundi eftir leik í kvöld.

Keflvíkingar seinir í gang

Einn leikur var á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Keflvíkingar unnu frekar nauman sigur á Fjölni í Grafarvogi þar sem liðið tryggði sér sigurinn með góðum endaspretti.

Spennustigið fór með strákana

„Ég skrifa þennan leik á yfirspennu hjá okkar mönnum. Því miður, því þetta sænska lið er alls ekki betra en okkar lið," sagði Aron Kristjánsson, einn þriggja sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Jafntefli í fyrsta leiknum á EM

Rússland og Svartfjallaland gerðu jafntefli, 25-25, í fyrsta leiknum á EM en leikurinn var gríðarlega spennandi allt til síðustu sekúndu.

Tilboð Fulham í King samþykkt

Fulham hefur látið undan þrýstingnum og samþykkt að reiða fram fimm milljónir punda fyrir framherjann Marlon King.

Hamilton ánægður með nýjan farkost

Bretinn Lewis Hamilton segir nýjan McLaren sem hann hefur prófað á Jerez brautinni síðustu daga vænan farkost. Hamilton sló hressilega í gegn á síðasta ári, þegar hann keppti í fyrsta skipti í Formúlu 1. Minnstu munaði að hann hreppti meistaratitilinn, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen.

Getur þú stýrt liði á EM?

TV2 sjónvarpsstöðin í Danmörku býður lesendum á heimasíðu sinni að taka þátt í draumaliðsleik á EM. Þar getur þú valið þitt eigið lið í keppninni og reynt fyrir þér sem þjálfari.

Ólafur: Danir geta unnið mótið

Ólafur Stefánsson segir Dani eiga góða möguleika á að vinna sigur á EM í handbolta. Þetta sagði Ólafur í viðltali við TV2 í Danmörku í dag.

Bjarni og Sverre hvíla í kvöld

Bjarni Fritzson og Sverre Jakobsson verða ekki á skýrslu hjá íslenska landsliðinu í leiknum gegn Svíum á EM í kvöld. Aðeins fjórtán leikmenn eru á skýrslu fyrir hvern leik en sextán leikmenn eru í íslenska EM hópnum.

Podolski er ekki á leið til City

Stjórnarformaður Bayern Munchen segir ekkert til í þeim orðrómi að þýski landsliðsmaðurinn Lukas Podolski sé á leið til Manchester City eins og haldið hefur verið fram í breskum miðlum.

Edman kominn til Wigan

Sænski landsliðsbakvörðurinn Erik Edman hefur samþykkt að ganga í raðir Wigan í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir tækifærið að komast aftur í ensku úrvalsdeildina hafa verið of gott til að hafna því, en hann hefur leikið með franska liðinu Rennes undanfarið. Hann var með lausa samninga hjá franska liðinu en var áður liðsfélagi Emils Hallfreðssonar hjá Tottenham.

Erfiðara nú en í Svíþjóð

„Spennan er orðin mikil í leikmannahópnum, það er alveg klárt,“ sagði Patrekur Jóhannesson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Íslendingar fjölmenna til Noregs

Vel á fjórða hundrað manns fóru frá Íslandi í dag gagngert til að fylgjast með leik Íslendinga og Svía á Evrópumótinu í handbolta í kvöld. Alls er búist við því að um fimmhundruð Íslendingar verði í höllinni í Þrándheimi.

Hannes Jón eins og ballerína

„Ég er fullur eftirvæntingar. Þetta verður algjör veisla,“ sagði Sigurður Sveinsson, einn sérfræðinga Vísis um EM í handbolta.

Stuðningsmaður stunginn til bana

Tveir stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Olympiakos á Grikklandi voru stungnir í árás stuðningsmanna Panathinaikos í strandbænum Loutsa í fyrrinótt. Annar þeirra, 24 ára gamall maður, lést af stungusárunum en hinn er á batavegi á sjúkrahúsi. Árásin var gerð nóttina eftir 4-0 sigur Olympiakos í viðureign liðanna í bikarkeppninni.

Chelsea sektað um 50 milljónir

Enska knattspyrnusambandið hefur skellt 50 milljón króna sekt á úrvalsdeildarfélagið Chelsea eftir ólæti leikmanna liðsins eftir leik gegn Derby þann 24. nóvember. Til óláta kom í leiknum þar sem Michael Essien fékk m.a. að líta rauða spjaldið. Chelsea var sektað um þrá fjórðu hluta þessarar upphæðar fyrir viðlíka læti í fyrra.

Fred ætlar ekki að fara frá Lyon

Brasilíumaðurinn Fred hefur nú lýst því yfir að hann muni ekki fara frá franska liðinu Lyon eins og til stóð, en hann hafði verið sterklega orðaður við Tottenham.

Taylor til Bolton

Bolton gekk í dag frá kaupum á þriðja leikmanninum í janúarglugganum þegar það keypti hinn fjölhæfa Matt Taylor frá Portsmouth. Taylor var kominn út í kuldann hjá Portsmouth en getur spilað margar stöður á vellinum. Hann hefur skrifað undir þriggja og hálfsárs samning við félagið.

Þjóðverjar þykja líklegir

Nú er búið að birta niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var á heimasíðu EM í Noregi og samkvæmt henni þykja Þjóðverjar sigurstranglegasta liðið í keppninni. Íslenska liðið fékk 9,5% atkvæða og þykir samkvæmt því fimmta líklegasta liðið til að vinna sigur á mótinu.

Keegan predikar þolinmæði

Kevin Keegan, nýráðinn stjóri Newcastle, vill að stuðningsmenn félagsins sýni þolinmæði því hann eigi mikið verk fyrir höndum til að rétta hlut liðsins í deildinni.

Diarra búinn að skrifa undir hjá Portsmouth

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth staðfesti í dag kaup á franska miðjumanninum Lassana Diarra frá Arsenal en kaupverðið var ekki gefið upp. Diarra lék áður með Chelsea og er 22 ára gamall landsliðsmaður.

Laursen framlengir við Villa

Danski varnarjaxlinn Martin Laursen hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa sem gildir til rúmlega tveggja ára. Hinn þrítugi Laursen hefur verið í frábæru formi með Villa í vetur og er búinn að skora sex mörk. Hann mun líklega skrifa undir á morgun.

Jason Kidd leikmaður ársins hjá landsliðinu

Jason Kidd hefur verið útnefndur leikmaður ársins hjá bandaríska landsliðinu í körfubolta eftir fína frammistöðu á Ameríkuleikunum síðasta sumar. Bandaríska liðið vann alla 10 leiki sína á mótinu og tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir