Enski boltinn

Ánægður með svar sinna manna

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í Arsenal í dag þegar liðið burstaði Fulham 3-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Liðið spilaði illa þegar það gerði jafntefli við Birmingham í leiknum þar á undan.

"Við stýrðum þessum leik í 90 mínútur og þetta var góð frammistaða í ljósi úrslitanna í síðasta leik. Þetta gerir okkur gott í framhaldinu," sagði Wenger og lofaði frammistöðu leikmanna.

"Þessi leikur var aldrei spennandi og leikmennirnir sýndu hæfileika sína á öllum sviðum. Mér finnst við geta skorað mörk úr hvaða stöðu sem er og við erum meira að segja farnir að skora úr föstum leikatriðum nýna. Strákarnir sýndu virkilega hvað þeir eru hungraðir í sigur í dag," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×