Fleiri fréttir

Rúnar Júl skoraði síðast þegar Ferencváros kom til Íslands

Valur mætir Ferencváros í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ungverska liðið kemur til Íslands en síðast þegar það gerðist skoraði einn mesti töffari Íslandssögunnar gegn því.

Landsliðið úr Bestu deildinni fer líka til Kóreu

Nú er orðið ljóst hvaða tveir leikir bíða íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í næsta mánuði en KSÍ tilkynnti í dag að seinni leikurinn yrði við Suður-Kóreu í Hwaseong, í nágrenni Seúl.

„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu

Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Liverpool leitar nýs læknis er meiðslin hrúgast upp

Ensku bikarmeistararnir Liverpool leita lifandi ljósi að nýjum yfirlækni hjá félaginu er meiðsli hrúgast upp í aðalliðshópi félagsins. Átta leikmenn voru fjarverandi er liðið tapaði óvænt fyrir Nottingham Forest um helgina.

„Konan mín myndi líklega kalla mig fýlupúka og aula“

Maurizio Sarri, þjálfari Lazio á Ítalíu, stýrði sínum mönnum til sterks sigurs á Atalanta um helgina en Lazio hefur hafið leiktíðina afar vel. Hann sat fyrir svörum eftir leik og var spurður út í leikstíl sinn.

Pálmi Rafn leikið sinn síðasta leik á ferlinum

Pálmi Rafn Pálmason lék í kvöld sinn síðasta leik á farsælum ferli er lið hans KR gerði 2-2 jafntefli við Víking í Fossvogi í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Pálmi verður í banni þegar lokaumferð deildarinnar fer fram um næstu helgi og var leikur kvöldsins því hans síðasti.

Yfir­vofandi mála­ferli ekki af­sökun

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen kveðst ekki ætla að láta málsókn skákmannsins Hans Niemann hafa áhrif á taflmennskuna. Carlsen er staddur hér á landi til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í Fischer-skák og hafa andstæðingar hans lýst yfir stuðningi.

Umdeilt mark Zouma í sigri West Ham

West Ham United vann 2-0 heimasigur á Bournemouth í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. West Ham fjarlægist botnsvæðið með sigrinum.

Guðrún og stöllur sófameistarar eftir misstig Linköping

Guðrún Arnardóttir, landsliðskona í fótbolta, og stöllur hennar í Rosengård eru sænskir meistarar eftir jafntefli Linköping við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Guðrún vinnur þar með titilinn annað árið í röð með félaginu.

Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

Svekkjandi jafntefli Íslendingaliðsins

Íslendingalið Norrköping gerði svekkjandi 1-1 jafntefli við Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Tveir af fjórum íslenskum leikmönnum liðsins komu við sögu.

Stuðningsmenn bauluðu á Schmeichel

Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá franska félaginu Nice og gæti verið á förum frá félaginu í janúar eftir að hafa komið í sumar.

FH-ingar hættir að jaskast á Agli

Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp.

Rekinn vegna skilaboða til stúlkna: „Þetta var ekkert dónalegt“

„Það var óviðeigandi að senda skilaboð en skilaboðin sem slík voru ekki klámfengin eða nokkuð slíkt,“ segir Árni Eggert Harðarson, körfuboltaþjálfari. Hann hefur verið rekinn úr starfi hjá körfuknattleiksdeild Hauka og mun ekki starfa meira fyrir KKÍ, vegna skilaboða til unglingsstúlkna.

Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo

Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku.

Sjá næstu 50 fréttir