Handbolti

Flottasta mark sem skorað hefur verið á EM

Logi Geirsson átti tilþrif leiksins í dag
Logi Geirsson átti tilþrif leiksins í dag Mynd/Valli

Landsliðsmaðurinn Logi Geirsson skoraði án nokkurs vafa mark leiksins í kvöld þegar Íslendingar lögðu Slóvaka á EM þegar hann skoraði 16. mark íslenska liðsins með þrumufleyg á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks.

Alfreð Gíslason tók leikhlé þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum og teiknaði upp "kerfi" til að freista þess að bæta við marki. Leiðbeiningar þjálfarans voru einfaldar.

"Logi, þú dúndrar á hausinn á honum," eða eitthvað á þá leið.

Ekki stóð á svarinu frá hinum vaxaða skotmanni. Logi fékk boltann skammt frá miðju - tók á rás og þrumaði boltanum af slánni og inn um leið og leiktíminn rann út.

Logi var að vonum ánægður með markið sitt. "Ég ætla ekkert að reyna að fegra þetta - en þetta var örugglega flottasta mark sem skorað hefur verið á EM frá upphafi," sagði Logi brattur í samtali við Í Blíðu og Stríðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×