Handbolti

„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss.
Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss. Stöð 2 Sport

Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil.

Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna.

„Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína.

Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi

Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins.

„Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það.

„Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“

Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni.

„Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“

Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.

Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast.

Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan.

Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna

  • Fimmtudagur 15. september
  • 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport)
  •  
  • Föstudagur 16. september
  • 18:00 Valur - Haukar
  •  
  • Laugardagur 17. september
  • 13:30 ÍBV - KA/Þór
  • 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport)
  •  
  • Mánudagur 19. september
  • 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×