Karen um Framliðið: Ég fattaði ekki að það yrðu svona miklar breytingar á liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2022 14:31 Karen Knútsdóttir varð Íslandsmeistari með Fram í vor. vísir/Diego Karen Knútsdóttir var sérstakur gestur í Seinni bylgjunni í gær en hún getur ekki spilað með Íslandsmeisturum Fram þar sem hún er í barneignarleyfi. Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira
Framliðið er í þriðja sæti deildarinnar með þrjá sigra og tvö töp í fyrstu fimm leikjunum. Það er ljóst að liðið saknar leikstjórnenda síns en þær misstu líka fleiri lykilmenn úr meistaraliðinu. „Karen þú varst smá stressuð yfir því að segja Stebba (Stefán Arnarson, þjálfari) frá því að þú værir dottin út á þessari leiktíð. Þessi breyting á liðinu. Hvenær sáum við svona mikla breytingu á liði síðast,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta mjög skrítið að ég fattaði ekki að þetta myndi verða svona. Ég náði bara tveimur æfingum á þessu undirbúningstímabili og ég vissi að Stella myndi ekki vera og Hildur myndi ekki vera og Emma væri að fara. Maður var bara áfram gakk en svo kom maður á æfingu og þá sá maður: Vá þetta er ótrúlega mikil breyting,“ sagði Karen Knútsdóttir. Eins og í sjötta flokki „Þó að það vanti oft bara einn, tvo, þrjá leikmenn þá breytist ótrúlega mikið. Mér finnst það ver almennt í deildinni því það eru mjög miklar breytingar á mjög mörgum liðum, nema kannski hjá Val og Stjörnunni og ÍBV. Þær eru kannski eins og í sjötta flokki þegar þú ert búinn að taka þroskann á undan hinum,“ sagði Karen. Klippa: Seinni bylgjan: Karen um Framliðið „En er erfitt fyrir þig að sitja í stúkunni með allar við hliðina á þér í staðinn fyrir inn á vellinu,“ spurði Svava Kristín. „Planið var ekki að verða ólétt strax og ég ætlaði að vera þarna. Þá væri ég alveg til í að vera memm en svona er þetta bara og ég er bara upp í stúku og horfi á,“ sagði Karen. Það er nýtt lið að verða til Svava Kristín fékk Karen til að segja sitt álit á Framliðinu í dag og þar á meðal Ernu Guðlaugu Gunnarsdóttur sem tók við leikstjórnendastöðunni af henni. „Það þarf að gefa henni tíma og þeim öllum. Það er nýtt lið að verða til og þær þurfa svolítið að finna sinn takt. Það er ekki hægt að ætlast til þess að Erna og þessar stelpur mótist inn í þá leikmenn sem ég og Hildur vorum. Það þarf að búa til nýtt konsept í kringum þá leikmenn sem þú ert með og nýta þá hæfileika sem þær eru með,“ sagði Karen. „Fram er komið með fullt af nýjum kerfum og ég gæti ekki dottið inn á æfingu á morgun. Þetta er svolítið öðruvísi sem þær eru að spila,“ sagði Karen. Þetta er skandall Harpa, dóttir hennar er í íþróttaskóla í Safamýrinni en ekki hjá Fram því Víkingar hafa nú tekið yfir Safamýrarsvæðið. „Hún er íþróttaskóla Víkings, telst maður þá vera að æfa,“ sagði Karen og hneykslaði með því gamla þjálfarinn sinn hjá Fram. „Þetta er skandall,“ sagði Einar Jónsson. Það má horfa á þau ræða breytingarnar á Framliðinu hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Sjá meira