
Fleiri fréttir

Börnin réðu ekki við sig og föðmuðu Messi
Börnin sem fengu að leiða leikmenn inn á völlinn í leik Maccabi Haifa og PSG í Ísrael í gærkvöld sýndu kostuleg viðbrögð þegar þau sáu sjálfan Lionel Messi.

Gamla bandið gæti snúið aftur í landsliðið
Leikmannahópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næsta landsliðsglugga verður tilkynntur föstudaginn 16. september. Í þeim glugga mun Ísland mæta Venesúela í vináttulandsleik þann 22. september áður en liðið leikur við Albaníu í lokaumferð Þjóðadeildarinnar þann 27. september.

Dagskráin: Fótbolti, rafíþróttir, golf og handbolti
Það eru 12 beinar útsendingar á sport rásum Stöðvar 2 í dag. Á meðal efnis er Evrópu- og sambandsdeildin í fótbolta, Ljósleiðaradeildin í CS:GO, PGA og LPGA mótin í golfi ásamt Olís-deildunum í handbolta.

Milan ekki í vandræðum með Zagreb | Jafnt í Póllandi
AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá.

„Bandarísk fjárfesting í enskum fótbolta er augljós áhætta“
Sparkspekingurinn Gary Neville kallar eftir breyttu regluverki á Englandi með því markmiði að stöðva innreið bandaríska fjárfesta inn í enskan fótbolta, sem hann telur ógna leiknum.

Bróðir Paul Pogba hnepptur í varðhald
Mathias Pogba, bróðir Paul Pogba, hefur gefið sig fram við yfirvöld í Frakklandi og situr nú í varðhaldi vegna tilrauna til fjárkúgana gegn bróðir sínum.

HSÍ tilkynnir 22 leikmanna æfingahóp fyrir forkeppni HM
HSÍ hefur tilkynnt 22 leikmanna æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta sem undirbýr sig fyrir komandi leiki í forkeppni HM 2024.

Isabella aftur í Breiðablik
Breiðablik tilkynnti í dag að félagið hefði endursamið við Isabellu Ósk Sigurðardóttur og mun hún leika með Blikum á komandi tímabili í Subway-deild kvenna.

Messi, Mbappe og Neymar skoruðu allir í sigri PSG
Framlína PSG var öll á skotskónum í sigri PSG á Maccabi Haifa á meðan Benfica gerði sér lítið fyrir og sigraði Juventus á útivelli. Napoli og Real Madrid unnu einnig sigra á sínum mótherjum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Jafntefli niðurstaðan í fyrsta leik Potter með Chelsea
Chelsea gerði 1-1 jafntefli við RB Salzburg í Meistaradeildinni í fyrsta leik Graham Potter við stjórnvölinn hjá Chelsea.

Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum
Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld.

Ísak og Hákon spiluðu í jafntefli við Sevilla
Ísak Bergmann Jóhannesson, leikmaður FCK, var í byrjunarliði liðsins í 0-0 jafntefli gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Evrópumeistararnir úr leik
Pólverjar gerðu sér lítið fyrir þegar liðið sló Evrópumeistara Slóvena úr leik í 8-liða úrslitum EuroBasket í kvöld, 90-87.

Orri Freyr skoraði eitt mark í tapi gegn Kiel í Meistaradeildinni
Orri Freyr Þorkelsson, leikmaður Elverum, skoraði eitt mark í tíu marka tapi Elverum gegn Kiel í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Kiel vann leikinn 36-26.

Sýndum mikinn karakter
„Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld.

Milan ekki í vandræðum með Zagreb | Jafnt í Póllandi
AC Milan vann sterkan 3-1 sigur á Dinamo Zagreb í E-riðli Meistaradeildar Evrópu á meðan Shaktar Donetsk og Celtic gerðu 1-1 jafntefli í Varsjá.

Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA 3-3 ÍBV | Jafnt í markaleik á Akureyri
Þór/KA og ÍBV gerðu jafntefli í sex marka leik í lokaleik 15. umferðar Bestu-deildar kvenna í fótbolta.

Ísak í byrjunarliði FCK gegn Sevilla
Ísak Bergmann Jóhannesson er í byrjunarliði FC Kaupmannahöfn sem mætir spænska liðinu Sevilla í Meistardeild Evrópu í kvöld.

Frakkar áfram í undanúrslit eftir sigur í framlengdum leik gegn Ítölum
Frakkar eru komnir áfram í undanúrslit EuroBasket eftir átta stiga sigur á Ítalíu eftir framlengdan leik, 93-85.

Frábær frammistaða Allen greind í þaula í fræðsluhorninu
Bergþór Phillip Pálsson, leikstjórnandi Einherja, verður sérstakur leikgreinandi Lokasóknarinnar í vetur. Hann greindi nokkur atvik í leik Buffalo Bills og Los Angeles Rams í NFL-deildinni.

Miskunnarlaus Minidegreez tryggði Þór sigur á LAVA
Í öðrum leik Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO mættust Þór og LAVA, liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti á síðasta tímabili.

Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum
Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins.

Arnór segir frá Hansen-æði í Danmörku: „Allt farið á fleygiferð“
Arnór Atlason, aðstoðarþjálfari hjá Álaborg í Danmörku, segir félagið hafa umturnast eftir komu danska landsliðsmannsins Mikkels Hansen í sumar. Önnur félög hafi tekið upp á því að færa leiki gegn Álaborg í stærri hallir til að sinna eftirspurn um miða.

Sektaður um einn og hálfan milljarð fyrir kvenhatur og rasisma
Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, hefur verið dæmdur í ársbann af deildinni og sektaður um himinháa fjárhæð eftir rannsókn á meintu kvenhatri og rasisma.

Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla
Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla.

ADHD skaut sína menn til sigurs í Ancient
Það var mikil spenna í loftinu þegar SAGA og TEN5ION hleyptu 1. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað.

Klopp gerði grín að ummælum eiganda Chelsea um stjörnuleik: „Vill hann fá Harlem Globetrotters?“
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, henti gaman að ummælum Todds Boehly, eiganda Chelsea, um að hafa stjörnuleik með leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni.

„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil.

Haukum spáð sigri en ÍR falli
Haukum er spáð sigri í Subway-deild kvenna í körfubolta í vetur en Íslandsmeisturum Njarðvíkur er spáð 2. sæti. Nýliðum ÍR er spáð falli.

Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland
Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum.

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Þrír Íslendingar gegn Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld
Þrír íslenskir leikmenn eru í leikmannahópi FC Kaupmannahafnar fyrir leikinn mikilvæga gegn Sevilla á Parken í kvöld.

Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“
Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna.

Leiðir Gunnars Heiðars og Vestra skilja
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hættir sem þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta eftir tímabilið.

Ívar skall harkalega á stöngina: „Ætlarðu að sýna þetta?“
Ívar Örn Árnason hefur spilað frábærlega í vörn KA í sumar en hann lenti í slæmum árekstri við aðra stöngina á marki Breiðabliks í stórleiknum í Bestu deildinni í fótbolta á sunnudaginn.

Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga
Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi.

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“
Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Hópfimleikaveislan hefst í annað sinn á níu mánuðum
Um hundrað Íslendingar eru nú mættir til Lúxemborgar þar sem í dag hefst Evrópumótið í hópfimleikum. Kvennalandslið Íslands á titil að verja.

Boehly stingur upp á Stjörnuleik að amerískri fyrirmynd
Todd Boehly, einn af nýjum eigendum enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, vill taka blaðsíðu úr bók amerískra íþrótta og setja á laggirnar Stjörnuleik í ensku úrvalsdeildinni til að afla fjár fyrir neðri deildir landsins.

Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Besta-deildin og rafíþróttir
Alls verður boðið upp á ellefu beinar útsendingar á sportrásum Stöðvar 2 í dag og ætti því engum að leiðast fyrir framan sjónvarpið.

„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“
Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti.

Tíu sem missa af lokaumferðinni vegna leikbanns
Tíu leikmenn munu missa af lokaumferð Bestu-deildar karla áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming.

Klopp: Þetta er fyrsta skrefið
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir brösulegt gengi í upphafi tímabils segir hann sigurinn í kvöld vera skref í rétta átt.

„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“
„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld.