Lögmál leiksins: Leikmannahópur Lakers er hryllingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 15:51 LeBron James og Russell Westbrook geta ekki spilað í sama liði. Getty/David Crane Nýtt tímabil í NBA-deildinni í körfubolta hófst í síðustu viku og í kvöld verður fyrsta vikan gerð upp í þættinum Lögmál leiksins á Stöð 2 Sport 2. Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Meðal umræðuefna kvöldsins er byrjun LeBron James og félaga í Los Angeles Lakers en þessa stórveldi deildarinnar hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum og útlitið er ekki bjart. Strákarnir í Lögmáli leiksins tóku meðal annars fyrir Russell Westbrook sem hefur fengið á sig mikla gagnrýni nær allan tímann sinn í Lakers. „Ef við byrjum á því að skoða tölfræði Russell Westbrook í þessum fyrstu þremur leikjum þá er hún langt frá því að vera viðunandi,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmáls leiksins. Meira að segja honum tekst það ekki „Margir töluðu um að að þetta yrði erfitt fyrir Lakers og þessir leikmenn myndu ekki passa saman þegar þessi skipti voru gerð. Lebron og Russell Westbrook geta ekki spilað saman. Ég tek það á mig að ég hugsaði: Lebron vill fá boltann og Lebron er lausnamiðuð stjarna og LeBron James hefur alltaf látið hlutina ganga. Meira að segja honum tekst ekki að koma Russell Westbrook í réttan takt með sér,“ sagði Kjartan Atli. Klippa: Lögmál leiksins: Umræða um Westbrook og Lakers 24. október 2022 „Svo má bæta við það að hópurinn í kringum þessa fyrstu þrjá er skelfilegur. Við getum haldið því fram að þetta sé með verri hópum deildarinnar. Þegar þú ert kominn í Lonnie Walker, Matt Ryan og ekkert á bekknum. Þetta er hrikalegt,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Ég myndi byrja strax eftir tvo því Russell Westbrook er ekkert leikmaður í topp áttatíu í NBA-deildinni í dag. Ég myndi ekki endilega vera með hann þar og tölfræðin segir að hann sé ekki þar,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson. Ekki oft kjaftstopp „Hann byrjaði allt í lagi á móti Warriors en hann er 4 af 26 í skotum í hinum tveimur leikjunum,“ sagði Tómas Steindórsson. „Mig rak í rogastans á föstudaginn og ég verð yfirleitt ekki kjaftstopp. Þarna var ég það þegar ég var að horfa á tölfræðina í þessum Lakers-leik á móti Clippers og leikmannahópur Lakers blasti við mér. Þetta er hryllingur,“ sagði Sigurður Orri. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir ofan en þátturinn fer í loftið klukkan 20.45 á Stöð 2 Sport 2 í kvöld.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira